fbpx

ION dekur

Lífið

Ég átti svo dásamlegan dag á fimmtudaginn með tengdamömmu minni & vinkonu sem var í heimsókn hjá mér frá Kaupmannahöfn. Við ákváðum að tríta útlendinginn aðeins með því að kíkja á Gullna Hringinn með hana & ætluðum svo að fara í sund.

Eftir að hafa skoðað bæði Gullfoss & Geysi sem var alveg lúmskt gaman þó svo að þetta sé ekkert nýtt fyrir manni (ásamt því að vera stappað af túristum) ákváðum við að kíkja í sund, á leiðinni í sund fengum við snilldarhugmynd, en það var að athuga hvort að við gætum keypt okkur bara í pottinn á ION hótelinu á Nesjavöllum enda ekkert smá fallegt útsýni. Það er kannski fínt að taka það fram vegna umræðu síðustu vikna að þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt, mig langaði bara að deila þessu með ykkur.

15032557_10210810060515938_797806369_n 15050322_10210810060355934_487850988_n 15057853_10210810060435936_1624112094_n 15086233_10210810060395935_469571102_n

Það var sko heldur betur hægt & fórum við þvílíkt glaðar með slopp & inniskó niður í pott/laug hvað sem þið viljið skilgreina þetta sem. Útsýnið var æðislegt, veðrið var stórkostlegt & upplifunin alveg frábær. Eftir að hafa legið þarna nokkra stund ákváðum við að fá okkur bara að borða á hótelbarnum sem að var heldur betur gott, fengum okkur hamborgara & kramdar kartöflur **KJAMMS** Þetta er algjör perla & þvílíkt góður dagur… xx

15045817_10210810060635941_1137142656_n15045817_10210810060635941_1137142656_n15058708_10210810060675942_1302505174_n15058708_10210810060675942_1302505174_n

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

11.11 Singles Day - Netsprengja í jólapakkann

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Bergdís Ýr

    13. November 2016

    Næs! Hvað var prísinn ofaní?

    • Steinunn Edda

      13. November 2016

      ekkert smá fallegt! <3 2.900! Það var líka hægt að fara í gufu & afslöppunarherbergi xx

      • Bergdís Ýr

        14. November 2016

        Æði, ætla að tékka á þessu :)