MEISTARAMÁNUÐUR: UPPÁHALDS MILLIMÁL FJÖLSKYLDUNNAR

BarniðLífiðVörur Mánaðarins

Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af því að geta gripið eitthvað einfalt á morgnana, eða á leiðinni á fund, á leiðinni í ræktina, eftir ræktina, þið fattið hvað ég er að meina. Þegar að maður hefur ekki neinn tíma til þess að útbúa eitthvað. Ég á það til að gleyma að borða sem er alveg hræðilegur ósiður sem kom eiginlega fyrst upp eftir að ég átti strákinn minn, það var allt í einu svo óendanlega mikið að gera að ég fór stundum í gegnum heilan dag & áttaði mig svo á því að ég hafði ekki fengið mér munnbita. Þetta var eitt af því sem að ég tók alveg í gegn í Meistaramánuði!

Ég er samt líka eins & ég hef oft sagt ykkur frá því einstaklega gjörn á það að gefa mér ekki tíma í eitthvað svona stúss & því langar mig að segja ykkur hvað ég elska að gera. Ég elska að drekka Froosh! Þessar litlu fullkomnu flöskur (reyndar líka til stórar & þá hægt að skella í boostglas eða brúsa & taka með sér) eru svo frábærar fyrir fólk sem hefur ekki tíma eða bara hreinlega nennir ekki að útbúa annað heilsusamlegt millimál.

froosh

Ég hef alltaf fílað að eiga Froosh sérstaklega þar sem að þetta er svo hreint, þetta eru hreinir ávextir, engin aukaefni, ekkert rugl. Mér líður vel þegar ég drekk þetta sjálf, kærasti minn elskar þetta & svo er þetta líka frábært fyrir börn þar sem að þetta er bara eins & ein góð skvísa, henda röri í litlu brúsana & málið dautt! Gæti ekki verið einfaldara.

Ég var svo heppin að fá ágætis magn af Frooshi núna í lok Meistaramánuðar, því að það er akkúrat mánuðurinn þar sem að maður er mögulega mikið á hlaupum á æfingar á sama tíma & maður er að jöggla fjölskyldulífi & vinnu & þess vegna besti vinur minn þessa dagana, alltaf klárt í ísskápnum.

Ég hef mikið verið spurð út í þetta á Snapchat-inu mínu síðustu daga, út í hinar ýmsu bragðtegundir & litlu umbúðirnar sem að Siggi var að drekka úr um daginn sem eru FULLKOMNAR fyrir börn & alveg rosalega mikið út í stangirnar sem við höfum verið að japla endalaust á (caramel & cashew er það besta sem að ég hef á ævinni smakkað) svo að ég ákvað að heyra í Core Heildverslun sem flytur inn Froosh & voru svo frábær að útvega mér mitt “stash“. Ég spurði svo á Snapchat hvort að það væri áhugi fyrir gjafaleik með Froosh & viðbrögðin voru vægast sagt mögnuð, en rétt rúmlega 1000 manns tóku skjáskot til að sýna áhuga á því að fá mánaðarbirgðir af Froosh & smakk af nýja namminu sem að Core Heildverslun var að byrja með.

16865057_10211817785708438_1545837058638332758_n 17078287_10211856238949745_2122031065_n 17092484_10211856238909744_1232472019_n 17094117_10211856238829742_440550296_n

………………………………………………………………………………………………………………………………………….

Nú er Meistaramánuður að klárast & því fullkomið að eignast svolítið magn af hollum drykkjum & gómsætum próteinstöngum…. ekki satt? Svona til að halda áfram þessum holla & dásamlega lífstíl.

sto%cc%88ng**Svooooooo sjúúúúklega gott!**

 

Þar sem að ég elska að gleðja ykkur langar mig því í samstarfi við Core Heildverslun að gefa þremur heppnum einstaklingum mánaðarbirgðir af FROOSH ásamt kassa af Barebells namminu sem þau bjóða uppá
(það er góóóóómsætt). Það sem að þið þurfið að gera til að taka þátt er :

1.Fylgja mér á Snapchat: @steinunne
2.Líka við þessa færslu
3.Líka við Core Heildverslun á facebook

& enda svo á að kommenta eitthvað skemmtilegt á þessa færslu, vinningshafarnir þrír verða svo tilkynntir á föstudaginn! <3

UPPÁHALDS

FörðunVörur Mánaðarins

Jæja – þá er ég bara komin í skuld! Hér kemur ein margumbeðin færsla um uppáhalds í Október, um miðjan nóvember…sveiattan’ þetta kemur ekki fyrir aftur! Vörurnar eru mjög fjölbreyttar að þessu sinni þó svo að það séu nokkrir klassíkerar þarna með….

uppahalds

Miss Hippie maskarinn frá L’Oreal:
Ég var búin að segja ykkur frá þessum áður HÉR, en ég hef ekki ennþá fundið betri maskara. Ég er sjúk í hann! Þykkir, lengir, svertir & sveigir augnhárin. Hann gerir ótrúlega mikið fyrir mín augnhár, molnar ekki eða þornar & klessist ekki. Hann er ekki vatnsheldur en hann lekur ekki en það er samt alveg ótrúlega auðvelt að ná honum af.

Microshadow „Louder“ frá MAKE UP STORE:
Þessi augnskuggi er svo fallegur að ég á ekki til orð, hann er svo fullkominn í haust -& vetrarfarðanir. Hann er einstaklega litsterkur & mjúkur, fjólurauður með brúnum undirtón & er einstaklega fallegur við blá augu.

Urban Decay Setting Spray:
Frábært sprey sem heldur farðanum vel á & hindrar það að hann setjist í rákir eða kámist af. Farðinn setur sig einhvern veginn á þann hátt að hann lítur einstaklega vel út & endist mikið mikið betur.

Lipstick „Myth“ frá MAC:
Þessi varalitur hefur án gríns verið í veskinu mínu frá því að ég var svona 19 ára (ég er að sjálfsögðu ekki að tala um sama stykkið heldur sama litinn). Hann er hinn fullkomni nude litur sem einhvern veginn er oftar en ekki minn „go to“ litur þegar ég er með mikla augnförðun. Hann er alveg mattur & alveg ljós sem að er stundum líka frábært undir litsterka glossa sem að maður vill dempa niður.

NYX Highlight & Contour Pro Palette:
Þessa hef ég talað mikið um uppá síkastið enda búin að vera hálfgerður bjargvættur í minni snyrtitösku síðustu vikur. Þú ert með allt sem þú þarft til að gera andlitið fullkomlega lýst & skyggt í einni pallettu. Ég sagði ítarlega frá henni & sýndi hvernig er best að nota hana HÉR.

Lipstick Burgundy frá MAKE UP STORE:
Þessi litur er litur sem að ég elska að eiga á veturnar & nota sem hinn valmöguleikann þegar ég fer út í staðinn fyrir að taka dökk augu & ljósar varir. Þessi litur er hinn fullkomni dökki sem gerir tennurnar hvítar & mér finnst hann alltaf passa við, hann er svo hátíðlegur. Varalitirnir frá MAKE UP STORE eru einstaklega mjúkir enda stútfullir af næringarefnum sem næra varirnar þegar að hann er á svo að þær haldast mjúkar.

Mary Lou-Minizer highlighterpúður:
Dásemd dásemd dásemd.. Þessi highlighter er lífið, sorry en hann er lífið. Dásamlegur highlighter sem ég nota mikið líka sem augnskugga en hann er frá The Balm & ég fékk minn í CoolCos.

Real Techniques Svampar:
Svampana er ég nýbúin að tala um enda alveg stórkostlegir, rifjum það upp, en ég talaði um þá HÉR:
Miracle Complexion Sponge (appelsínuguli): Þessi er frábær til þess að blanda farða, gera áferðina fallegri, bera á primer/krem, bera á farða, blanda saman skil eftir sólarpúður, kinnalit, contour eða hyljara.
2 Miracle Mini Eraser Sponges (fjólubláu): Þessir eru dásemd, þeir eru svo litlir & skemmtilegir en þegar þið áttið ykkur á notagildinu verða þeir jafnvel enn betri. Þeir eru sérstaklega gerðir svona litlir með einum oddmjóum enda & einni flatri hlið með skörpum endum. Þessir litlu svampar eru sérstaklega gerðir til að vinna nákvæmnisvinnu eins & á litlum bólum, í kringum augun & nefið & bíðið bara… hann virkar líka eins & strokleður þegar þú gerir mistök! Halló lagfærður blautur eyeliner!

Gel Couture naglalakk „Model Chicks“:
Fallegur haustlitur sem hentar alltaf á veturna. Gel Couture línan er stórkostleg fyrir þá sem vilja fá faglega handsnyrtingu heima hjá sér, 2ja vikna ending & gallalaus handsnyrting með þessum frábæru lökkum. ATH nauðsynlegt er að nota yfirlakkið til þess að fá endinguna & áferðina.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

UPPÁHALDS Í SEPTEMBER…

FörðunVörur Mánaðarins

Jæja þá er komið að hinni mánaðarlegu „Uppáhalds“ færslu hjá mér á TRENDNET. Uppáhalds að þessu sinni er aðeins í styttri kantinum, þar sem að hún inniheldur hluti sem hafa verið í töskunni minni síðasta mánuðinn ÁN ÞESS AÐ VÍKJA. Það eru auðvitað fleiri hlutir sem að ég hef elskað í september, en þessir fastagestir í veskinu verða að fá sérfærslu.

numerin

1.Black Peony, ilmvatn frá Zara: Fyrsta ilmvatnið mitt var frá Zara. Neongræn löng flaska með glimmerögnum í, er einhver að tengja? Aldrei hélt ég að leiðin myndi liggja aftur þangað en viti menn þegar ég var að kippa með mér fallegum bol þaðan í síðasta mánuði rakst ég á tilboð sem að ég gat ekki hafnað. Ilmvatnsglas á 1990 krónur & sérstakur lítill stautur með “roll”on enda í sama ilm sem er hægt að taka með í töskuna á 900 krónur, þetta er gefins. Núna er ég hæstánægð með kaupin & elska ilminn.

2.Miracle Complexion Sponge frá Real Techniques: Dásamlegur svampur sem þarf vert að kynna, mýkir áferð farðans, fullkominn í hyljara & hin fullkomna förðunarvara til að grípa með sér í veskið til að lagfæra aðeins á ferð.

3.Take Me To Thread, gellakk (Gel Couture) frá Essie: Dásamlega fallegur litur sem svipar til uppáhalds Lady Like í klassísku lökkunum, þessi er samt aðeins dýpri & dekkri en sama litapalletta. Gel Couture litirnir eru himneskir að mínu mati enda hef ég engan tíma til þess að vera stöðugt að lagfæra naglalakkið, en þessi lökk með rétta yfirlakkinu sem einnig er í línunni endast í 2 vikur, FULLKOMIN <3

4.Model Chics, gellakk (Gel Couture) frá Essie: Dásamlega fallegur litur sem svipar til uppáhalds BahamaMama í klassísku lökkunum, þessi er samt aðeins dýpri & dekkri en sama litapalletta. Gel Couture litirnir eru himneskir að mínu mati enda hef ég engan tíma til þess að vera stöðugt að lagfæra naglalakkið, en þessi lökk með rétta yfirlakkinu sem einnig er í línunni endast í 2 vikur, FULLKOMIN <3

5.Highlight & Contour Pro Palette frá NYX: HÆ FEGURÐ! Hvar er þessi palletta búin að vera allt mitt líf? Ég þoli ekki ofurýktar kremkenndar highlight & contour farðanir en viðurkenni þó að ég skyggi algjörlega nefið mitt & kinnbein dagsdaglega. Þetta er því fullkomin lausn, létt & náttúruleg áferð, sama niðurstaða! YESS

6.Butter Gloss númer 14, Madeleine frá NYX: Ég elska öll ButterGlossin, ég er gjörsamlega ástfangin. Ég er búin að nota nude liti mikið núna á ferðinni & þetta er uppáhalds uppáhalds uppáhalds, passar alltaf við, eitt & sér eða yfir aðra liti, sjúk í þetta. Mjúk sem silki & endast allan daginn!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

UPPÁHALDS Í ÁGÚST

Vörur Mánaðarins

Ég steingleymdi að henda í færsluna vörur mánaðarins fyrir ágúst, bara alveg óvart! En hér kemur hún, vörurnar eru þær sem að ég er búin að vera að nota hvað mest þennan mánuðinn og er búin að taka algjöru ástfóstri við. Voilá!

mynd.tolur

1.Garnier Moisture Bomb tissue mask: Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana og fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru og rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun

2.SKYN Iceland plumping lip gels: Þetta er algjör snilld, ég verð að segja það. Þetta snarvirkar, þetta eru gelpúðar sem þú leggur yfir varirnar í 10 mínútur og örva aðeins blóðflæðið svo að varirnar verða aðeins þrýstnari. Þetta er ekkert vont eða óþæginlegt og varirnar haldast alveg mjúkar eftir þetta. Mér finnst æði að setja þetta áður en ég fer að sofa, svo smá varasalva og vera með ferskar aðeins stærri varir daginn eftir.

3.Crest 3D tannkrem: Þetta er eitthvað sem að ég datt alveg óvart á og er húkkt núna. Ég prófaði að kaupa þetta þegar ég rakst á þetta í Bónus, ég hafði ekki hugmynd um að Crest vörurnar fengjust þar. Ég ákvað að prófa þetta, enda hef ég notað tannhvíttunarstrimlana í gegnum árin og fílað vel. Heyrðu þetta svoleiðis snarvirkar og tennurnar eru þvílíkt ferskar og hvítar, þetta kostar líka bara eitthvað um 400 krónur sem er auðvitað gjöf en ekki gjald í dag.

4.L’Oreal, La Palette Nude í litnum Rosé: Þessi fallega augnskuggapalletta er svo ótrúlega falleg og þæginlegt að þurfa bara hana til að gera flotta augnförðun hvort sem að hún á að vera dramatísk eða mild. Ég er búin að nota hana mikið svona á ferðinni uppá síkastið enda er ég búin að vera mjög upptekin og ekki haft tíma til að dunda mér við að farða mig.

5.Anastasia Beverly Hills Pro Liquid Lipstick í litnum Stripped: Þennan var ég að prófa í fyrsta skipti þegar verslunin Nola launchaði Pro línunni. Þessi er hinn fullkomni NUDE liquid lipstick, helst endalaust á og er fullkominn að mínu mati.

6.L’Oreal Miss Hippie mascara: Þarf ég að ræða þennan meir? SJÚK SJÚK SJÚK í hann og hann er uppáhalds að eilífu AMEN. Þykkir, lengir, svertir, hver þarf gerviaugnhár þegar maður hefur Miss Hippie drauminn.

7.Pink Velvet Choker frá ShopKingSassy: Þessi fallegi choker er fullkominn bæði hversdags og fínt. Hann er fallega bleikur og einfaldur í notkun, hægt að vefja hann einu sinni, tvisvar eða þrisvar eftir því hversu þykkur hann á að vera og það er gaman hvað hann er öðruvísi en allir svörtu sem eru í gangi.

8.Nude Magique Cushion Foundation: Þessi fallegi og létti farði er stórkostlegur ON THE GO, sem er nákvæmlega það sem að ég þarf þessa dagana. Allt í einni dollu, farði sem er kremaður en gefur púðuráferð, púði og spegill.

9.Minu Shampoo frá Davines: Ég sagði ykkur aðeins frá þessari stórkostlegu línu frá Davines um daginn, en eftir að hafa núna notað hana í meira en viku verð ég að segja að ég er SJÚK. Hárið er svo silkimjúkt og fallegt, það þarf varla að greiða í gegnum það því það er svo flókalaust og ilmar svo vel (svo finnst mér algjör plús að lúkkið á línunni er bara ótrúlega fallegt, pastel græn vara í glærum umbúðum með svörtum stöfum og hvítum miða, þetta er hreinlega bara fallegt inni á baði.)

10.Minu Conditioner frá Davines: Ég sagði ykkur aðeins frá þessari stórkostlegu línu frá Davines um daginn, en eftir að hafa núna notað hana í meira en viku verð ég að segja að ég er SJÚK. Hárið er svo silkimjúkt og fallegt, það þarf varla að greiða í gegnum það því það er svo flókalaust og ilmar svo vel (svo finnst mér algjör plús að lúkkið á línunni er bara ótrúlega fallegt, pastel græn vara í glærum umbúðum með svörtum stöfum og hvítum miða, þetta er hreinlega bara fallegt inni á baði.)

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

UPPÁHALDS Í JÚLÍ

FörðunHáriðLífiðVörur Mánaðarins

Kæru lesendur ég biðst innilega afsökunar á því hvað ég er búin að vera lítið dugleg hér, það var sko alls ekki planið.

En þannig er mál með vexti að ég er búin að vera heima með einn mjög lítinn & mjög veikan kút, mikið af sumarplönum & foreldrarnir báðir að byrja að vinna í nýjum vinnum svo mikið gekk á.

En nú er þetta liðið hjá **7,9,13** & nú kem ég inn af fullum krafti. Ég ákvað því að byrja á einni sem að er alltaf skemmtilegt að skrifa, UPPÁHALDS xx

uppahalds2

1.iPhone SE – þvílík lukka lífs míns að geta loksins keypt nýjan og almennilegan síma með myndavél sem flöktir ekki & verður óskýr sama hvað. Ég fékk mér gylltan, hann lítur samt svolítið bleikur út á þessari mynd. Ég er alltaf með hann í glæru hulstri sem ver hann enda er ég brussa mikil & með lítið forvitið kríli í þokkabót.

2.Fit Me Concealer frá Maybelline- ég er sjúk í þennan hyljara, sjúk segi ég & skrifa! Hann er svo léttur & áferðin svo falleg, ég er klárlega orðin fit-me kona eins & svo margar aðrar. Ég nota litinn Light & Sand til skiptis.

3.Color Riche Eyeliner frá L’Oreal – Þessi er frábær til að gera hinn svokallaða “feluliner” sem ég nota óspart enda ljóshærð kona & augnhárin eftir því. Ég nota þennan líka mikið sem grunn undir smokey því að hann er svo mjúkur (fyrir þær sem eru áhugasamar þá er “feluliner” eyeliner sem er gerður með því að nudda mjúkum augnblýant inn á milli augnhárana, sumsé alveg í rótina til að láta augnhárin líta út fyrir að vera þykkari & þéttari ásamt því að ramma augun vel inn.) **Spurning um að ég hendi bara inn kennsluvídjói um það á morgun?

4.Micellar vatn frá Garnier – Þetta vatn er dásamlega þæginlegt & við sem þekkjum vel til & notum það mikið getum grínast með það að þetta er algjört letivatn. Tilvalið fyrir fólk sem nennir alls ekki að eyða miklum tíma í hreinsirútínu eða er bara hreinlega mjög upptekið. Þetta vatn er gætt þeim eiginleika að það ertir hvorki húð né augu & þarf því ekki að skola það af með vatni eftir notkun. Þetta tekur af farða, hreinsar húðina & gefur henni raka allt á sama tíma, JÁ TAKK! Vatnið er til í þremur mismunandi týpum, meðal annars fyrir þurra eða olíukennda húð ásamt því að vera líka komin með hreinsiklúta sem eru stórkostlegir, ég segi ykkur betur frá þeim síðar…

5.Daniel Wellington – Ég var svo heppin að fá svona fallegt úr að gjöf, en ég valdi mér ljósbrúna ól úr sumarlínunni þeirra & silfraða skífu. Ég fékk svo að velja mér eina ól til viðbótar í kaupæti & fékk mér þessa fallegu dökkbláu & hvítu sem er lika úr sumarlínunni þeirra. Ég fékk mér karlkyns úr þar sem að ég fíla betur að vera með úr í stærri kantinum.

6.Tribal Textstyles frá Essie – Þessi fallegi svarti litur með örsmáum glimmerögnum er úr sumarlínu Essie, ég fíla mjög vel nude tóna þegar kemur að naglalökkum en ég er alltaf skotin í glimmeri svo að þessi heillar. Ég er líka svolítið hrifin af því að fara út fyrir rammann & hafa svart naglalakk sem part af sumarlínu, áfram Essie.

7.Eternal Optimist frá Essie – þetta er minn „all time fave“ svo ég sletti smá frá Essie. Hinn fullkomni kaldi bleiki, mildi fallegi tónn sem að mér finnst passa við allt. Ég nota hann mikið með matta yfirlakkinu (Matte About You) & er búin að nota hann eiginlega í allt sumar.

8.Daniel Wellington – Ég var svo heppin að fá svona fallegt úr að gjöf, en ég valdi mér ljósbrúna ól úr sumarlínunni þeirra & silfraða skífu. Ég fékk svo að velja mér eina ól til viðbótar í kaupæti & fékk mér þessa fallegu dökkbláu & hvítu sem er lika úr sumarlínunni þeirra. Ég fékk mér karlkyns úr þar sem að ég fíla betur að vera með úr í stærri kantinum.

9.Gucci Diaper Bag – Æjj ég er svo heppin að eiga smart vinkonur sem passa uppá það að ég verði sko aðalskvísan þegar ég dröslast með krílið í Kringluna. Þessi fallega Gucci skiptitaska fylgir mér hvert sem ég fer & sérstaklega á sumrin þegar að við erum mikið að ferðast & stússast. Það kemst allt í hana & svo er hún náttúrulega alveg stórkostlega falleg..

10. RayBan pilot – Þessi gleraugu fékk ég mér í Boston árið 2012 & eru alltaf í miklu uppáhaldi, mátulega dökk, með ljósri umgjörð svo að þau eru einstaklega flott á sumrin. Þau eru létt, smart & eru búin að tóra á nefinu í mér í langan langan tíma án þess að það sjái á þeim.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Uppáhalds í Júní..

FörðunVörur Mánaðarins

Ég elska að taka saman hluti í uppáhalds flokkinn, stundum eru það einungis snyrtivörur en stundum er það bara hitt & þetta sem að ég er búin að nota mikið uppá síkastið.. Þessir hlutir hafa staðið uppúr í júní & verið ofnotaðir…

fav.2

1.Choker frá Shop King Sassy – amazing þykkur velúr choker sem passar við allt!

2.Tinted gradual tan frá St.Tropez, ég var búin að ræða þennan við ykkur í sérfærslu.
Dásamlegt brúnkukrem sem að hentar öllum & er frábær fyrir fallegar sumarnætur..

3.St.Tropez Luxury Dry Oil, þessi er dásamleg, algjör lúxusvara sem að gefur himneskan gljáa á húðina. Þornar hratt & klístrast ekki, must have á lappirnar  & bringuna að mínu mati, geri færslu um þetta síðar, ég lofa!

4.Lasting Finish by Kate númer 45 frá Rimmel London, dásamlegur nude litur sem endist vel. Fullkomlega kaldur tónn sem að hentar einstaklega vel núna þar sem að ég er með kaldan lit í hárinu í augnablikinu.

5.Miss Hippie maskarinn frá L’Oreal, þessum gaf ég líka heila færslu. Mæli með að þið skoðið hana, hann er frábær! xx

6.http://trendnet.is/steinunnedda/uppahalds-brunkan/Master Plan naglalakkið frá Essie, dásamlegur og bjartur litur sem ég er búin að nota mikið með möttu yfirlakki xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx