fbpx

Topp tíu fyrir 2016 – Varalitir

Förðun

Ég ætla að taka saman nokkra lista yfir uppáhalds snyrtivörurnar mínar á árinu sem var að líða, ég ætla að byrja á varalitum en ég ákvað að leyfa þeim sem eru fljótandi að fá að koma með líka þar sem að áferðin er eins & á varalit. Listinn er með varaliti frá allskyns merkjum & samanstendur af þeim varalitum sem að ég notaði hvað mest hversdags, í lúkkum & þegar eitthvað stóð til á árinu 2016,
„let’s go“

varalitir-2016

1

Rock’N’Roll Nude – Kate Moss frá Rimmel. Ótrúlega fallegur ljósferskjubleikur, þekjandi með fallegum glans…2

Myth frá MAC. Hinn fullkomni hlutlausi varalitur að mínu mati, alveg mattur & ljós, gengur við allar augnfarðanir, þennan hef ég átt í veskinu frá því að ég var sirka 13 ára…  3
Burgundy frá MAKE UP STORE. Ég er mjög mikið fyrir ljósa varaliti eins & sést vel í þessari færslu haha, en þetta er varalitur sem að ég hef notað í nokkur ár & einn af mjög fáum sterkum varalitum sem að ég virðist alltaf fíla, varalitirnir frá MAKE UP STORE eru ótrúlega mjúkir & varirnar þorna ekki eftirá sem að ég elska.. 4
No.70 frá YSL. Þennan eignaðist ég nýlega & er einn hinn fullkomnasti “everyday” litur, ekki of ljós & ekki of dökkur, ég á fínan með nafninu mínu letrað í sem gerir hann extra spes að mínu mati…5
Lip Lingerie í litnum Embellishment frá NYX. Þessir dásamlegu fljótandi varalitir eru alveg mattir, alveg þekjandi & litirnir eru ómótstæðilegir, þessi er hinsvegar í algjöru uppáhaldi, ég var með hann á áramótunum & tennurnar verða skjannahvítar sem er algjör plús..6Númer 955 frá Maybelline. Hinn fullkomni bjarti rauði varalitur sem passar alltaf hvort sem að það er vetur eða sumar, ótrúlega mjúkur en samt mattur á sama tíma, elska hann…. 7
Hippie Chic – Matte Lipstick frá NYX. Þessi er æðislegur við smokey augnförðun endasvona natural brúnn litur með smá ferskju undirtón….. 8
Color Sensational Vivid Matte – Liquid Lipstick frá Maybelline í litnum Nude Thrill. Fullkominn “hversdags” liquid lipstick, bleikur nude tónn með rauðum undirtón sem fer hreinlega öllum vel, nota hann mikið með léttri augnförðun & eyeliner…9
Bit Of Bubbly – Mariah Carey fyrir MAC. Þennan eignaðist ég nýlega & er búinn að nota mikið með öðrum litum, aðeins í miðjuna til að fá meiri stút eða undir dekkri liti til að lýsa þá upp, æðislega flottur ljós litur. 10

Color Riche númer 235 NUDE frá L’Oreal. Ég gaf þessum meira að segja sérfærslu, mæli með að þið kíkið á hana HÉR.

…………..

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir
steinunne
xx

ÁRAMÓTA MAKEUP - KENNSLUVÍDJÓ **

Skrifa Innlegg