fbpx

UPPÁHALDS Í ÁGÚST

Vörur Mánaðarins

Ég steingleymdi að henda í færsluna vörur mánaðarins fyrir ágúst, bara alveg óvart! En hér kemur hún, vörurnar eru þær sem að ég er búin að vera að nota hvað mest þennan mánuðinn og er búin að taka algjöru ástfóstri við. Voilá!

mynd.tolur

1.Garnier Moisture Bomb tissue mask: Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana og fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru og rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun

2.SKYN Iceland plumping lip gels: Þetta er algjör snilld, ég verð að segja það. Þetta snarvirkar, þetta eru gelpúðar sem þú leggur yfir varirnar í 10 mínútur og örva aðeins blóðflæðið svo að varirnar verða aðeins þrýstnari. Þetta er ekkert vont eða óþæginlegt og varirnar haldast alveg mjúkar eftir þetta. Mér finnst æði að setja þetta áður en ég fer að sofa, svo smá varasalva og vera með ferskar aðeins stærri varir daginn eftir.

3.Crest 3D tannkrem: Þetta er eitthvað sem að ég datt alveg óvart á og er húkkt núna. Ég prófaði að kaupa þetta þegar ég rakst á þetta í Bónus, ég hafði ekki hugmynd um að Crest vörurnar fengjust þar. Ég ákvað að prófa þetta, enda hef ég notað tannhvíttunarstrimlana í gegnum árin og fílað vel. Heyrðu þetta svoleiðis snarvirkar og tennurnar eru þvílíkt ferskar og hvítar, þetta kostar líka bara eitthvað um 400 krónur sem er auðvitað gjöf en ekki gjald í dag.

4.L’Oreal, La Palette Nude í litnum Rosé: Þessi fallega augnskuggapalletta er svo ótrúlega falleg og þæginlegt að þurfa bara hana til að gera flotta augnförðun hvort sem að hún á að vera dramatísk eða mild. Ég er búin að nota hana mikið svona á ferðinni uppá síkastið enda er ég búin að vera mjög upptekin og ekki haft tíma til að dunda mér við að farða mig.

5.Anastasia Beverly Hills Pro Liquid Lipstick í litnum Stripped: Þennan var ég að prófa í fyrsta skipti þegar verslunin Nola launchaði Pro línunni. Þessi er hinn fullkomni NUDE liquid lipstick, helst endalaust á og er fullkominn að mínu mati.

6.L’Oreal Miss Hippie mascara: Þarf ég að ræða þennan meir? SJÚK SJÚK SJÚK í hann og hann er uppáhalds að eilífu AMEN. Þykkir, lengir, svertir, hver þarf gerviaugnhár þegar maður hefur Miss Hippie drauminn.

7.Pink Velvet Choker frá ShopKingSassy: Þessi fallegi choker er fullkominn bæði hversdags og fínt. Hann er fallega bleikur og einfaldur í notkun, hægt að vefja hann einu sinni, tvisvar eða þrisvar eftir því hversu þykkur hann á að vera og það er gaman hvað hann er öðruvísi en allir svörtu sem eru í gangi.

8.Nude Magique Cushion Foundation: Þessi fallegi og létti farði er stórkostlegur ON THE GO, sem er nákvæmlega það sem að ég þarf þessa dagana. Allt í einni dollu, farði sem er kremaður en gefur púðuráferð, púði og spegill.

9.Minu Shampoo frá Davines: Ég sagði ykkur aðeins frá þessari stórkostlegu línu frá Davines um daginn, en eftir að hafa núna notað hana í meira en viku verð ég að segja að ég er SJÚK. Hárið er svo silkimjúkt og fallegt, það þarf varla að greiða í gegnum það því það er svo flókalaust og ilmar svo vel (svo finnst mér algjör plús að lúkkið á línunni er bara ótrúlega fallegt, pastel græn vara í glærum umbúðum með svörtum stöfum og hvítum miða, þetta er hreinlega bara fallegt inni á baði.)

10.Minu Conditioner frá Davines: Ég sagði ykkur aðeins frá þessari stórkostlegu línu frá Davines um daginn, en eftir að hafa núna notað hana í meira en viku verð ég að segja að ég er SJÚK. Hárið er svo silkimjúkt og fallegt, það þarf varla að greiða í gegnum það því það er svo flókalaust og ilmar svo vel (svo finnst mér algjör plús að lúkkið á línunni er bara ótrúlega fallegt, pastel græn vara í glærum umbúðum með svörtum stöfum og hvítum miða, þetta er hreinlega bara fallegt inni á baði.)

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

TOP PICKS Á TAX FREE!

Skrifa Innlegg