fbpx

Maskar-inn! I’m a Hippe girl

Vöruna fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á það hvað mér finnst um vöruna enda ræð ég algjörlega hvað ég skrifa um & skrifa ekki um neitt sem að mér líkar ekki við. Ég vil deila með ykkur sniðugum hlutum sem að mér líkar við & gagnast mér með von um að það geri það líka fyrir ykkur kæru lesendur xx

Játning! Ég er algjör maskaraperri, ég á mjög erfitt með að verða ástfangin af maskara & þó svo að ég vilji ólm finna hinn fullkomna er ég alltaf hikandi við að kaupa mér endalaust magn af þessu þar sem að ég lendi svo ofboðslega oft í því að verða fyrir vonbrigðum. Ég verð því alltaf himinlifandi ef að ég finn maskara sem að mér finnst gera eitthvað fyrir augnhárin mín sem að ég hef aldrei verið neitt sérstaklega ánægð með. Ég er ástfangin & ég er ekki að ýkja… Miss Hippie, Mega Volume maskarinn frá L’Oreal er ástin í lífi mínu í augnablikinu! (fyrir utan auðvitað barnið mitt & kærastann) En vá þessi maskari er magnaður, nú er ég búin að prófa hann í 2 vikur og hann er ennþá jafn fullkominn & þegar ég prófaði hann fyrst. Hann þykkir, lengir & svertir í einni stroku & burstinn er einn sá allra girnilegasti sem að ég hef séð. Hann hentar bæði vel fyrir efri & neðri augnhár & burstinn er gæddur einstakri formúlu (kaleidoscopic bristles) sem að þykkir augnhárin þín með hverju laginu á fætur öðru, magnað! Hann fæst líka í vatnsheldu, en ég hrifnari af möskurum sem eru ekki vatnsheldir…

Þetta er eitthvað sem að ég mæli svo sannarlega með, staðfest sá besti sem að ég hef prófað hingað til & ég varð að deila honum  með ykkur kæru lesendur, leyfi myndunum að tala!

13514299_10209437575644674_707178834_n13479605_10209437575404668_2072343299_n

13480215_10209437575244664_359895276_n13492903_10209437575164662_1433234574_n

13487754_10209437575204663_122704041_n13479542_10209437575284665_639637549_n

Choker: ShopKingSassy!

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

UPPÁHALDS Brúnkan..

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  • Steinunn Edda

   20. June 2016

   <3 þú!

 1. Kristín

  25. June 2016

  Geðveikur! Fæst hann á landinu?

  • Steinunn Edda

   27. June 2016

   Heldur betur!

 2. Sandra

  11. September 2016

  Ein pínu sein .. en hvar fæst þessi maskari? :)