fbpx

H&M Conscious Sport

LífiðTíska

Lífið er langhlaup

In it for the long run

xx

Í byrjun árs fékk ég skemmtilegt símtal að utan þar sem mér var boðið að taka þátt í spennandi verkefni. Verkefnið snýst um að kynna nýjustu íþróttalínu H&M á samfélagsmiðlum – H&M Conscious Sport – en þar koma saman sjálfbærni, umhverfisvæn framleiðsla og innihaldsefni í bland við stíl og hágæða hönnun. Aðal innblástur línunnar eru náttúran og sterkar, sjálfstæðar konur. Línan er núþegar komin í sölu um allan heim og er fáanleg í verslunum H&M á Íslandi, í Smáralind og Kringlunni.

Ég er búin að posta nokkrum myndum úr verkefninu á instagram en með mér í liði var ljósmyndarinn og snillingurinn hún Saga Sig ♡ Við höfðum íslensku náttúruna að leiðarljósi í tökunni og var veðrið á tökudeginum stórkostlegt, ískalt en bjart og fallegt – ekta íslenskur vetur! Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á öllum myndunum enda ekki annað hægt þegar Saga á í hlut, en eftir myndatökuna úti færðum við okkur inn í Svarta Boxið í World Class Kringlunni og smelltum nokkrum meira sporty myndum.

xx

xx

xx

xx

xx

xx


Um línuna

Conscious Sport línan er einsog áður sagði öll úr endurunnum efnum og framleidd á sjálfbæran máta. Þetta er í fyrsta skipti sem H&M gerir Conscious íþróttalínu í heild sinni. Slagorð línunnar er “Lífið er langhlaup” og vísar það bæði til til mikilvægi þess að sjá hreyfingu og heilbrigt líferni sem langhlaup og langvarandi stefnu og einnig að náttúrunni; að hráefni ættu alls ekki að vera einnota og með sjálfbærni getum við lengt líftíma textílefna og þannig stuðlað að heilbrigðari jörð og lengt líftíma hennar. Allar flíkurnar eru búnar til úr endurunnu pólýester og teygjuefni.

Línan samanstendur af æfingabuxum, nokkrum týpum af íþróttatoppum með mismunandi stuðning, ermalausum toppum og léttum hettupeysum. Flíkurnar henta alhliða hreyfingu og vísar útlit línunnar til náttúrunnar og fallegu litapallettunnar sem sjá má í landslaginu; dökkgrænn, svartur, beislitaður og fölbleikur eru nokkrir af þeim jarðartónum sem bregður fyrir í línunni. Praktískir eiginleikar flíkanna eru að þær eru m.a. quick-dry, án saums sem eykur þægindi, aðsniðið form á buxunum veitir stuðning og loftgöt aðstoða við að lofta og halda líkamshitanum stöðugum.

Conscious Sport línan er hluti af þróunarferli H&M sem felur í sér að ná 100% sjálfbærni í einu og öllu. Aðalmarkmið H&M er að “loka hringnum” svo gamlar flíkur og textílefni geti verið endurnýtt og endurunnin í nýjar flíkur. Þannig stuðlar H&M að jákvæðri framþróun á umhverfismálum.

Hér má sjá myndir af flíkunum ásamt markaðsmyndum.

Kynningarmyndband fyrir línuna má finn hér – en það ásamt markaðsmyndunum var tekið upp í Skotlandi.


xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Hér með þér

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    25. January 2018

    TRRRRRyllist! xxxx

  2. sigridurr

    25. January 2018

    GOALS!xx