fbpx

TÖLUM UM SVAMPA

Förðun

Ég er svampafíkill, ég er búin að komast að því. Ég var mjög lengi að komast upp á lagið með þá & í rauninni að taka þá í sátt, ég var bursta “kinda gal“ haha. En eftir að ég áttaði mig á því hvernig væri best að nota þá elska ég þá.

Það gladdi mig því einstaklega mikið þegar að RT klanið ákvað að koma með 2 nýjar týpur af svömpum á markaðinn svo að ég gat prófað eitthvað annað en þennan klassíska Miracle Complexion Sponge sem er þessi appelsínuguli. Ég nota hann mest enda er hann svona yfir allt andlitið svampur sem er kannski mest notaður í þessa dags daglega förðun.

15049967_10210810807374609_731938751_n

Miracle Complexion Sponge (appelsínuguli): Þessi er frábær til þess að blanda farða, gera áferðina fallegri, bera á primer/krem, bera á farða, blanda saman skil eftir sólarpúður, kinnalit, contour eða hyljara.

15050009_10210810807334608_1984899092_n

Miracle Sculpting Sponge (bleiki): Þessi er sérstaklega hannaður til þess að hjálpa til við að highlighta & contoura. Stórkostlegur í kremaðan hyljara sem er dökkur til þess að skerpa á andlitsdrættum, endarnir á honum eru sérstaklega gerðir til þess að gera línurnar nákvæmar & þéttar á sama tíma. Einnig er hann með flata hlið & rúnaða til þess að gera áferðina fullkomna.

15049755_10210810807254606_1290191647_n

2 Miracle Mini Eraser Sponges (fjólubláu): Þessir eru dásemd, þeir eru svo litlir & skemmtilegir en þegar þið áttið ykkur á notagildinu verða þeir jafnvel enn betri. Þeir eru sérstaklega gerðir svona litlir með einum oddmjóum enda & einni flatri hlið með skörpum endum. Þessir litlu svampar eru sérstaklega gerðir til að vinna nákvæmnisvinnu eins & á litlum bólum, í kringum augun & nefið & bíðið bara… hann virkar líka eins & strokleður þegar þú gerir mistök! Halló lagfærður blautur eyeliner!

15057781_10210810807294607_1603243957_n

Real Techniques svampana ( & burstana) Færðu meðal annars í Hagkaup, Lyfju, Lyf&Heilsu & Kjólum&Konfekt…. <3

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

ION dekur

Skrifa Innlegg