GAMLIR HLUTIR GERÐIR UPP

Heimilið

Ég elska að kíkja í Góða Hirðinn & gera góð & öðruvísi kaup. Oftar en ekki næ ég að finna eitthvað sem að ég tel vera algjöra perlu sem ég geri svo örlítið upp! Ég er þó ekki alltaf í stuði fyrir einhverjar rosalegar framkvæmdir & stundum eru verkefnin bara lítil & einföld.

Það var tilfellið í þetta skiptið, en ég keypti sæta viðarlitaða basthillu á litlar 1.500 krónur, þreif hana & sprittaði, gurnnaði & málaði hana hvíta & hengdi upp í herbergi stráksins míns. Ég er svo ótrúlega sátt við hana & finnst hún ótrúlega sjarmerandi.

mynd8

…………………………………………………………………………………………………………………………………………….

Fánalengjan er úr Sösterne Gröne & kostaði undir 300 krónur minnir mig, ég klippti bara aðeins af henni & límdi í sitthvoran endan á hillunni…

Nú er hún algjör demantur í þessu herbergi en verkefnið tók mig um það bil 3 klukkustundir í heildina, grunninn & málninguna átti ég frá því að það var málað hérna heima hjá okkur svo að ég myndi segja að þetta væri mjög vel sloppið…

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

LYFJASKIL – TAKTU TIL! #LYFJASKIL

BarniðHeimiliðLífið

Ég er að taka þátt í mjög mikilvægu verkefni þessa dagana á vegum Lyfjastofnunar sem ber heitið Lyfjaskil – Taktu til!“.  Átakið/verkefnið stendur yfir dagana 2.-10 mars & er í raun ákveðin vitundarvakning fyrir almenning, ég viðurkenni það að ég líklega eins & svo ofboðslega margir aðrir hafði áður ekki spáð mikið í því hvernig lyf & vítamín voru geymd á mínu heimili, en þegar Lyfjastofnun hafði samband við mig & bað mig að taka þátt í þessu verkefni ákvað ég að skoða þetta málefni aðeins betur. Rannsóknir & staðreyndir sem mér voru útvegaðar voru vægast sagt sláandi & ég ákvað að taka þátt í þessu mikilvæga átaki strax.

alternative-poster

Nokkrar staðreyndir (fengnar eftir skoðanakönnun á vegum Lyfjastofnunar Íslands): 
*Tæp 7% aðspurðra geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp.*
*Þriðjungur svarenda hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.*
*Tæp 70% telja sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf*
*En einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika.*
*Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn vegna eitranatilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans*
*Á árinu 2015 varðaði um fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana  börn 6 ára og yngri.*

Staðreyndin sem að ég hef feitletraða SLÓ MIG vægast sagt & er án efa ástæðan fyrir því að ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í þessu átaki. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem að við eigum í öllum heiminum & þau eru okkar ábyrgð. Þetta er svo einfalt, taktu til reglulega í lyfjaskápnum & hafðu ÖLL lyf í læstum lyfjaskáp, fjarri augum & höndum (& þar af leiðandi munni) barnal, það gæti hreinlega bjargað lífi.

Um átakið segir:

“Fjöldi fyrirspurna sem berast Eitrunarmiðstöðinni vegna lyfjaeitrana hjá börnum sýna að börn komast hættulega mikið í lyf í heimahúsum og það er full ástæða til að taka á því” segir Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Lyfjastofnun.

Lyfjastofnun fer af stað með átakið Lyfjaskil – taktu til! í byrjun mars. Átakið miðar að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á íslenskum heimilum og efla skil á ónotuðum lyfjum til eyðingar í apótek.“

Verkefnið er einfalt, áhrifaríkt & getur hreinlega verið gefandi þar sem að samtvinnað átakinu höfum bæði ég & Lyfjastofnun í samstarfi við IKEA, Eirberg & Íslandsbanka farið af stað með leik. Leikurinn snýst um það að taka mynd af þér & þínum að gera eitthvað af eftirtöldu: Taka til í lyfjaskápnum, fara með lyf til eyðingar eða geyma lyf á öruggan hátt í læstum lyfjaskáp & merkja myndina með #lyfjaskil á einhverjum af eftirfarandi samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram eða Twitter) & þú gætir unnið 5.000 króna gjafabréf hjá verslunum Eirberg, lyfjaskáp frá IKEA & að lokum 50.o00 króna gjafabréf hjá Íslandsbanka.

Myndirnar birtast undir “hashtagginu” á facebooksíðu Lyfjastofnunar  & á hverjum degi er ein mynd valin & vinnur sú mynd 5.000 króna gjafabréf hjá Eirberg, ég mun svo velja þrjár af mínum uppáhaldsmyndum til þess að fá að gjöf þar til gerðan lyfjaskáp frá IKEA & að lokum verður ein mynd valin sem vinnur 50.000 krónur hjá Íslandsbanka.

Mig langar því að hvetja ykkur ÖLL (ekki bara þau sem eru með lítil kríli á heimilinu, afar, ömmur, frænkur, frændur ALLIR) til að taka til í sínum lyfjaskáp, losa sig við það sem er ekki í notkun með því að fara með það til eyðingar í apótekum & geyma að lokum öll lyf í læstum lyfjaskáp fjarri augum & höndum barna. ÞAÐ ER TIL MIKILS AÐ VINNA…

Hér er mitt framlag til að sýna ykkur aðeins hversu einfalt þetta er:

17103587_10211890402443811_4401286041112988946_n
„Nú er barnið mitt aðeins öruggara á eigin heimili ? èg hvet ykkur öll til að taka þátt! #lyfjaskil

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

facebook-profilepicture gatlisti skiladu-thessum-lyfjum-til-eydingar thad-er-svona-einfalt-ad-taka-til
……………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

Ég hvet ykkur til að lesa greinarnar & kynna ykkur málið á heimasíðu átaksins www.lyfjaskil.is & taka svo þátt í leiknum!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

HANN ER LOKSINS TILBÚINN: FALLEGI BLÁI VEGGURINN MINN!

Heimilið

Þetta var aldeilis LÖNG fæðing, en ég skal sko segja ykkur það, (þið sem eigið krefjandi börn vitið þetta auðvitað) en það er enginn barnaleikur að mála tvo veggi í sterkum lit með einn 1 árs sem þarf athygli allar sekúndur dagsins á sama tíma & maður reynir að vinna, blogga & bara vera til. En ég á svo stórkostlega tengdamömmu sem nennti eflaust ekki að hlusta á mig röfla um hvað mig langaði ótrúlega mikið að klára að mála veggina bláa svo að hún bara henti sér í málningargallann, kíkti yfir til mín & rúllaði þessu upp með mér bókstaflega.

En aðeins að ferlinu, ég ákvað fyrir mörgum mánuðum síðan að mig langaði að mála vegginn bláan, á meðan ég bjó enná í Danmörku en vissi þó að ég væri að fara að flytja í þessa fallegu íbúð þegar ég kæmi heim, en ég var mjög meðvituð um fallegu listana sem eru í íbúðinni ásamt því að vita að fyrri eigendur ætluðu að skilja eftir fallega “kristalsljósakrónu” í stofunni þegar þau myndu flytja, ég byrjaði því að skoða liti. Ég pinnaði & pinnaði (á Pinterest) allskonar bláa liti & var orðin nokkuð örugg með hvernig lit ég væri að leita að. Næsta skref var að finna út hvar væri best að kaupa málninguna, ég spurðist mikið fyrir í kringum mig & tók eftir því að flestir sem ég þekki höfðu ótrúlega góða reynslu af versluninni Sérefni sem flestir þekkja enda virt & falleg verslun í Síðumúlanum. Ég setti mig því í samband við verslunina & hitti þau stuttu seinna.


14696864_10210501018110071_1546660855_n 14686026_10210501018070070_473788388_n

Ég verð að segja að þjónustan var gjörsamlega til fyrirmyndar, ég fékk góðan tíma með miklum fagmönnum & fagurkerum sem gáfu mér alla sína athygli & gerðu allt sem þau gátu til að finna rétta litinn sem að ég var að leita að með því að fletta í blöðum & skoða myndir á netinu samhliða litaprufum sem voru til í versluninni. Við miðuðum saman við litinn á parketinu mínu & með hjálp þeirra fann ég loksins draumalitinn. Það voru allir ótrúlega vinalegir & vildu gera þetta ferli skemmtilegt & auðvelt á sama tíma svo að þau gáfu mér mörg góð ráð sem nýttust okkur ekkert smá vel þegar kom að því að mála. Ég labbaði út með 3 lítra af fallegu bláu málningunni minni, tvo flotta pensla, eina stóra rúllu, tvær litlar rúllur, málningarteip & bakka, ég var heldur betur til í slaginn.

14642746_10210501018310076_1075779699_n

Málningin er auðvitað mjög litsterk & þessvegna þarf að passa að allar línur séu hreinar & þar kemur málningarteipið sterkt inn. Við pössuðum að líma í öll horn & á alla kanta, upp við lista & í kringum innstungur. Síðan notuðum við gott tips, en það er að setja smá af hvítri/ljósri málningu yfir kantinn á teipinu svo að endinn lokist alveg & þá blæðir málningin ekki undir & línan verður alveg skörp. Við leyfðum þessu að þorna vel, notuðum svo penslana sem eru ÆÐI til að fara yfir endan á teipinu sem að var búið að setja hvítt yfir, í kringum allar innstungur yfir nagla & misfellur & í öll horn & uppvið lista. Næst ákváðum við að vinda okkur í fyrstu umferð með stóru rúllunni sem gekk ekkert smá vel, málningin er auðveld í vinnslu, þekur vel & það er nánast engin lykt af henni.

14643079_10210501018030069_450814280_n 14699921_10210501017670060_1280168924_n

14686674_10210501018790088_1665265276_n14686402_10210501017830064_1703088137_n

Heimasíðu Sérefna er hægt að skoða hér.
Facebooksíðu Sérefna er hægt að skoða hér.

Litinn er hægt að nálgast hjá sérefnum en hann er undir mínu nafni,  hann er svo fallegur að mig langar að borða hann! Ég hef fengið svo endalaust mikið af skilaboðum & fyrirspurnum um litinn svo að ég vona að þið drífið ykkur ÖLL í Sérefni & nælið ykkur í fallegan bláan lit fyrir haustið!

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Á MORGUN!

BarniðHeimilið

Á morgun fer í sölu nýjasta safn Mrs Mighetto í Petit á Suðurlandsbraut & á heimasíðu verslunarinnar Petit.is. Nýjasta safnið ber nafnið”Circus Mighetto” og inniheldur sex einstaka karaktera, hver með sína sögu að segja.

Líkt og venjulega er um takmarkaða útgáfu að ræða & mun verslunin ekki fá fleiri sendingar. Ég var svo hrikalega heppin að næla mér í eina mynd í þetta skiptið, (ég missti af þeim síðast) & ég er svo glöð! Myndirnar eru svo fallegar, vandaðar & einstakar, það er fátt fallegra til að prýða barnaherbergi verð ég að segja.

Ég var akkúrat í Petit að versla mér fallega steingráa himnasæng fyrir hann Sigga & myndin sem ég fékk mér passar fullkomlega við. Ég átti mjög erfitt með að velja enda hver einasta mynd einstök & heillandi en ég að lokum valdi mér ljónið.

Við vorum byrjuð að hengja upp þegar Siggi ákvað að vera mjög ósáttur & þreyttur þannig að verkefnið var pásað. Það verður þó klárað í fyrramálið svo að ég sýni ykkur á Snapchat/Instagram nú eða hér hvernig þetta lítur út allt saman.

Dear-Lion-576-620x742

Eins & ég sagði áður hefur hver persóna sína sögu en hér er saga ljónsins:
„Dear Lion. Strax á unga aldri óx á litla ljóninu glæsilegt fax. Faxið var flæðandi, með fullt af gylltu, skínandi hári sem flökti í vindinum. Vegna þess að þykkt, fallegt hár var svolítið skrítið á litlu stelpunni ákvað flokkurinn hennar að skilja hana eftir við dyr Sirkussins. Núna er hún konungur Sirkussins, glöð og stolt af stórkostlega glitrandi hárinu sínu.“

Ég mæli með því að láta þetta ekki framhjá þér fara, enda ótrúlega fallegt & einstakt verk á heimilið, en salan hefst á morgun 6.október. Myndirnar kosta 8.990 <3

**Athugið sérstaklega stærðir þegar pantað er á netinu þar sem að myndirnar eru ekki allar í sömu stærð.**

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

BLÁR VEGGUR.. 

Heimilið

Hèr á bæ eru miklar breytingar í gangi í formi litar, ótrúlega spennandi. Èg hlakka til að sýna ykkur allt ferlið & lokaniðurstöðuna en þetta er útsýnið í augnablikinu.. Nú erum við fjölskyldan á leiðinni uppí sumarbústað & umferð eitt af fallega bláa litnum þornar á meðan.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne xx 

NÝTT & NOTAÐ

Heimilið

Þessi dásamlega fallegi antíkbleiki stóll fékk að koma heim með mér úr Góða Hirðinum í vikunni. Ég er svo glöð með hann að ég á ekki til orð. Hann er  ótrúlega vel með farinn,  fallegur & passar svo dásamlega fallega við dökkbláa vegginn sem að verður fyrir aftan hann vonandi fyrr en síðar.

2500 krónur var verðið sem að ég borgaði fyrir þetta fallega húsgagn sem er fullt af sál & ég verð að segja að það eru rosalega góð kaup, mæli með Góða Hirðinum..

 

stoll

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne xx

Blár veggur

Heimilið

Nú þegar að við erum á fullu að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni þá eru auðvitað allskonar hugmyndir sem koma upp varðandi hvernig maður vill hafa allt. Ég er búin að vera sjúk í það að mála einn vegg bláan, ég er ekki alveg ákveðin í hvaða litatón ég myndi vilja hafa hann, en sé að ég er spenntust fyrir einhversskonar d0kkbláum. Ég hugsa að ég myndi vilja hafa hann í stofunni eða borðstofunni, jafnvel svefnherberginu? Eins og þið sjáið er ég mjög ákveðin… Hér eru nokkrar myndir sem að heilla… Ætti maður?

 

mynd mynd1 mynd2 mynd3 mynd4 mynd5 mynd6 mynd7 mynd8mynd11

 

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Flutningar

HeimiliðLífið

Ég er með nefið ofan í töskum & kössum þessa dagana, enda vorum við litla fjölskyldan að flytja á klakann síðasta þriðjudag. Við erum á fullu að koma okkur fyrir sem að tekur venjulega smá tíma, en einstaklega mikinn tíma með lítinn 8 mánaða gutta sem að þarf stöðuga (dásamlega) athygli. Þetta er þó allt að ganga upp þó að þetta gangi hægt & ég er rosalega spennt fyrir því að sýna ykkur nýju fínu íbúðina okkar. Þið afsakið því bloggleysið síðustu daga, nú er allt að rúlla & ég ætla að koma sterk inn eftir helgi. Njótið veðurblíðunnar kæru samlandar, ég elska að geta kallað ykkur það núna. HEIMA ER BEST xx

13335632_10209264755124269_3357519050684549789_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Rólu í mína stofu – Já takk!

Heimilið

Það er eitthvað við þessar innirólur sem hefur alltaf heillað mig, mig hefur langað í svona í langan tíma en aldrei átt heimili sem að getur tekið á móti einni slíkri. Nú þegar flutningar eru að bresta á & mikil spenna komin í mannskapinn þá er ekki seinna vænna en að byrja að dreyma & hugsa um allt sem að manni hefur langað að gera hingað til (já ég veit að ég er bara 25 ára). Ég sé hana fyrir mér stútfulla af kósí púðum, gærum & teppum. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með flutningunum, breytingunum & þegar ég skapa lítið barnaherbergi fyrir Sigga minn, en flutningarnir verða eftir hálfan mánuð! En nú er mín spurning til ykkar kæru lesendur, hvar fæ ég svona fínt? Hvar er besta úrvalið? Deilið með mér ykkar skoðunum endilega, ég tek þeim fagnandi. En eitt er víst, ég þarf rólu í mína stofu, já takk!

mynd1mynd3 mynd4mynd5mynd6mynd7

Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne

xx