fbpx

Gigi Hadid X Reebok Classic

Lífið

Reebok Classic er loksins komið til Íslands & ég veit að margir aðdáendur hafa beðið spenntir. Þeir sem þekkja mig tengja mig kannski ekki beint við íþróttamerki þegar þeir hugsa til mín, en þannig er mál með vexti að ég er aðeins búin að vera að færa mig upp á skaftið síðustu vikur & mánuði þegar kemur að því.

Ég er ekki hinn klassíski “Street Wear“ neytandi, ég er einfaldlega mamma. Ég er mamma sem er mikið á ferðinni, skutlast hingað & þangað, henda barni til dagmömmu en á sama tíma þarf ég kannski að hoppa inn á 3-4 stöðum í leiðinni þar sem að ég get ekki verið algjört hræ. Hingað til hefur það pirrað mig óstjórnlega hvað ég á ljót “joggingföt”, gamlar snjáðar H&M buxur & buxur af kærastanum í bland við ljóta bómullarboli hefur klárlega verið málið hingað til, en hingað & ekki lengra. Ég er hætt þessu rugli & farin að fjárfesta í fallegum & vönduðum “street“ fötum sem eru fallegar æfingabuxur, nettir strigaskór & peysur sem ganga jafnt við hlaupabuxur & gallabuxur & hæla.

Ég fylgist mikið með raunveruleikaþáttum & vissi því strax af því þegar vinkona mín hún Gigi Hadid var í samstarfi með Reebok & skórnir sem að hún var andlit Reebok fyrir heilluðu mig strax. Penir, kvennlegir, klassískir & stílhreinir, ekta eitthvað sem að ég fíla. Ég hef ekki náð að detta í þessa strigaskóaatísku hingað til & hef haldið mig í Converse út af einmitt þessu, af því að þeir eru penir & litlir um sig. Ég átti hvíta lága Converse sem eru núna farnir að minna á eitthvað úr ruslatunnu svo að tímasetningin var fullkomin til þess að skipta út.

forsida

2017-03-22_09-16-32

2017-03-22_09-16-52

2017-03-22_09-18-01

Skórnir sem ég var svo heppin að fá í gjöf eru mikið notaðir nú þegar á mínu heimili en mér finnst þeir einfaldlega ganga við allt. Ég gerði um daginn færslu með fermingarskó & þessir væru til dæmis guðdómlegir við fallegan kjól þar sem að þeir eru með fallegu silfruðu glimmer detaili aftan á hælnum sem er þó ekki of áberandi, fullkomlega smekklegir.

3d2628f3bd36ac89b5944093b27c8a43

6c5d8495574e7d6d217142247bcbe935

Gigi Hadid notar sína óspart…..

af8601ecdd3715dbd2d725fdb8c29e9a

EN aðeins um skóinn…

0f3b41a8391b24d2b34f1f0b79eabc07

Reebok Classic byrjaði Spring/Summer 2017 með stæl með nýrri útgáfu af klassíska Club C skónum sem komst fyrst í sviðsljósið árið 1985, þessi útgáfa kallast „Club C Diamond Parck Silver Version“ & er fyrirsætan Gigi Hadid eins & áður segir andlit línunnar. Reebok hefur þetta að segja um Gigi:

„Hadid embodies the “young, confident, vibrant energy that is an essential part of the sneaker’s longstanding identity and heritage.”

„The brand have revealed they chose Gigi for the job thanks to her embodiment of a young, confident and vibrant energy.  “We love working with Gigi because she doesn’t hide who she is — she’s bold and confident — she doesn’t do what’s expected, she has character and personality.“

Skórinn er klassískur & helst alltaf í tísku enda einfaldur en fallegur. Hann hefur notið vinsælda í gegnum árin hvort sem það er á tískupöllum götunnar eða á tennisvellinum en hönnunin er upphaflega tennisskór. Ég mæli með því að þið kíkið á þessar nýju fallegu vörur á heimasíðu Reebok (www.reebok.is) Þetta er svo kúl tíska!

5c46ad809549e9232a179da642ff9069

222d722d9ec02b45ec14e918cdc6bb59

c81cf3086c230036e8ef033f0b72a9d2

d1fe7573f7e6eecbd857cfdfaba162e2

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………….

4bce010e656cfd7fb3964b10326ab54b fb189055092d2f993bb1060ac01e265a

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

@steinunne

xx

I <3 MY TAN

LífiðLíkaminn

Þið vitið öll að ég er forfallinn tanfíkill svo að þið þurfið ekkert að efast um minn heiðarleika í svona færslum (eigið reyndar aldrei að gera það því að ég tala BARA um það sem ég VIL & elska í ALVÖRU) En …

Ég var að prófa nýja brúnku frá St.Tropez & það er uppáhalds dökka tanið mitt nema í spreyformi. Ég elska tan, ég elska St.Tropez, ég elska sprey tan sumsé ég ELSKA þetta tan. Ég fer í sprey tan á Snyrtistofunni Garðatorgi & bið þá um þessa brúnku sem að ég elska mest. Undirtónninn í henni er grænn svo að maður verður ekki appelsínugulur (mikil litafræði í gangi hér), ég var því himinlifandi þegar vinkonur mínar hjá St.Tropez komu með uppáhalds brúnkuna mína til þess að geta frískað upp á mig inn á milli eða þegar ég kemst ekki til hennar elsku Gurrýar minnar uppá Garðatorgi í eðalbrúnku.

st 17410429_10212058823174224_1855444776_n
st 17410429_10212058823174224_1855444776_n

Þetta er ótrúlega auðvelt í notkun & endist í allt að 10 daga, en best er að spreyja brúnkunni beint á líkamann & dúmpa svo yfir svæði með St.Tropez hanskanum til þess að hafa hana alveg jafna & fína. Það er náttúrulega frábært að nota þetta sprey til þess að ná á svæði sem að maður þarf oft hjálp við að bera á eins & bakið en hún er einmitt þess vegna kölluð 360°brúnkan.

Fyrir bestu niðurstöður er gott að skrúbba líkamann um 24 klukkustundum áður en að brúnkan er borin á, bera á sig gott & feitt krem sem að maður skolar svo af í sturtu áður en að maður hefst handa. Setjið þó smá krem á þurrustu svæðin á líkamanum rétt áður en þið spreyið (olnbogar, hælar, hné & puttar) & leyfið taninu að vera á líkamanum í að minnsta kosti 4 tíma áður en þið skolið ysta lagið af.

17430988_10212058823134223_809884086_o

St.Tropez fást meðal annars í Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu <3

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

@steinunne

xx

FERMINGAR?

Lífið

Nú er eitt stærsta tímabil vorsins að ganga í garð, fermingar! Ég er sjálf hvorki að ferma eða að fermast (he he) en það er óneitanlega erfitt að átta sig ekki á því að þetta sé í gangi þegar að maður skrollar í gegnum vefverslanir eða labbar ganga verslunarmiðstöðva Reykjavíkur.

Ég er mikið búin að spá í þessu uppá síkastið enda verið bæði að versla mér skó fyrir starfið í sumar & var að kaupa skó á Jónas núna í febrúar þar sem að hann var afmælisbarn. Þá sá ég að það var ekkert smá flott úrval af skóm akkúrat núna & vorið var að heilla mig mikið. Þess vegna ákvað að ég að skella í þessa færslu til að mögulega gefa einhverjum skemmtilegan innblástur sem er að ferma, er að fermast eða hreinlega langar bara í nýja skó.

Ég man eftir minni fermingu eins & það hafi verið í gær, það er nú ekkert svoooo langt síðan, bara 13 ár. En ég man eftir öllu því stússi sem að fylgdi. Það varð að velja dress, hárgreiðslu, skó, fara í neglur & svo auðvitað allt sem fylgdi veislunni. Ég man alltaf eftir því að hugsa það að ég vildi vera algjör skvísa & vera í klassísku dressi sem að myndi aldrei láta mér líða illa í framtíðinni með valið enda eru þetta myndir sem að prýða flesta heimilisveggi að eilífu.

Mér finnst ungt fólk í dag einstaklega heppið enda hefur tískan sjaldan verið jafn flott & tímalaus eins & akkúrat um þessar mundir. Úrvalið er ótrúlega flott & það virðist vera einstaklega mikið í tísku að fara sína eigin leið & finna sinn persónulega stíl. Litirnir eru stílhreinir, strigaskór eru mjög mikið í tísku til að gera heildarlúkkið látlausara & “töffaralegra” að mörgu leyti.

Klassískir spariskór & Chelsie boots eru ennþá alltaf flott & það ættu í raun allir að geta fundið sinn stíl…

Ég er mjög heilluð af því að blanda saman fallegum & sparilegum flíkum við töffaralega strigaskó hvort sem að það er hjá strákum eða stelpum & ákvað því að taka saman nokkrar myndir sem sýna innblástur þessarar færslu, myndirnar eru fengnar á Pinterest…

17028644_10154970580742978_1406106648_n
17092320_10154970582182978_59215888_n
17092444_10154970579627978_582057664_n
….. & fyrir herrana….

17092480_10154975357067978_1274153891_n
17102000_10154975353692978_313627871_n
17124429_10154975354137978_1970955366_n
17124600_10154975354127978_1666165653_n
17124676_10154975357082978_1471220377_n

………………………………………………………………………………………………………………………………………

Ég ákvað samt að gera ykkur ennþá auðveldara fyrir & taka saman nokkur skópör sem fást hjá Kaupfélaginu, Skór.is & Steinar Waage. En hér er einnig beinn linkur á bæði fermingarskó fyrir stúlkur & drengi á Skór.is…

1 3getfile-7 5

getfile-2 getfile

getfile-5

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
@steinunne

xx

GAMLIR HLUTIR GERÐIR UPP

Heimilið

Ég elska að kíkja í Góða Hirðinn & gera góð & öðruvísi kaup. Oftar en ekki næ ég að finna eitthvað sem að ég tel vera algjöra perlu sem ég geri svo örlítið upp! Ég er þó ekki alltaf í stuði fyrir einhverjar rosalegar framkvæmdir & stundum eru verkefnin bara lítil & einföld.

Það var tilfellið í þetta skiptið, en ég keypti sæta viðarlitaða basthillu á litlar 1.500 krónur, þreif hana & sprittaði, gurnnaði & málaði hana hvíta & hengdi upp í herbergi stráksins míns. Ég er svo ótrúlega sátt við hana & finnst hún ótrúlega sjarmerandi.

mynd8

…………………………………………………………………………………………………………………………………………….

Fánalengjan er úr Sösterne Gröne & kostaði undir 300 krónur minnir mig, ég klippti bara aðeins af henni & límdi í sitthvoran endan á hillunni…

Nú er hún algjör demantur í þessu herbergi en verkefnið tók mig um það bil 3 klukkustundir í heildina, grunninn & málninguna átti ég frá því að það var málað hérna heima hjá okkur svo að ég myndi segja að þetta væri mjög vel sloppið…

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

STAN SMITH FEÐGAR

LífiðOOTD

Ég krúttaði yfir mig á dögunum þegar að afmæli sambýlismannsins bankaði uppá. Ég ákvað að gefa honum skó þar sem að það var klárlega það sem að hann vantaði. Hann er í þannig vinnu að hann er yfirleitt spariklæddur & á mikið af skóm í þeim stíl (spariskó) svo að mig langaði að fara aðeins út fyrir boxið & kaupa handa honum strigaskó sem að hann gæti notað með hækkandi sól.

Á rölti mínu rakst ég á Stan Smith, Adidas skó. Ég var ekki lengi að stökkva á þá þar sem að ég mundi svo strax að strákurinn okkar ætti alveg eins! Ég ætla klárlega að fá mér líka bara svo að við getum verið extra lúðaleg fjölskyldan & skartað þessum nettu & stílhreinsu skóm í sumar í vonandi frábæru verði…

„Adidas Stan Smith is a tennis shoe made by Adidas. However, today the shoe is not used for tennis, but as sneakers. Stan Smith is an American tennis player, who was active between the end of the 1960s and the beginning of the 1980s. Adidas approached him to endorse the so-called Haillet shoe in 1973.“

Ég verð bara að spyrja, hafið þið séð eitthvað krúttlegra?

mynd13

……………………………………………………………………………………………………………

**Fyrir áhugasama keypti ég skóna í Kaupfélaginu Smáralind**

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne

xx

Síðustu dagar..

Ég hef verið brjálæðislega upptekin síðustu daga í vinnu & einkalífi & því ekki komist í það að henda í góða færslu. Það eru margir boltar á lofti & utanlandsferð í uppsiglinu, en ég er að fara til Edinborgar í nótt. Ég mun að sjálfsögðu deila því ferðalagi með ykkur hér & á Snapchat hjá mér @steinunne.

En síðustu dagar hafa verið blanda af verkefnum, make-uppi, fjölskyldutíma & notalegheitum. Hér er smá myndasyrpa af því sem hefur verið í gangi síðustu daga…

mynd1

Ég fékk þann heiður að farða fyrir ótrúlega flotta myndatöku á vegum NTC – Ég mun að sjálfsögðu deila fleiri myndum & vörunum sem voru notaðar í færslu síðar…

mynd2

Gullfallega fyrirsætan Karítas Lotta (kölluð Lotta) Ég notaði eingöngu vörur frá L’Oreal í þessa förðun…

mynd3

Við fjölskyldan skelltum okkur í bústað síðustu helgi & veðrið lék við okkur… Dress: VILA & skór, Vagabond úr Kaupfélaginu…

mynd4

Ég farðaði yndislegu Hildi fyrir JÚRÓVISJÓN <3 með vörum frá NYX…

mynd5

Ég skellti í mínar fyrstu bolludagsbollur, þær voru ljótar en gósmætar <3 mynd6

Reebok bauð mér í heimsókn, ég kolféll fyrir þessari peysu úr Reebok classic línunni, meira síðar xx

mynd9

Ég farðaði Hildi aftur fyrir Íslensku Tónlistarverðlaunin þar sem að hún kom, sá & sigraði! xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
@steinunne
xx

LYFJASKIL – TAKTU TIL! #LYFJASKIL

BarniðHeimiliðLífið

Ég er að taka þátt í mjög mikilvægu verkefni þessa dagana á vegum Lyfjastofnunar sem ber heitið Lyfjaskil – Taktu til!“.  Átakið/verkefnið stendur yfir dagana 2.-10 mars & er í raun ákveðin vitundarvakning fyrir almenning, ég viðurkenni það að ég líklega eins & svo ofboðslega margir aðrir hafði áður ekki spáð mikið í því hvernig lyf & vítamín voru geymd á mínu heimili, en þegar Lyfjastofnun hafði samband við mig & bað mig að taka þátt í þessu verkefni ákvað ég að skoða þetta málefni aðeins betur. Rannsóknir & staðreyndir sem mér voru útvegaðar voru vægast sagt sláandi & ég ákvað að taka þátt í þessu mikilvæga átaki strax.

alternative-poster

Nokkrar staðreyndir (fengnar eftir skoðanakönnun á vegum Lyfjastofnunar Íslands): 
*Tæp 7% aðspurðra geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp.*
*Þriðjungur svarenda hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.*
*Tæp 70% telja sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf*
*En einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika.*
*Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn vegna eitranatilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans*
*Á árinu 2015 varðaði um fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana  börn 6 ára og yngri.*

Staðreyndin sem að ég hef feitletraða SLÓ MIG vægast sagt & er án efa ástæðan fyrir því að ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í þessu átaki. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem að við eigum í öllum heiminum & þau eru okkar ábyrgð. Þetta er svo einfalt, taktu til reglulega í lyfjaskápnum & hafðu ÖLL lyf í læstum lyfjaskáp, fjarri augum & höndum (& þar af leiðandi munni) barnal, það gæti hreinlega bjargað lífi.

Um átakið segir:

“Fjöldi fyrirspurna sem berast Eitrunarmiðstöðinni vegna lyfjaeitrana hjá börnum sýna að börn komast hættulega mikið í lyf í heimahúsum og það er full ástæða til að taka á því” segir Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Lyfjastofnun.

Lyfjastofnun fer af stað með átakið Lyfjaskil – taktu til! í byrjun mars. Átakið miðar að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á íslenskum heimilum og efla skil á ónotuðum lyfjum til eyðingar í apótek.“

Verkefnið er einfalt, áhrifaríkt & getur hreinlega verið gefandi þar sem að samtvinnað átakinu höfum bæði ég & Lyfjastofnun í samstarfi við IKEA, Eirberg & Íslandsbanka farið af stað með leik. Leikurinn snýst um það að taka mynd af þér & þínum að gera eitthvað af eftirtöldu: Taka til í lyfjaskápnum, fara með lyf til eyðingar eða geyma lyf á öruggan hátt í læstum lyfjaskáp & merkja myndina með #lyfjaskil á einhverjum af eftirfarandi samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram eða Twitter) & þú gætir unnið 5.000 króna gjafabréf hjá verslunum Eirberg, lyfjaskáp frá IKEA & að lokum 50.o00 króna gjafabréf hjá Íslandsbanka.

Myndirnar birtast undir “hashtagginu” á facebooksíðu Lyfjastofnunar  & á hverjum degi er ein mynd valin & vinnur sú mynd 5.000 króna gjafabréf hjá Eirberg, ég mun svo velja þrjár af mínum uppáhaldsmyndum til þess að fá að gjöf þar til gerðan lyfjaskáp frá IKEA & að lokum verður ein mynd valin sem vinnur 50.000 krónur hjá Íslandsbanka.

Mig langar því að hvetja ykkur ÖLL (ekki bara þau sem eru með lítil kríli á heimilinu, afar, ömmur, frænkur, frændur ALLIR) til að taka til í sínum lyfjaskáp, losa sig við það sem er ekki í notkun með því að fara með það til eyðingar í apótekum & geyma að lokum öll lyf í læstum lyfjaskáp fjarri augum & höndum barna. ÞAÐ ER TIL MIKILS AÐ VINNA…

Hér er mitt framlag til að sýna ykkur aðeins hversu einfalt þetta er:

17103587_10211890402443811_4401286041112988946_n
„Nú er barnið mitt aðeins öruggara á eigin heimili ? èg hvet ykkur öll til að taka þátt! #lyfjaskil

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

facebook-profilepicture gatlisti skiladu-thessum-lyfjum-til-eydingar thad-er-svona-einfalt-ad-taka-til
……………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

Ég hvet ykkur til að lesa greinarnar & kynna ykkur málið á heimasíðu átaksins www.lyfjaskil.is & taka svo þátt í leiknum!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: UPPÁHALDS MILLIMÁL FJÖLSKYLDUNNAR

BarniðLífiðVörur Mánaðarins

Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af því að geta gripið eitthvað einfalt á morgnana, eða á leiðinni á fund, á leiðinni í ræktina, eftir ræktina, þið fattið hvað ég er að meina. Þegar að maður hefur ekki neinn tíma til þess að útbúa eitthvað. Ég á það til að gleyma að borða sem er alveg hræðilegur ósiður sem kom eiginlega fyrst upp eftir að ég átti strákinn minn, það var allt í einu svo óendanlega mikið að gera að ég fór stundum í gegnum heilan dag & áttaði mig svo á því að ég hafði ekki fengið mér munnbita. Þetta var eitt af því sem að ég tók alveg í gegn í Meistaramánuði!

Ég er samt líka eins & ég hef oft sagt ykkur frá því einstaklega gjörn á það að gefa mér ekki tíma í eitthvað svona stúss & því langar mig að segja ykkur hvað ég elska að gera. Ég elska að drekka Froosh! Þessar litlu fullkomnu flöskur (reyndar líka til stórar & þá hægt að skella í boostglas eða brúsa & taka með sér) eru svo frábærar fyrir fólk sem hefur ekki tíma eða bara hreinlega nennir ekki að útbúa annað heilsusamlegt millimál.

froosh

Ég hef alltaf fílað að eiga Froosh sérstaklega þar sem að þetta er svo hreint, þetta eru hreinir ávextir, engin aukaefni, ekkert rugl. Mér líður vel þegar ég drekk þetta sjálf, kærasti minn elskar þetta & svo er þetta líka frábært fyrir börn þar sem að þetta er bara eins & ein góð skvísa, henda röri í litlu brúsana & málið dautt! Gæti ekki verið einfaldara.

Ég var svo heppin að fá ágætis magn af Frooshi núna í lok Meistaramánuðar, því að það er akkúrat mánuðurinn þar sem að maður er mögulega mikið á hlaupum á æfingar á sama tíma & maður er að jöggla fjölskyldulífi & vinnu & þess vegna besti vinur minn þessa dagana, alltaf klárt í ísskápnum.

Ég hef mikið verið spurð út í þetta á Snapchat-inu mínu síðustu daga, út í hinar ýmsu bragðtegundir & litlu umbúðirnar sem að Siggi var að drekka úr um daginn sem eru FULLKOMNAR fyrir börn & alveg rosalega mikið út í stangirnar sem við höfum verið að japla endalaust á (caramel & cashew er það besta sem að ég hef á ævinni smakkað) svo að ég ákvað að heyra í Core Heildverslun sem flytur inn Froosh & voru svo frábær að útvega mér mitt “stash“. Ég spurði svo á Snapchat hvort að það væri áhugi fyrir gjafaleik með Froosh & viðbrögðin voru vægast sagt mögnuð, en rétt rúmlega 1000 manns tóku skjáskot til að sýna áhuga á því að fá mánaðarbirgðir af Froosh & smakk af nýja namminu sem að Core Heildverslun var að byrja með.

16865057_10211817785708438_1545837058638332758_n 17078287_10211856238949745_2122031065_n 17092484_10211856238909744_1232472019_n 17094117_10211856238829742_440550296_n

………………………………………………………………………………………………………………………………………….

Nú er Meistaramánuður að klárast & því fullkomið að eignast svolítið magn af hollum drykkjum & gómsætum próteinstöngum…. ekki satt? Svona til að halda áfram þessum holla & dásamlega lífstíl.

sto%cc%88ng**Svooooooo sjúúúúklega gott!**

 

Þar sem að ég elska að gleðja ykkur langar mig því í samstarfi við Core Heildverslun að gefa þremur heppnum einstaklingum mánaðarbirgðir af FROOSH ásamt kassa af Barebells namminu sem þau bjóða uppá
(það er góóóóómsætt). Það sem að þið þurfið að gera til að taka þátt er :

1.Fylgja mér á Snapchat: @steinunne
2.Líka við þessa færslu
3.Líka við Core Heildverslun á facebook

& enda svo á að kommenta eitthvað skemmtilegt á þessa færslu, vinningshafarnir þrír verða svo tilkynntir á föstudaginn! <3

TÖFRAR ANR: DROPARNIR SEM BREYTTU MÉR

FörðunLífiðLíkaminn

Eins & hefur komið fram í öðrum færslum starfaði ég í eitt sumar sem förðunarfræðingur & ráðgjafi hjá Estée Lauder í Magasin í miðbæ Kaupmannahafnar, þar kynnstist ég öllu vörunum alveg einstaklega vel & varð alveg sérstaklega heilluð af sögu merkisins & því hversu ótrúlega áhrif margar af vörunum höfðu á kúnnana mína já & mig sjálfa á stuttum tíma. Mér fannst ég alltaf geta séð muninn strax & ráðlagt með ótrúlega góðri samvisku eftir því. Þetta er nefnilega alls ekki bara förðunarmerki þetta er eitt fremsta snyrtivörumerki í heiminum með magnaðar húðvörur & ilmvötn.

Ég sagði ykkur frá Double Wear farðanum enda er hann stórkostlegur fyrir í raun alla, ég hef séð stelpur koma með tárin í augunum til mín eftir að hafa keypt hann & þakkað fyrir enda hefur hann gefið þeim sjálfstraust til að fara út þegar þær eru með erfiðleika í húðinni. En það er ein vara sem að ég hef ekki ennþá sagt ykkur frá, það eru dropar (serum) sem að ég hef notað nánast uppá dag frá því að ég hóf störf hjá Estée Lauder vorið 2015. Þessi vara er það eina sem að ég notaði í andlitið á mér alla meðgönguna, það hélt húðinni minni ótrúlega góðri & gefur raka, næringu, minnkar öll sjáanleg öldrunarmerki, gerir ör minna sjáanleg & minnkar óhreinindi í húðinni á sama tíma. Þú þarft 5 dropa, kvölds & morgna (mér finnst það virka best bæði kvölds & morgna) & þú sérð sjáanlegan mun innan 10 daga.

Varan sem að ég er að tala um heitir „Advanced Night Repair“ & er serum sem að fer djúpt inn í húðina & bókstaflega LAGAR (hens repair) hana á augabragði. ANR ætla ég að kalla það héðan í frá þar sem að nafnið er frekar langt er vinsælasta vara Estée Lauder um allan heim & það seljast 5 á hverri mínútu um allan heim. Estée Lauder hannaði þessa dropa eftir margra ára rannsóknarvinnu & þeir eru án allra parabena, olíulaust & hrindir öllu frá húðinni svosem mengun & óhreinindum. Í rauninni sýndi ég meira að segja oft svolítið sem kallast vatnsprófið þegar ég sýndi kúnnunum mínum dropana, en það er bókstaflega hægt að setja ANR á handabakið, hella vatni á & það lekur af án þess að skerða dropana á neinn hátt! Magnað að sjá.

ed169eb775f57561530d13e87f8cee49317d17341d85a95e4d27c18b95a2b8fe0894f81ffa4704204d616c83b5abd0847ab04b78242ffe7bb8f943069c8ce629

ANR er líka með augnkrem & augnserum sem er algjört kraftaverk fyrir þá sem eru með poka undir augunum, fínar línur, dökka bletti & ör í kringum augnsvæðið.

Afhverju er ég að segja ykkur frá þessu núna? Númer 1, það er löngu kominn tími til, númer 2, mig langar alltaf að hjálpa ykkur að spara. Hvernig hjálpa ég ykkur að spara? Með því að deila því með ykkur í leiðinni að á morgun er Konukvöld Kringlunnar & verða ýmsir afslættir í allri verslunarmiðstöðinni en Estée Lauder verður með 20% afslátt af öllum sínum vörum í Lyf&Heilsu Kringlunni! Einnig verður 20% afsláttur af Estée Lauder í versluninni Sigurboganum, Laugavegi á morgun, föstudag & laugardag þar sem að sérfræðingur Estée Lauder verður á staðnum til að aðstoða, það er æðislega gott með þetta merki að fá aðstoð þar sem að þetta eru rosalega flottar vörur með skemmtilegum upplýsingum sem standa ekki endilega utan á kassanum. Það er líka fullkomið að fá aðstoð ef að þið ætlið að prófa Double Wear farðann til að finna hinn fullkomna lit.

Ef það eru einhverjar spurningar megið þið alltaf senda mér línu á Snapchat: @steinunne // eða senda mér tölvupóst á: steinunnedda@trendnet.is

Sjáumst á Konukvöldi Kringlunnar! <3

VILA WANTS!

Lífið

Ég kíkti í Kringluna á dögunum sem er ekki frásögufærandi nema það að ég verð bara að hrósa verslunum þessa stundina, ég hef sjaldan séð jafn miklar freistingar! Ég sver það ég hefði getað eytt tugum þúsunda. Ástæðan fyrir því að ég set þessa færslu inn er sú að ég er upp á síkastið farin að fá óeðlilega mikið af beiðnum um að fara í smá mátunarferðir & skoða úrval í búðum með ykkur á Snapchat.

hvit qdx4sr0dfp9zfpgmsnwlwlgdbb3cd2el_oitotn6koo 458yhmye_1a5batxuktfmupmxcurhfm9y6igxqnmenu 6iqzfg37srmhwgoluiftdyge8_v1lrzwn5rhg346eso

Ég hef aldrei verið neitt gefin fyrir það að sýna minn stíl ef stíl má kalla, ég er plein & frekar ófrumleg í klæðnaði en svo er ég að heyra að það er nákvæmlega það sem að þið eruð að vilja. Sjá bara eðlilegan afslappaðan stíl sem þarf lítið að hafa fyrir, auðvelt að klæðast, auðvelt að meðhöndla lítil börn í & fleira. Ég hef því ákveðið að verða við þessari bón & skelli í þessa fyrstu færslu.

Í þetta skiptið er það það sem að ég er í stuði fyrir frá versluninni VILA, VILA er ein af mínum uppáhalds færslum enda með mjög mikið af þæginlegum, klæðilegum flíkum sem eru klassískar & henta einhvern veginn við hvaða tilefni sem er. Það er kannski ágætt að taka það fram að þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við verslunina á neinn hátt, þetta er bara mín skoðun & það sem að mig langar að fjalla um.

bla

Ég sé þessa fyrir mér við fallegar gallabuxur & sandala í sumar, eða dressaða upp með fallegum silkibuxum & opnum hælum…hvit

Ég er sérstaklega hrifin af þessari, hugsa með “boyfriend“ jeans eða fallegum þröngum buxum sem ná aðeins upp, jafnvel hægt að girða þessa aðeins ofaní…

6iqzfg37srmhwgoluiftdyge8_v1lrzwn5rhg346eso

Þessi er klárlega sú sem verður notuð spari, sé hana alveg fyrir mér við hátt leðurpils…

458yhmye_1a5batxuktfmupmxcurhfm9y6igxqnmenu

Þessi þarf engin orð! Sniðið, kraginn, pífurnar, ég elska allt við hana…
qdx4sr0dfp9zfpgmsnwlwlgdbb3cd2el_oitotn6koo
Þetta er klárlega “the peysa” sem að ég hef verið að leita eftir, ekki of stór eða þykk, fullkomin yfir fallegan undirkjól & gallabuxur eða við kósýgallann…
…………………………………………………………………………………………………………

Stuðið sem ég er í fyrir vorið eru sætar peysur, skyrtur (ég er að fíla þetta bundna um mittið mega vel), plíseringar, pífur & svo er ég ennþá heit fyrir rúllukragabolum & skyrtum með “chockerum“.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með komandi búðarrápi bendi ég á að adda mér á Snapchat: @steinunne