fbpx

Að tana með tárin í augunum: TAKK Eco by Sonya

Líkaminn

Aldrei hefði ég haldið að það að bera á mig brúnkukrem myndi bókstaflega koma mér til að gráta, af gleði auðvitað. Ég var svo heppin að fá að prófa brúnku frá ástralska merkinu Eco By Sonya sem er selt í Maí verslun, Garðatorgi. Ég er ekki mikill aðdáandi lífræna snyrtivara þar sem að mér finnst þær oft lykta illa & oft ekki virka eins & ég myndi vilja þar sem að auðvitað eru það oft aukaefnin sem hjálpa til við að halda farða osfrv. Ég var því kannski pínu hikandi þegar ég prófaði þetta fyrst, ég viðurkenni það alveg, lífrænt brúnkukrem kommon?

Leiðbeiningarnar voru svona: Fyrir andlitsbrúnkuna, Face Tan Water sem kemur í vatnsformi skaltu setja smá í bómul & strjúka yfir allt andlitið áður en þú ferð að sofa til dæmis, brúnkan fer á hreina húð & rakakrem eftir á. Brúnkuvatnið hjálpar húðinni að verða betri, hreinsar hana, minnkar bólur & fílapensla & kemur henni í betra jafnvægi. Ég hugsaði strax, þvílík vitleysa? hvernig á þetta að vera jafnt ef að ég set þetta bara í bómul? & þetta er glært, þetta getur ekki komið vel út. Það getur líka ekki verið að brúnkukrem sem að venjulega stíflar húðina lagi hana í alvöru? Fylgi þessu samt bara uppá gamanið að gera. Ég vakna & fæ næstum kast, ég var allt önnur manneskja. Ég var komin á það stig að ég var búin að prófa ALLT, ég var meira að segja byrjuð að nota lyf frá lækni en ekkert gekk. En þarna eftir að hafa notað brúnkuvatnið einu sinni vakna ég & húðin er búin að gjörbreytast.

Fyrir utan það að ég er með fallegan & náttúrulegan lit í andlitinu eru bólurnar búnar að minnka um meira en helming & áferðin falleg & stinn, ég var í sjokki. Ég notaði vatnið á hverju kvöldi í 3 daga (það þarf þó alls ekki) bara því að mig langaði að sjá hvaða áhrif þetta hefði áfram á bólurnar. Á þriðja degi fór ég bókstaflega að gráta, ég var svo glöð. Ég er förðunarbloggari en ég hef ekki verið að gera neinar farðanir & blogga um þær því ég var svo meðvituð um húðina mína, núna get ég spennt sagt ykkur að það er margt fínt á leiðinni. Ég blogga aldrei um hluti nema að ég sé virkilega ánægð með þá & vilji deila því með ykkur & vonandi hjálpa einhverjum í leiðinni. Ég er ekki keypt á neinn hátt, þó svo að auðvitað sé ég heppin að fá að prófa þetta. Ég verð að mæla með þessu ef að þið eruð í húðvandræðum ég er í alvörunni í áfalli.

14054826_10209952392114764_1030034649_n 14009864_10209952392154765_231299456_n 14054839_10209952392194766_1776685284_n 14054877_10209952392034762_1339230283_n

Ég fékk líka að prófa froðuna, Cacao Firming Mousse sem að er fyrir líkamann, ég var alveg jafn skeptísk enda átti þetta einnig að haf aáhrif á útlit húðarinnar burtséð frá litnum. Brúnkufroðan er vatnslosandi & stinnir húðina, minnkar appelsínuhúð & lætur mann almennt líta betur út. Ég prófaði þetta alveg jafn trúlaus… Ég einbeitti mér vel að svæðum eins & lærum & rassi & var spennt að sjá muninn, en það sem að ég fattaði ekki þegar ég setti þetta yfir allan líkamann var að auðvitað átti ég að fylgjast með aðal vandræðasvæðinu mínu, maganum. Sem er gjörsamlega slitinn, slappur & ómögulegur. Ég vakna daginn eftir & maginn er bókstaflega svona 10%betri en kvöldið áður, enn & aftur fékk ég sjokk. Fyrir utan það að froðan gefur fallegan lit enda liturinn kominn frá kakói & verður því alls ekki appelsínugulur, er hún virkilega að gera húðina stinnari & sléttari, hún litar ekki rúmfötin & er algjörlega lyktarlaus. Ég er ástfangin uppfyrir haus af þessari línu & upplifi þetta sem eitthvað sem að ég vildi að ég hefði uppgötvað fyrir LÖNGU. En ég varð bara að deila þessu með ykkur elsku lesendur því ég er virkilega að tala frá hjartanu þegar að ég segi að þessar vörur breyttu lífi mínu, ég er kannski yfirborðskennd að einhverju leyti fyrst að eitthvað svona kemur mér til að gráta, en sjálfstraust skiptir mig máli & þegar ég lít illa út er sjálfstraustið lélegt.

Síðast en ekki síst er það Winter Skin, litaða Body lotionið sem er gott að bera við & við samhliða brúnkunni til að viðhalda henni & gefa raka. Froðan er eins & áður segir vatnslosandi svo að það er gott að næra húðina með.

Ég blaðraði mikið um þetta á Snappinu mínu enda fann ég mig knúna til að deila þessu með öðrum, en viðbrögðin sem ég fékk voru svo ótrúleg að ég ákvað í samstarfi með Maí verslun að vera með afslátt fyrir Snapp-vini mína! Ég hvet ykkur þess vegna eindregið til að adda mér á Snapchat: steinunne & njóta góðs af…

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Beauty Tea?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Harpa

    3. May 2017

    hæhæ :) Berðu froðuna á með höndunum eða notarðu hanska?