fbpx

Gigi Hadid X Reebok Classic

Lífið

Reebok Classic er loksins komið til Íslands & ég veit að margir aðdáendur hafa beðið spenntir. Þeir sem þekkja mig tengja mig kannski ekki beint við íþróttamerki þegar þeir hugsa til mín, en þannig er mál með vexti að ég er aðeins búin að vera að færa mig upp á skaftið síðustu vikur & mánuði þegar kemur að því.

Ég er ekki hinn klassíski “Street Wear“ neytandi, ég er einfaldlega mamma. Ég er mamma sem er mikið á ferðinni, skutlast hingað & þangað, henda barni til dagmömmu en á sama tíma þarf ég kannski að hoppa inn á 3-4 stöðum í leiðinni þar sem að ég get ekki verið algjört hræ. Hingað til hefur það pirrað mig óstjórnlega hvað ég á ljót “joggingföt”, gamlar snjáðar H&M buxur & buxur af kærastanum í bland við ljóta bómullarboli hefur klárlega verið málið hingað til, en hingað & ekki lengra. Ég er hætt þessu rugli & farin að fjárfesta í fallegum & vönduðum “street“ fötum sem eru fallegar æfingabuxur, nettir strigaskór & peysur sem ganga jafnt við hlaupabuxur & gallabuxur & hæla.

Ég fylgist mikið með raunveruleikaþáttum & vissi því strax af því þegar vinkona mín hún Gigi Hadid var í samstarfi með Reebok & skórnir sem að hún var andlit Reebok fyrir heilluðu mig strax. Penir, kvennlegir, klassískir & stílhreinir, ekta eitthvað sem að ég fíla. Ég hef ekki náð að detta í þessa strigaskóaatísku hingað til & hef haldið mig í Converse út af einmitt þessu, af því að þeir eru penir & litlir um sig. Ég átti hvíta lága Converse sem eru núna farnir að minna á eitthvað úr ruslatunnu svo að tímasetningin var fullkomin til þess að skipta út.

forsida

2017-03-22_09-16-32

2017-03-22_09-16-52

2017-03-22_09-18-01

Skórnir sem ég var svo heppin að fá í gjöf eru mikið notaðir nú þegar á mínu heimili en mér finnst þeir einfaldlega ganga við allt. Ég gerði um daginn færslu með fermingarskó & þessir væru til dæmis guðdómlegir við fallegan kjól þar sem að þeir eru með fallegu silfruðu glimmer detaili aftan á hælnum sem er þó ekki of áberandi, fullkomlega smekklegir.

3d2628f3bd36ac89b5944093b27c8a43

6c5d8495574e7d6d217142247bcbe935

Gigi Hadid notar sína óspart…..

af8601ecdd3715dbd2d725fdb8c29e9a

EN aðeins um skóinn…

0f3b41a8391b24d2b34f1f0b79eabc07

Reebok Classic byrjaði Spring/Summer 2017 með stæl með nýrri útgáfu af klassíska Club C skónum sem komst fyrst í sviðsljósið árið 1985, þessi útgáfa kallast „Club C Diamond Parck Silver Version“ & er fyrirsætan Gigi Hadid eins & áður segir andlit línunnar. Reebok hefur þetta að segja um Gigi:

„Hadid embodies the “young, confident, vibrant energy that is an essential part of the sneaker’s longstanding identity and heritage.”

„The brand have revealed they chose Gigi for the job thanks to her embodiment of a young, confident and vibrant energy.  “We love working with Gigi because she doesn’t hide who she is — she’s bold and confident — she doesn’t do what’s expected, she has character and personality.“

Skórinn er klassískur & helst alltaf í tísku enda einfaldur en fallegur. Hann hefur notið vinsælda í gegnum árin hvort sem það er á tískupöllum götunnar eða á tennisvellinum en hönnunin er upphaflega tennisskór. Ég mæli með því að þið kíkið á þessar nýju fallegu vörur á heimasíðu Reebok (www.reebok.is) Þetta er svo kúl tíska!

5c46ad809549e9232a179da642ff9069

222d722d9ec02b45ec14e918cdc6bb59

c81cf3086c230036e8ef033f0b72a9d2

d1fe7573f7e6eecbd857cfdfaba162e2

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………….

4bce010e656cfd7fb3964b10326ab54b fb189055092d2f993bb1060ac01e265a

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

@steinunne

xx

I <3 MY TAN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. diana

  22. March 2017

  SJúklega flott hun Gigi og skornir lika! hvar eru þeir seldir þessir retró hér á landi ?

  • steinunn Edda

   23. March 2017

   Hæ Díana! Á reebok.is Ég setti slóðina í færsluna <3