fbpx

UPPÁHALDS Í SEPTEMBER…

FörðunVörur Mánaðarins

Jæja þá er komið að hinni mánaðarlegu „Uppáhalds“ færslu hjá mér á TRENDNET. Uppáhalds að þessu sinni er aðeins í styttri kantinum, þar sem að hún inniheldur hluti sem hafa verið í töskunni minni síðasta mánuðinn ÁN ÞESS AÐ VÍKJA. Það eru auðvitað fleiri hlutir sem að ég hef elskað í september, en þessir fastagestir í veskinu verða að fá sérfærslu.

numerin

1.Black Peony, ilmvatn frá Zara: Fyrsta ilmvatnið mitt var frá Zara. Neongræn löng flaska með glimmerögnum í, er einhver að tengja? Aldrei hélt ég að leiðin myndi liggja aftur þangað en viti menn þegar ég var að kippa með mér fallegum bol þaðan í síðasta mánuði rakst ég á tilboð sem að ég gat ekki hafnað. Ilmvatnsglas á 1990 krónur & sérstakur lítill stautur með “roll”on enda í sama ilm sem er hægt að taka með í töskuna á 900 krónur, þetta er gefins. Núna er ég hæstánægð með kaupin & elska ilminn.

2.Miracle Complexion Sponge frá Real Techniques: Dásamlegur svampur sem þarf vert að kynna, mýkir áferð farðans, fullkominn í hyljara & hin fullkomna förðunarvara til að grípa með sér í veskið til að lagfæra aðeins á ferð.

3.Take Me To Thread, gellakk (Gel Couture) frá Essie: Dásamlega fallegur litur sem svipar til uppáhalds Lady Like í klassísku lökkunum, þessi er samt aðeins dýpri & dekkri en sama litapalletta. Gel Couture litirnir eru himneskir að mínu mati enda hef ég engan tíma til þess að vera stöðugt að lagfæra naglalakkið, en þessi lökk með rétta yfirlakkinu sem einnig er í línunni endast í 2 vikur, FULLKOMIN <3

4.Model Chics, gellakk (Gel Couture) frá Essie: Dásamlega fallegur litur sem svipar til uppáhalds BahamaMama í klassísku lökkunum, þessi er samt aðeins dýpri & dekkri en sama litapalletta. Gel Couture litirnir eru himneskir að mínu mati enda hef ég engan tíma til þess að vera stöðugt að lagfæra naglalakkið, en þessi lökk með rétta yfirlakkinu sem einnig er í línunni endast í 2 vikur, FULLKOMIN <3

5.Highlight & Contour Pro Palette frá NYX: HÆ FEGURÐ! Hvar er þessi palletta búin að vera allt mitt líf? Ég þoli ekki ofurýktar kremkenndar highlight & contour farðanir en viðurkenni þó að ég skyggi algjörlega nefið mitt & kinnbein dagsdaglega. Þetta er því fullkomin lausn, létt & náttúruleg áferð, sama niðurstaða! YESS

6.Butter Gloss númer 14, Madeleine frá NYX: Ég elska öll ButterGlossin, ég er gjörsamlega ástfangin. Ég er búin að nota nude liti mikið núna á ferðinni & þetta er uppáhalds uppáhalds uppáhalds, passar alltaf við, eitt & sér eða yfir aðra liti, sjúk í þetta. Mjúk sem silki & endast allan daginn!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Á MORGUN!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Arna

  6. October 2016

  Hvað heitir liturinn á NYX ButterGlossinu?

 2. Svart á Hvítu

  6. October 2016

  Mjög næs allt saman… en ein spurning með svampinn, þarftu ekki að nota neina vöru með honum til að lagfæra fésið?:) Eða er ég að nota minn alveg vitlaust.
  -Svana

  • Steinunn Edda

   7. October 2016

   Nei þess þarf ekki :) – Hægt að bleyta hann bara örlítið og dúmpa yfir húðina þá verður allt miklu ferskara, eða nota hyljara með eins & ég nefndi <3

 3. Hrefna Dan

  6. October 2016

  VÁ! ég hugsaði það nákvæmlega sama og Svana.. er ég að nota minn vitlaust? :)

 4. Sigrún

  8. October 2016

  Takk fyrir skemmtilegt blogg! Finnst ilmvötnin frá Zöru algjör snilld var alltaf lika með lítið ilmvatns-roll on í töskunni. Mæli með því að passa hvar þau eru geymd í töskunni þar sem glerið er mjög þunnt. Allavega ilmuðu öll verkefni sem voru í töskunni minni sími og fl voðalega vel eftir að þetta splundraðist ( Samt í hliðarhólfi vel varið )