fbpx

RAKABOMBA Í EINU BRÉFI..

FörðunLíkaminn

Ég er ekki löt & ég hef aldrei verið löt, en ég er þreytt & ég hef lítinn tíma þessa dagana enda ekkert annað en krefjandi að vera með 11 mánaða fjörkálf á heimilinu. Ég elska því allt sem kallast einfalt, einfalt & áhrifaríkt. Ég ætla ekki að blaðra endalaust um innihaldsefni & fleira, ég ætla bara að láta ykkur vita af þessari ótrúlega góðu & EINFÖLDU vöru sem að ég var að prófa.

Maski í formi tissjúbréfs sem þú einfaldlega leggur á andlitið & hann vinnur alla vinnuna.

Garnier er svoleiðis búið að koma sér upp á nýjan himneskan stall enda upp á síkastið búnir að koma út með hverja dásemdarvöruna á fætur annari. Þeir eru í algjöru átaki & eru að hreinsa vörurnar sínar algjörlega & gera þær parabenfríar & náttúrulegar sem að er auðvitað bara algjör bónus útaf fyrir sig..

Varan sem að ég er að tala um er algjör nýjung hjá merkinu en fer þvílíkt á blússandi siglingu strax & frétti ég af því að maskinn væri gjörsamlega að rjúka út. Tax Free dagar byrjuðu í Hagkaupum í gær, en þar getið þið meðal annars nælt ykkur í vöruna, annars fást Garnier vörurnar líka í Krónunni & á fleiri sölustöðum.
En aðeins um maskann góða…

„Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana og fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru og rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun“ 

Ég er búin að prófa hann nokkrum sinnum & ég elska hann, einfalt að nota hann, tekur enga stund. Maður finnur eiginlega ekkert fyrir því svosem að maður sé með hann á mér, ég er til dæmis með hann á mér á meðan ég skrifa þessa færslu svo er enginn subbuskapur í kringum hann, ég elska það. Maður einfaldlega “flysjar” hann af andlitinu & hendir bréfinu í ruslið, algjör óþarfi að skola andlitið eða standa í einhverju stússi eftirá.

14256214_10210176313112649_1894774681_n 14281425_10210176313272653_1118456816_n 14287734_10210176313312654_540104685_n 14287761_10210176313152650_36227755_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

PUFFY THE EYE BAG SLAYER 

Skrifa Innlegg