fbpx

GAMLIR HLUTIR GERÐIR UPP

Heimilið

Ég elska að kíkja í Góða Hirðinn & gera góð & öðruvísi kaup. Oftar en ekki næ ég að finna eitthvað sem að ég tel vera algjöra perlu sem ég geri svo örlítið upp! Ég er þó ekki alltaf í stuði fyrir einhverjar rosalegar framkvæmdir & stundum eru verkefnin bara lítil & einföld.

Það var tilfellið í þetta skiptið, en ég keypti sæta viðarlitaða basthillu á litlar 1.500 krónur, þreif hana & sprittaði, gurnnaði & málaði hana hvíta & hengdi upp í herbergi stráksins míns. Ég er svo ótrúlega sátt við hana & finnst hún ótrúlega sjarmerandi.

mynd8

…………………………………………………………………………………………………………………………………………….

Fánalengjan er úr Sösterne Gröne & kostaði undir 300 krónur minnir mig, ég klippti bara aðeins af henni & límdi í sitthvoran endan á hillunni…

Nú er hún algjör demantur í þessu herbergi en verkefnið tók mig um það bil 3 klukkustundir í heildina, grunninn & málninguna átti ég frá því að það var málað hérna heima hjá okkur svo að ég myndi segja að þetta væri mjög vel sloppið…

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

STAN SMITH FEÐGAR

Skrifa Innlegg