fbpx

AÐ VELJA RÉTTAN BÍLSTÓL – HJÁLP!

Barnið

Ég er búin að vera að fresta því þvílíkt að þurfa að taka þessa stóru ákvörðun sem er að velja nýjan bílstól, bílstól númer 2. Bílstóll númer 1 passar ennþá & því er þessi frestun ekki að skapa neina hættu en almáttugur hvað guttinn minn er orðinn þreyttur á honum. Hann vill fá að sjá út, hafa meira pláss fyrir lappirnar & láta fara betur um sig. Ég er búin að vera að spyrja mikið í kringum mig, í mömmuhópum, á Snapchat & fleira & ég er búin að fá margar ábendingar & góð svör, en eftir að hafa áttað mig á því hvað það væri mikið í boði sá ég að þetta var klárlega eitthvað sem að ég vildi aðstoð með. Ég ákvað því að spyrja í kringum mig hvert ég ætti að fara til að fá aðstoð með þetta & valdi ég því að velja mér stól í samstarfi við verslunina Fífu.

Þetta er ekki eitthvað sem að ég sé eftir, því þjónustan var mögnuð. Þekkingin var ótrúleg sem hjálpar manneskju eins & mér sem veit ekkert rosalega mikið við að taka rétta ákvörðun því það er svo margt sem þarf að hafa í huga. Þetta er í raun mikilvægasti stóllinn því það er svo margt sem þarf að huga að þegar bílstóll númer 2 er valinn. Ég var harðákveðin (og er) harðákveðin í því að hafa barnið bakvísandi eins lengi & hægt er en ég er búin að lesa mér mikið til um þau mál & það er mælt með því að börn séu bakvísandi sem allra lengst, en það er langöruggast. Samkvæmt lögum mega börn vera framvísandi frá 12 mánaða aldri en hinsvegar er mælt með því að þau séu eins & áður segir bakvísandi sem allra lengst, eða allavega að 2ja ára aldri.

Ég þurfti því að skoða alla valmöguleika með það í huga að hann gæti verið bakvísandi sem allra lengst. Ég ákvað því að skoða stóla sem geta verið bæði bak & framvísandi, þ.e.a.s. þá er hægt að snúa stólnum á báða vegu & breyta honum úr bakvísandi yfir í framvísandi seinna meir. En þá komu upp spurningar, eru Isofix festingar í bílnum? Stenst stóllinn öryggiskröfur? Hér þarf til dæmis að kíkja á „carfitting list“ framleiðanda, en það er eitthvað sem að ég hafði ekki hugmynd um, eins fannst mér mjög hjálplegt & eiginlega bara nauðsynlegt að máta stólinn í bílinn til að sjá hvernig hann passaði í sætið & hvernig hann væri miðað við gluggahæð & fleira sem að ég var að pæla í. Mér fannst þetta yfirþyrmandi & því algjörlega nauðsynlegt að fá smá fræðslu. Ég er að velja á milli tveggja stóla, Maxi Cosy 2WAYpearl & Britax DualFix núna því að mér líst svo rosalega vel á báða en er þó að hallast aðeins meira að öðrum þeirra.

Fífa er með ótrúlega gott úrval, & eru með öll toppmerkin á markaðnum & starfsfólkið kann sitt fag, hiklaust. Nú er ég að melta þetta & ætla hiklaust að kíkja til þeirra aftur, taka kærastann með & máta aftur stólana í bílinn.

Stay Tuned…

e1XtiK0v5g ekKh98MjyM

 

 

Ég er einnig dugleg að skrásetja ferlið á Snapchat, endilega fylgið mér þar <3

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

EINFALT MAKEUP - VÍDJÓ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún

    24. August 2016

    Mæli hiklaust með maxi-cosi 2way pearl