fbpx

MEISTARAMÁNUÐUR: ÉG HEF EKKI TÍMA // HEIMAÆFINGAR

LífiðLíkaminnMyndbönd

Ég er ein af þeim sem virðist aldrei hafa tíma til að fara í ræktina, ég er ekki mikið fyrir tækjasalinn & leita því yfirleitt frekar í tíma með kennara. Ég verð þó að viðurkenna að ég lendi oftar en ekki í því að beila því að sá tími sem að mig langar í er ekki á tíma sem að hentar mér fullkomlega.

Ég viðurkenni líka að stundum finnst mér heilmikið ferli að melda mig í tíma, klæða mig í ræktarföt, blanda mér Amino, koma mér út í bíl, keyra á staðinn.. þið þekkið rest. Stundum er ég í biluðu stuði fyrir þetta en stundum bara ALLS EKKI, tengið þið? Ég er líka ein af þeim sem myndi aldrei láta mér detta það til hugar að vakna á undan barninu mínu til að fara í ræktina, einnig langar mig ekki í ræktina þegar ég fæ loksins að eyða tíma með honum eftir vinnu & dagforeldra & á kvöldin er ég hreinlega bara aðeins of þreytt! (stundum auðvitað ekki alltaf)

En núna er Meistaramánuður & mig langar að standa mig vel, svo ég hunskast nú oftar en ekki með vinkonum mínum í tíma en það sem að mér finnst frábær kostur eru HEIMAÆFINGAR. Ég vinn mikið heiman frá & hentar þetta því fullkomlega fyrir mig & ég er mjög hrifin af þessu eftir að hafa mikið notað þetta í fæðingarorlofinu. Ég er að jafna mig ennþá 16 mánuðum síðar eftir tvær risastórar aðgerðir, að koma mér aftur í form, hef ekki tíma & gleymi oft að borða, þetta er hrikaleg blanda sem að ég er að reyna að breyta & besta vinkona mín í öllu þessu er hún Tracy Anderson, þið þekkið hana mörg, mögulega öll. Þessar æfingar eru snilldin ein heima í stofu, ég á ekkert nema jógadýnu & dreg hana fram, skelli myndbandinu í sjónvarpið & tek stutta & góða æfingu akkúrat þegar stuðið kemur yfir mig! Ástæðan fyrir því að ég elska Tracy er sú að ég elska að dansa & hún gerir nákvæmlega.  Ég mæli svo innilega með, gleðilegan föstudag, gleðilegan Meistaramánuð! xx

Myndband: Tracy Anderson, Youtube

……………………………………………………………………………………………………………………………………………………

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne

xx

MÍNAR KRULLUR - KENNSLUMYNDBAND

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Guðrún

    10. February 2017

    Svo get ég líka mælt með bodyrock. Mjög góðar og stuttar æfingar til að gera heima :) Gangi þér vel!

    • Steinunn Edda

      10. February 2017

      Frábært! takk fyrir æðislega ábendingu! takk fyrir <3

  2. Svala

    14. February 2017

    Ég mæli líka með fitnessblender.com :) Frábærar æfingar og fullt af ókeypis myndböndum! Ég nýti mér þetta í fæðingarorlofinu og guttinn minn stússast bara í kringum mig á meðan ég æfi :)