fbpx

Þeir eru mættir! Multimasking er hið nýja multitasking xx

FörðunLíkaminn

Ójá þeir eru mættir! Ég er búin að bíða eins & svo margir aðrir ótrúlega spennt eftir nýjustu viðbótina við L’Oreal fjölskylduna leirmöskunum. Þeir eru búnir að vera ótrúlega áberandi hjá förðunar & bjútíbloggurum á Instagram & Snapchat enda eru þeir ótrúlega skemmtilegir. Maskarnir sem eru eins & nafnið gefur til kynna byggðir upp af leir en leir hefur verið notaður öldum saman í fegrunarskyni, fyrst hjá konum í Egyptalandi. Leir hefur ótrúlega græðandi & hreinsanfi áhrif á húðina & því er upplagt að nota þá í maskaformi.

****Ég hef ákveðið í samstarfi við L’oreal að gefa einni heppinni ofurgellu ALLA ÞRJÁ maskana & bursta til þess að bera þá á! Það eina sem þið þurfið að gera er að screenshota myndina mína sem ég útskýri á Snapchat (snapchat: steinunne) & like-a þessa færslu! <3 Ég dreg út vinningshafa á föstudaginn!****

Línan samanstendur af þremur dásamlegum leirmöskum sem allir hafa mismunandi hlutverk, frábært er að nota þá með concealer brush burstanum frá Real Techniques til að ná á erfið svæði & til að halda hreinlætinu í hámarki….

Pure Clay Glow Mask:
Þessi hentar einstaklega vel fyrir þreytta & líflausa en þessi maski er oft kallaður DETOX maskinn. Hann er ríkur af svörtum kolum sem virka eins & segull þegar kemur að óhreinindum. Kremuð áferð þessa djúphreinsandi maska hreinsar yfirborð húðarinnar af öllum óhreinindum & fer djúpt inn í húðina & svitaholurnar & hreinsar þær. Húðin situr eftir hrein & glæsileg.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & sér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Glow_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Glow_Mask_Jpg150p(1)

Pure Clay Purify Mask:
Þessi hentar einstaklega vel fyrir olíumikla & óhreina húð. Purify maskinn er ríkur af Eucalyptus þykkni sem er þekkt fyrir sína djúphreinsandi eiginleika. Kremuð áferð þessa djúphreinsandi maska fer djúpt inní húðina, hverja svitaholu og þurrkar upp óhreinindi án þess þó að þurrka húðina sjálfa upp. Húðin situr eftir tandurhrein & mött án þess að vera þurr.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & s
ér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Purify_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Purify_Mask_Jpg150p(1)

Pure Clay Exfo Mask:
Þessi frábæri maski lokar húðholunum & nærir húðina vel. Exfo maskinn er ríkur af rauðum þörungum sem eru þekktir fyrir sérstaklega nærandi eiginleika sína. Fínlega mulin apríkósu fræ endurnæra húðina & fjarlægja dauðar húðfrumur & jafna þannig yfirborð húðarinnar svo hún fær yfir sig endurnærðan brag. Maskinn er með kremaðri áferð sem gefur húðinni fallegan ljóma & sérstaklega mikinn raka & um leið endurnýjar hann húðina.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & sér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Exfo_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Exfo_Mask_Jpg150p(1)

Maskana er hægt að nota í skemmtilega aðferð sem kallast multimasking þar sem möskunum er blandað saman á andlitið & þeir notaðir á þá staði sem hentar eftir því hvernig húðin ykkar er.

Maskarnir eru að lenda í verslunum í þessum töluðu orðum, en eru nú þegar mættir í Lyf & Heilsu Kringlunni, þeir eru á frábæru verði & hver öðrum dásamlegri svo að ég mæli svo innilega með því að þið skellið ykkur á þá & dekrið vel við húðina ykkar.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

 

TRENDING: Netasokkabuxur

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Helena Helgad

    21. September 2016

    Færi svo til í þá alla þrjá til að næra og endurnýja mína þreyttu húð

  2. Suzana Vranjes

    21. September 2016

    Ohh já takk :)

  3. ragnheiður b árnadóttir

    21. September 2016

    væri alveg til í þessa ;)

  4. Suzana Vranjes

    21. September 2016

    Jááá takk

  5. Fríða Dís Guðmundsdóttir

    22. September 2016

    Vá hvað þessir eru girnilegir!

  6. Helga Sigurjónsdóttir

    22. September 2016

    Þreytta mömmuhúðin þráir dekur