fbpx

FERMINGAR?

Lífið

Nú er eitt stærsta tímabil vorsins að ganga í garð, fermingar! Ég er sjálf hvorki að ferma eða að fermast (he he) en það er óneitanlega erfitt að átta sig ekki á því að þetta sé í gangi þegar að maður skrollar í gegnum vefverslanir eða labbar ganga verslunarmiðstöðva Reykjavíkur.

Ég er mikið búin að spá í þessu uppá síkastið enda verið bæði að versla mér skó fyrir starfið í sumar & var að kaupa skó á Jónas núna í febrúar þar sem að hann var afmælisbarn. Þá sá ég að það var ekkert smá flott úrval af skóm akkúrat núna & vorið var að heilla mig mikið. Þess vegna ákvað að ég að skella í þessa færslu til að mögulega gefa einhverjum skemmtilegan innblástur sem er að ferma, er að fermast eða hreinlega langar bara í nýja skó.

Ég man eftir minni fermingu eins & það hafi verið í gær, það er nú ekkert svoooo langt síðan, bara 13 ár. En ég man eftir öllu því stússi sem að fylgdi. Það varð að velja dress, hárgreiðslu, skó, fara í neglur & svo auðvitað allt sem fylgdi veislunni. Ég man alltaf eftir því að hugsa það að ég vildi vera algjör skvísa & vera í klassísku dressi sem að myndi aldrei láta mér líða illa í framtíðinni með valið enda eru þetta myndir sem að prýða flesta heimilisveggi að eilífu.

Mér finnst ungt fólk í dag einstaklega heppið enda hefur tískan sjaldan verið jafn flott & tímalaus eins & akkúrat um þessar mundir. Úrvalið er ótrúlega flott & það virðist vera einstaklega mikið í tísku að fara sína eigin leið & finna sinn persónulega stíl. Litirnir eru stílhreinir, strigaskór eru mjög mikið í tísku til að gera heildarlúkkið látlausara & “töffaralegra” að mörgu leyti.

Klassískir spariskór & Chelsie boots eru ennþá alltaf flott & það ættu í raun allir að geta fundið sinn stíl…

Ég er mjög heilluð af því að blanda saman fallegum & sparilegum flíkum við töffaralega strigaskó hvort sem að það er hjá strákum eða stelpum & ákvað því að taka saman nokkrar myndir sem sýna innblástur þessarar færslu, myndirnar eru fengnar á Pinterest…

17028644_10154970580742978_1406106648_n
17092320_10154970582182978_59215888_n
17092444_10154970579627978_582057664_n
….. & fyrir herrana….

17092480_10154975357067978_1274153891_n
17102000_10154975353692978_313627871_n
17124429_10154975354137978_1970955366_n
17124600_10154975354127978_1666165653_n
17124676_10154975357082978_1471220377_n

………………………………………………………………………………………………………………………………………

Ég ákvað samt að gera ykkur ennþá auðveldara fyrir & taka saman nokkur skópör sem fást hjá Kaupfélaginu, Skór.is & Steinar Waage. En hér er einnig beinn linkur á bæði fermingarskó fyrir stúlkur & drengi á Skór.is…

1 3getfile-7 5

getfile-2 getfile

getfile-5

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
@steinunne

xx

GAMLIR HLUTIR GERÐIR UPP

Skrifa Innlegg