MEISTARAMÁNUÐUR: ÉG HEF EKKI TÍMA // HEIMAÆFINGAR

LífiðLíkaminnMyndbönd

Ég er ein af þeim sem virðist aldrei hafa tíma til að fara í ræktina, ég er ekki mikið fyrir tækjasalinn & leita því yfirleitt frekar í tíma með kennara. Ég verð þó að viðurkenna að ég lendi oftar en ekki í því að beila því að sá tími sem að mig langar í er ekki á tíma sem að hentar mér fullkomlega.

Ég viðurkenni líka að stundum finnst mér heilmikið ferli að melda mig í tíma, klæða mig í ræktarföt, blanda mér Amino, koma mér út í bíl, keyra á staðinn.. þið þekkið rest. Stundum er ég í biluðu stuði fyrir þetta en stundum bara ALLS EKKI, tengið þið? Ég er líka ein af þeim sem myndi aldrei láta mér detta það til hugar að vakna á undan barninu mínu til að fara í ræktina, einnig langar mig ekki í ræktina þegar ég fæ loksins að eyða tíma með honum eftir vinnu & dagforeldra & á kvöldin er ég hreinlega bara aðeins of þreytt! (stundum auðvitað ekki alltaf)

En núna er Meistaramánuður & mig langar að standa mig vel, svo ég hunskast nú oftar en ekki með vinkonum mínum í tíma en það sem að mér finnst frábær kostur eru HEIMAÆFINGAR. Ég vinn mikið heiman frá & hentar þetta því fullkomlega fyrir mig & ég er mjög hrifin af þessu eftir að hafa mikið notað þetta í fæðingarorlofinu. Ég er að jafna mig ennþá 16 mánuðum síðar eftir tvær risastórar aðgerðir, að koma mér aftur í form, hef ekki tíma & gleymi oft að borða, þetta er hrikaleg blanda sem að ég er að reyna að breyta & besta vinkona mín í öllu þessu er hún Tracy Anderson, þið þekkið hana mörg, mögulega öll. Þessar æfingar eru snilldin ein heima í stofu, ég á ekkert nema jógadýnu & dreg hana fram, skelli myndbandinu í sjónvarpið & tek stutta & góða æfingu akkúrat þegar stuðið kemur yfir mig! Ástæðan fyrir því að ég elska Tracy er sú að ég elska að dansa & hún gerir nákvæmlega.  Ég mæli svo innilega með, gleðilegan föstudag, gleðilegan Meistaramánuð! xx

Myndband: Tracy Anderson, Youtube

……………………………………………………………………………………………………………………………………………………

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne

xx

MÍNAR KRULLUR – KENNSLUMYNDBAND

HáriðMyndbönd

Það gleður mig svo ótrúlega mikið að geta loksins sagt að myndbandið er KOMIÐ. Eftir yfir 20 skilaboð á nánast hverjum degi sama á hvaða miðli það er þar sem óskað er eftir þessu blessaða myndbandi dreif ég loksins í því & náði að vinna það.

16652685_10211676588138587_170761833_n

Hér er það því mætt loksins á Trendnet! Þetta er lengsta vídjó sem að ég hef gert hingað til, en mér fannst þið verðskulda það elsku lesendur að fá þetta eins ítarlegt & hægt var án þess að það yrði flókið!

……………………………………………………………………………………………………………..

Vörurnar sem að ég nota í myndbandið:
Rod VS3 iron keilujárn frá HH SIMONSEN
Extraordinary Clay Dry Shampoo frá Elvital, L’Oreal
Elnett Satin HairSpray frá L’Oreal

Og fyrir þá allra áhugasömustu…..Makeup:
Double Wear Cushion Stick Foundation frá Estée Lauder
Naked Skin consealer frá Urban Decay
Liquid Lipstick Butterscotch Brittle frá LA Splash (Haustfjörð.is)
De-Slick Makeup Setting Spray frá Urban Decay

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

RÚSTRAUÐ AUGNFÖRÐUN MEÐ SMASHBOX – MYNDBAND

FörðunMyndbönd

Ég ákvað að skella í smá myndband með nýrri augnskuggapallettu sem ég var að fá að #gjöf frá Smashbox. Hún er ofboðslega falleg & ég sé fram á að nota hana rosalega mikið. Myndbandið er eins & venjulega stutt & einfalt, vonandi getur einhver nýtt sér þetta jafnvel fyrir helgina! xx

16195283_10211562502886527_8933720051079306295_n 16358538_10211562508686672_1427044590_n

Pallettan heitir “Ablaze“ & er partur af CoverShots pallettunum frá Smashbox sem eru allar stórkostlega fallegar. Umbúðirnar eru svo líka ekkert smá skemmtilegar en þær breytast eftir því hvernig horft er á þær, ég fékk smá Deja Vu þegar ég sá þetta & mundi eftir skemmtilegum spjöldum sem að maður safnaði í “gamla daga“….

11302016_sm_cover_shot_family_7ps_covershots_ablaze_halfopen_cmyk_final

…………………………..
Sölustaðir Smashbox eru:
Kjólar og Konfekt
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Kringlan
Hagkaup Holtagörðum
Lyf og Heilsa – Glerártorgi
Lyf og Heilsa – JL húsið
Apótek MOS
Snyrtistofan Lipurtá
Gallerí Útlit
Snyrtistofan Lind
Snyrtihofið snyrtistofa, Vestmanneyjum

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne

xx

Var ég búin að segja ykkur frá þessum? Double Wear frá Estée Lauder

FörðunMyndbönd

Ég verð að segja ykkur frá snilldar farða. Þennan þekki ég & vonandi margar vel en hann er svo vanmetinn að hálfa væri hellingur, hann er nefnilega í einu orði frábær! Ég starfaði um tíð sem förðunarfræðingur fyrir virta snyrtivörumerkið Estée Lauder þegar ég bjó í Kaupmannahöfn frá 2014-2016. Ég vann á einu stærsta “counterinu“ eins & það er kallað í Magasin Kongens Nytorv alveg við strikið í miðbæ Kaupmannahafnar. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími uppfullur af fróðleik & allskyns uppákomum en ég kynntist Double Wear farðanum alveg sérstaklega vel & hann varð minn daglegi farði á þessum tíma, nú skal ég segja ykkur afhverju.

Þið sem þekki Double Wear vitið auðvitað nákvæmlega hvað ég er að fara að segja en fyrir ykkur hin þá bara verð ég að segja ykkur frábæru kosti farðans.

Númer eitt: Hann endist & endist & endist & ENDIST. Hann hefur 15 tíma endingu meira að segja í miklum raka (veðri, ræktinni, osfrv.) Ég til að mynda hjólaði í vinnuna um hásumar, kasólétt í steikjandi hitanum í Kaupmannahöfn, vel rauð í framan & sveitt en það sást engan veginn þar sem að ég hafði sett á mig DW (það er styttingin mín á Double Wear) um morguninn. Ég vann stundum í 10 tíma standandi inni í þungu óloftræstu lofti með endalaust af ljósum, ilmvötnum & tilheyrandi ógeði í kringum mig (líka ólétt að svitna extra útaf hormónum) hjólaði svo heim mögulega í rigningu, þreif hann af áður en ég fór að sofa & það var hreinlega eins & ég væri nýbúin að setja hann á. MAGNAÐ! Þessi er þess vegna fullkominn fyrir alla sem þurfa að líta ótrúlega vel út allan daginn & hafa jafnvel ekki tíma eða aðstöðu til þess að laga eitt eða neitt. Þessi mun t.d. vera númer eitt hjá mér þegar ég fer að fljúga með Icelandair í sumar, langar vaktir í allskonar lofti & ég vil líta vel út, BINGÓ!

Númer tvö: Hann er olíulaus en nærir þó húðina, hann er rakagefandi, ilmefnalaus & ofnæmisprófaður svo að hann hentar bókstaflega öllum, hann sest ekki í línur, hann þurrkar ekki upp húðina, þannig að hann hentar ótrúlega vel við hvaða tilefni sem er, góð þekja án þess að vera þykk!

Númer þrjú: Hann smitast ekki í föt, hversu mikil snilld samt, í alvöru? Ég er ein af þeim sem meika ekki að setja EKKI farða aðeins niður á háls þó svo að ég sé menntaður förðunarfræðingur & noti farða sem passar við mig & allt það, þá finnst mér líka rosalega slæmt að sjá mikinn mun á áferð húðarinnar á hálsinum & svo andlitinu, þess vegna set ég alltaf smá niður á háls. En nú þegar rúllukragabolir eru að yfirtaka allt hef ég oftar en einu sinni staðið mig að því að vera í stresskasti hvort að það sé mögulega eitthvað búið að klínast í kragann, því það er fátt verra. Þessi smitast ekki & það er hægt að leggjast á hvítt koddaver án þess að nokkuð fari í koddann sjálfan.

Afhverju er ég að deila þessu með ykkur núna? Af því að ég elska ykkur, svo einfalt er það! Mig langar að segja ykkur frá þessum farða & sýna ykkur hvernig hann virkar & er á húðinni & alla frábæru kostina sem að hann hefur. Nú standa yfir Double Wear kynningardagar í Lyf&Heilsu Kringlunni dagana 12.-14.janúar þar sem að þið getið keypt alla Double Wear farða á 20% afslætti ásamt því að fá flottan kaupauka með öllum keyptum Estée Lauder vörum, plís ekki láta þennan framhjá ykkur fara, hann er svo æðislegur!

Ef þið viljið vita meira & sjá hvernig hann lítur út “in real life“ mæli ég með að horfa á vídjóið hérna fyrir neðan & adda mér á Snapchat: steinunne ég er að blaðra allskonar þar inná líka xx

…………………………

Þið finnið mig á Snapchat&Instagram undir:
steinunne
xx

ÁRAMÓTA MAKEUP – KENNSLUVÍDJÓ **

FörðunMyndbönd

Jæja loksins tókst það! Er meira & minna búin að vera að reyna að koma þessu vídjói inn í allan dag en tæknin var eitthvað að stríða mér! Ég ákvað að leyfa vídjó-inu aðeins að tala fyrir sig enda tala ég aðeins í því & setti inn útskýringar, en í stuttu máli: einfalt áramótalúkk með metal áferð í staðinn fyrir glimmer, það er nóg af vídjóum um það, langaði að breyta aðeins til.

Hér  hafið þið það, mitt áramótalúkk <3

………
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

GLEÐILEGT NÝTT ÁR 

Auðveld Highlight & Contour rútína – MYNDBAND

FörðunMyndbönd

Ég ákvað að skella í létt myndband á þessum fallega föstudegi með uppáhaldsförðunarvörunni minni í augnablikinu Higlight & Contour Pro Palette frá NYX, hún er ótrúlega einföld í notkun, ódýr, falleg & gefur lífinu lit. Pallettan fæst í NYX búðinni í Kringlunni en í þessu vídjói sýni ég mína “daglegu” rútínu með henni yfir létt CC krem og hyljara. Ég er með ferskan grunn enda nýbúin í Spreytani hjá dásemdunum á Snyrtistofunni Garðatorgi & með ferskar brúnir & augnhár eftir Thelmu hjá Guðmundsen Beauty.

Ekki hika við að senda mér línu ef það er eitthvað sem að þið eruð að hugsa eða spurningar varðandi vídjóið, pallettuna, spreytanið eða litunina & plokkunina. GÓÐA HELGI! xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

MAKEUP VÍDJÓ – NYX OPNAR 1.OKTÓBER!

FörðunMyndbönd

Það hefur varla farið framhjá mörgum að NYX opnar sína fyrstu Flagship verslun í Hagkaup, Kringlunni laugardaginn 1.október næstkomandi. NYX er búið að vera á blússandi siglingu eftir að nýjir eigendur tóku við með breyttum áherslum & ótrúlega flottum nýjungum sem hafa slegið í gegn hjá förðunar/vídjóbloggurum út um allan heim.

Það er því ótrúlega skemmtilegt að geta sagt frá því að merkið með þessum nýju áherslum verði loksins fáanlegt á Íslandi, en eins & ég sagði hér í upphafi mun ný & glæsileg verslun opna næsta laugardag (ég bilast úr spenningi). Ég ákvað því að skella í eitt eldsnöggt heimagert vídjó, ég vona að þið verðið ekki sjóveik, ég var ekki með stand & varð því að halda á myndavélinni allan tímann haha.

Vörurnar sem að ég notaði eru: 
NYX Jumbo EyePencil í litnum 625 Sparkle Nude
NYX Highlight & Contour Pro Palette
NYX Soft Matte Lip Cream númer 16 

14463912_10210333271916521_644716696_n14483693_10210333280236729_1330262597_n14502046_10210333271956522_158517776_n14508563_10210333271876520_1249067128_n

Ég er búin að vera að leika mér aðeins með vörurnar sem verða fáanlegar & ákvað að skella í stutt makeupvídjó með flottum nude vörum & því sem að ég held að muni gjörsamlega slá í gegn „Highlight & Contour Pro Palette“ pallettunni sem að er bókstaflega allt sem að maður þarf til að búa til flawless áferð á húðina & fullkomna beinabyggingu (mmmmhmmm). Endilega skoðið & segið mér hvað ykkur finnst, ég er allavega bilaðslega spennt! xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir: 
steinunne 
xx 

EINFALT MAKEUP – VÍDJÓ

Myndbönd

Jæja góðir hálsar, ég ákvað að skella í eitt ótrúlega “snöggt“ & einfalt makeup-lúkk þennan fallega þriðjudag. Ég vildi sýna ykkur hvað það er auðvelt að gera “full makeup“ með bara nokkrum vörum & það tekur enga stund. Ég ákvað að vera ekkert að blaðra & láta það ganga bara frekar hratt & smurt fyrir sig til að þið þyrftuð ekki að góna alltof lengi á mig.

Vörur:
Nude Magique Cushion Foundation frá L’Oreal
Glam Bronze Cushion De Soleil frá L’Oreal
True Match Super Blendable Perfecting Concealer frá L’Oreal
Nude Magique BB Powder frá L’Oreal
Glam Bronze La Terra sólarpúðrið frá L’Oreal
Color Riche La Pallette Nude í litnum ROSÉ frá L’Oreal
Mega Volume Collagene 24 maskarann frá L’Oreal
Color Sensational varablýant númer 540 frá Maybelline
Color Sensational varalit númer 342 „Mauve Mania“ frá Maybelline
Gloss númer 208 „Flash Dance“ frá L’Oreal

**Real Techniques Svampinn til að blanda**
**Multi Task Brush frá Real Techniques fyrir púðrið**
**Bold Metals bursta númer 203 & 200 frá Real Techniques**

Ekki hika við að senda mér línu eða kommenta fyrir neðan ef að þið hafið einhverjar spurningar xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx