fbpx

Nýtt frá TinyCottons

Barnið

Við Siggi vorum svo heppin að fá að kíkja í verslun Petit á Suðurlandsbraut & fá að sjá nýjustu línuna frá gæðamerkinu tinycottons. Línan kemur í sölu í Petit í dag klukkan 11:00 & aðeins í takmörkuðu upplagi svo að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Við völdum okkur eitt dress sem samanstóð af peysu, buxum & kraga um hálsinn, liturinn áferðin, mýktin ÓMÆ. Línuna þarf vart að kynna enda búin að planta sér rækilega inn í barnafatatískuna uppá síkastið, falleg snið, fallegir litir & dásamleg gæði. Fötin verða ekki sjúskuð í þvotti & það er gott fyrir börnin að hreyfa sig í þeim enda efnin stórkostleg. Eins & þið sjáið er ég mjög hrifin.

Línan er innblásin af tilfinningum barna sem að er hrikalega krúttlegt, samanber hendurnar á kraganum. Það eru auðvitað til ótrúlega mörg mismunandi snið, gallar, litir  & fylgihlutir, ég mæli með því að þið kíkið upp í Petit á úrvalið, það er svo fallegt.

Ég mæli með… xx

13672424_10209740785224724_1225610904_n 13866712_10209740785304726_1341859019_n 13866828_10209740785344727_253196869_n 13823638_10209740785264725_218607875_n 13867050_10209740785744737_1334070818_n
13823400_10209740785664735_1053408240_n
13867074_10209740785824739_1381554477_n13867074_10209740785824739_1381554477_n

 

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Skriðdýr

Skrifa Innlegg