fbpx

Frábærar vörur sem að láta mér líða vel: Janssen Cosmetics

Líkaminn

Við könnumst flest við það að vera mögulega með einhver svæði sem að við kunnum síst við á líkamanum & oft eru þetta svæði sem eru slöpp, slitin eða byrjuð að mynda appelsínuhúð. Auðvitað er þetta alls ekki eitthvað sem að á við alla & því beini ég greininni eingöngu til þeirra sem vilja nýta þetta á einhvern hátt.  Þessi svæði eru oftast rass, læri, upphandleggir & magi. Ég hef sjálf oftast verið ósáttust með lærin & rassinn, en eftir að ég átti strákinn minn varð maginn minn mitt vandamálasvæði. Ég leitaði því ráða hjá vinkonu minni sem er snyrtifræðingur & á Snyrtistofuna Fegurð & hún leyfði mér að prófa eina tvennu sem að hún mælti svo mikið með, ég verð nú að viðurkenna að ég var skeptísk eins & alltaf með svona krem, en þetta er búið að hjálpa mér alveg rosalega.

14218014_10210099032780689_777496909_n

Ég sagði aðeins frá vörunum á Snapchat hjá mér, svo ef þið eruð ekki nú þegar að fylgjast með mér þar getið þið bætt mér við ef þið viljið fylgjast með í stuttu máli þegar ég prófa vörur & fleira.. (snapchat: steinunne)

Oxygenating Body Scrub:
Kornaskrúbbur í sturtuna sem sléttir & bætir yfirbragð húðarinnar. Örvar blóðrásakerfið & er fullkominn undirbúningur fyrir önnur líkamskrem & brúnkukrem. Inniheldur meðal annars Coco betaine sem er unnið úr kókoshnetu & grænan þara.

14182427_10210099032820690_738128254_n

Cellulite Contour Formula:
Sléttandi & lyftandi áhrif, örvar efnaskipti & stuðlar að niðurbroti fitufrumna. Einstaklega frískandi & smýgur fljótt inn í húðina. Inniheldur meðal annars Grænan ara (detox), Koffein (lipolysis), menthol (kælandi & örvandi)..

14159302_10210099032860691_241783991_n

Þetta eru dásamlegar vörur & ef þú ert með vandamálasvæði sem að þig langar að vinna á & stinna, slétta & losa við appelsínuhúð þá mæli ég svo endalaust mikið með þessum gæðavörum.

Þú getur fengið vörurnar tvær saman í pakka á mjög sanngjörnu verði á Snyrtistofunni Fegurð í Hafnarfirði, ég mæli líka eindregið með því að spjalla við stelpurnar á stofunni & fá ráðleggingar um hvað hentar þér & þinni húð, þær eru algjörir snillingar.

Þið finnið mig á Snaphat & Instagram undir:
steinunne
xx

Mömmutrix: Að naglalakka sig á hlaupum

Skrifa Innlegg