fbpx

UPPÁHALDS

FörðunVörur Mánaðarins

Jæja – þá er ég bara komin í skuld! Hér kemur ein margumbeðin færsla um uppáhalds í Október, um miðjan nóvember…sveiattan’ þetta kemur ekki fyrir aftur! Vörurnar eru mjög fjölbreyttar að þessu sinni þó svo að það séu nokkrir klassíkerar þarna með….

uppahalds

Miss Hippie maskarinn frá L’Oreal:
Ég var búin að segja ykkur frá þessum áður HÉR, en ég hef ekki ennþá fundið betri maskara. Ég er sjúk í hann! Þykkir, lengir, svertir & sveigir augnhárin. Hann gerir ótrúlega mikið fyrir mín augnhár, molnar ekki eða þornar & klessist ekki. Hann er ekki vatnsheldur en hann lekur ekki en það er samt alveg ótrúlega auðvelt að ná honum af.

Microshadow „Louder“ frá MAKE UP STORE:
Þessi augnskuggi er svo fallegur að ég á ekki til orð, hann er svo fullkominn í haust -& vetrarfarðanir. Hann er einstaklega litsterkur & mjúkur, fjólurauður með brúnum undirtón & er einstaklega fallegur við blá augu.

Urban Decay Setting Spray:
Frábært sprey sem heldur farðanum vel á & hindrar það að hann setjist í rákir eða kámist af. Farðinn setur sig einhvern veginn á þann hátt að hann lítur einstaklega vel út & endist mikið mikið betur.

Lipstick „Myth“ frá MAC:
Þessi varalitur hefur án gríns verið í veskinu mínu frá því að ég var svona 19 ára (ég er að sjálfsögðu ekki að tala um sama stykkið heldur sama litinn). Hann er hinn fullkomni nude litur sem einhvern veginn er oftar en ekki minn „go to“ litur þegar ég er með mikla augnförðun. Hann er alveg mattur & alveg ljós sem að er stundum líka frábært undir litsterka glossa sem að maður vill dempa niður.

NYX Highlight & Contour Pro Palette:
Þessa hef ég talað mikið um uppá síkastið enda búin að vera hálfgerður bjargvættur í minni snyrtitösku síðustu vikur. Þú ert með allt sem þú þarft til að gera andlitið fullkomlega lýst & skyggt í einni pallettu. Ég sagði ítarlega frá henni & sýndi hvernig er best að nota hana HÉR.

Lipstick Burgundy frá MAKE UP STORE:
Þessi litur er litur sem að ég elska að eiga á veturnar & nota sem hinn valmöguleikann þegar ég fer út í staðinn fyrir að taka dökk augu & ljósar varir. Þessi litur er hinn fullkomni dökki sem gerir tennurnar hvítar & mér finnst hann alltaf passa við, hann er svo hátíðlegur. Varalitirnir frá MAKE UP STORE eru einstaklega mjúkir enda stútfullir af næringarefnum sem næra varirnar þegar að hann er á svo að þær haldast mjúkar.

Mary Lou-Minizer highlighterpúður:
Dásemd dásemd dásemd.. Þessi highlighter er lífið, sorry en hann er lífið. Dásamlegur highlighter sem ég nota mikið líka sem augnskugga en hann er frá The Balm & ég fékk minn í CoolCos.

Real Techniques Svampar:
Svampana er ég nýbúin að tala um enda alveg stórkostlegir, rifjum það upp, en ég talaði um þá HÉR:
Miracle Complexion Sponge (appelsínuguli): Þessi er frábær til þess að blanda farða, gera áferðina fallegri, bera á primer/krem, bera á farða, blanda saman skil eftir sólarpúður, kinnalit, contour eða hyljara.
2 Miracle Mini Eraser Sponges (fjólubláu): Þessir eru dásemd, þeir eru svo litlir & skemmtilegir en þegar þið áttið ykkur á notagildinu verða þeir jafnvel enn betri. Þeir eru sérstaklega gerðir svona litlir með einum oddmjóum enda & einni flatri hlið með skörpum endum. Þessir litlu svampar eru sérstaklega gerðir til að vinna nákvæmnisvinnu eins & á litlum bólum, í kringum augun & nefið & bíðið bara… hann virkar líka eins & strokleður þegar þú gerir mistök! Halló lagfærður blautur eyeliner!

Gel Couture naglalakk „Model Chicks“:
Fallegur haustlitur sem hentar alltaf á veturna. Gel Couture línan er stórkostleg fyrir þá sem vilja fá faglega handsnyrtingu heima hjá sér, 2ja vikna ending & gallalaus handsnyrting með þessum frábæru lökkum. ATH nauðsynlegt er að nota yfirlakkið til þess að fá endinguna & áferðina.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

TÖLUM UM SVAMPA

Skrifa Innlegg