fbpx

MEISTARAMÁNUÐUR: AÐ BYRJA AÐ HLAUPA

LífiðLíkaminn

Ég stend sjálfa mig eiginlega að því í þessum mánuði almennilega, Meistaramánuði að vera komin alveg á byrjunarreit þegar kemur að því að hlaupa. Ég var komin í góðan gír & farin að stunda þetta af kappi áður en ég var ólétt, en eftir að hafa slakað aðeins á, á meðgöngunni & þar á eftir misst allt þol eftir aðgerðirnar finnst mér ég alveg þurfa að byrja upp á nýtt.

Það er svosem allt í lagi, ég hef gert það áður, ég nefnilega gat hreinlega ekki hlaupið þó að lífið lægi við fyrir örfáum árum. Ég var týpan sem semí féll í PÍP testum í grunn/menntaskóla (er það hægt?). Þetta snérist þó aldrei um það að ég væri í lélegu formi eða of þung, ég var bara með ofboðslega lélegt hlaupaþol. Það er nefnilega alveg “thing“ að vera í góðu formi jafnvel en geta alls ekki hlaupið, & sama að vera í lélegu formi en einhvern vegin ná að hlaupa, furðulegt! Þetta lærði ég þegar ég kynnti mér það að byrja að hlaupa sumarið 2013. Ég leitaði mér upplýsinga á hinum ýmsu stöðum & tók meira að segja viðtal við Elísabetu Margeirsdóttur sem ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sé Hlaupadrottning Íslands.

Ég fékk mjög góð ráð hjá mörgum í kringum mig sem voru að hlaupa & ákvað að nýta þau öll þegar ég skráði mig í fyrsta skipti á ævinni í ReykjavíkurMaraþonið, þetta sama ár, 2013.
Ég setti algjöra pressu á mig þar sem að ég hafði oft reynt að byrja að hlaupa án árangurs & skráði mig á sama tíma í áheitasöfnun fyrir flott málefni sem skipti mig máli, þá var þetta orðið opinbert, fólk var að eyða pening í þetta, ég varð að klára þetta.

En hvernig byrjar maður, ég er auðvitað ekki með ráð fyrir alla sem virka fyrir alla en ég ætla allavega að deila því sem virkaði fyrir mig, með von um það að það virki fyrir einhverja fleiri xx

Undirbúningur:
**Ekki borða of stuttu fyrir hlaup,
**drekktu vel af vatni áður (ég fæ mér líka oft amino)
**pissaðu
**settu símann í hleðslu & græjaðu þig í rólegheitum
**passaðu að vera ekki í fötum sem að pirra þig (miðar & saumar á fötum geta pirrað) Þá er það það eina sem þú hugsar um allan tímann

1. Settu þér raunhæf markmið, byrjaðu á að hlaupa 1km ef þú ert þar að það er meira að segja erfitt.
2. Hrósaðu þér fyrir BARA ÞAÐ að fara út frekar en að sitja heima, þú fórst út að hlaupa þó svo að það hafi verið stuttur spölur.
3. Ekki hlaupa of hratt af stað, þetta er ekki kapphlaup, fyrst þarf að vinna upp vegalengdir svo reynir þú að auka hraðann.
4. Passaðu upp á líkamsstöðuna þegar þú hleypur, ekki hafa hendur & axlir of stífar, reyndu að vera slök/slakur, það fer ótrúlega mikil orka í það að vera spennt/ur í öllum líkamanum.
5. Passaðu að anda vel, inn um nefið & út um munninn. Ekki anda of hratt & ekki anda of djúpt, bara eðlilega.
6. Ef þér finnst eins & þú sért ekki að hreyfast áfram þá byrjaru að fara inn á andlega þáttinn (hann er nefnilega mjög stór þegar kemur að hlaupum) reyndu þá að horfa niður & sjá línurnar á götunni þjóta hjá & hugsaðu vá ég er að fara mjög hratt & ég er að ná góðri vegalengd, það að horfa á fjarlægjan hlut sem hreinlega virðist aldrei nálgast getur verið einstaklega letjandi.
7. Hlustaðu á tónlist sem að gleður þig, horfðu í kringum þig & hugsaðu vá hvað ég er að gera góða hluti, vá hvað veðrið er æðislegt, vá hvað ég er heppin/nn!
8. Náðu þér í 2 ÖPP „Runkeeper“ & „Rock My Run“
Hið fyrra fylgist með hlaupinu þínu, lætur þig vita á 5 mínútna fresti hversu langt þú ert búin/nn að hlaupa & á hvaða hraða (það er mjög hvetjandi) Seinna appið er tónlistarapp sem er með flotta & hressandi playlista sem er hægt að stilla ákveðið tempó á eftir því hversu hratt þú ert að hlaupa & heldur þér því á sama hraða allan tímann (þá eru minni líkur á að þú sprengir þig!
(Minn playlisti sem ég hljóp við til að koma mér í gang heitir Katy’s Fun Run & er fullkomið byrjendatempó)

Teygðu vel eftir hvert hlaup, hrósaðu þér, farðu í góða sturtu & nærðu þig vel, þetta á bara að vera gaman & ÞÚ ERT BARA AÐ GERA ÞETTA FYRIR ÞIG!

runkeeperrock-my-run

………………………………………………………………………………………………………………………
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

READY FOR TAKEOFF! MÍNIR “FLUFFUSKÓR“

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    21. February 2017

    Vá þetta er snilldarlisti – kíki aftur í sumar þegar ég verð komin í hlaupaform;)