fbpx

Gestaþjálfari, skemmtileg æfing og nýtt námskeið

ÆfingarWorld Class

Í síðustu viku átti ég frábrugðinn og skemmtilegan vinnudag þar sem ég var gestaþjálfari á námskeiðunum hjá Söndru vinkonu sem hún er með í World Class í Smáralindinni. Dagurinn byrjaði eldsnemma en fyrsta æfingin var kl 06:30 og sú síðasta kl 18:30 – með hléum. Fyrir utan að vera einkaþjálfari er Sandra einnig þjálfari hjá KVAN, (KVAN hjálpar þér að ná markmiðum þínum, takast á við hindranir og auka sjálfstraust þitt), og hafa námskeiðin hennar því þá sérstöðu að einblína ekki einungis á líkamlegan styrk og heilsu heldur einnig þá andlegu en fyrstu 15 mínútur af hverjum tíma fara í spjall um markmið og andlegu hliðina sem er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna.

Það var ótrúlega gaman að koma inn sem gestaþjálfari og tókum við Sandra æfinguna síðan sjálfar með síðasta hópnum – þannig ég get vottað fyrir að hún tekur vel á!

Æfingin er með formatinu 10 til 1 en ég man alltaf eftir æfingu í MGT hjá Birki í Laugum sem var með því formi og hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan. Það skemmtilega við slíkar æfingar er að maður er í raun í kappi við sjálfan sig og sín eigin markmið og gerir hver og einn æfinguna eins erfiða og honum hentar. Æfingin virkar semsagt svoleiðis að maður byrjar á efstu æfingunni (10 hnébeygjur) og síðan byrjar maður aftur efst og tekur efstu æfinguna (10 hnébeygjur) og bætir síðan næstu æfingu við (9 jumping janes) og færir sig síðan aftur efst. Tekur þá 10…9…og 8, og svo koll af kolli bætir maður alltaf næstu æfingu við og vinnur sig síðan niður listann þar til maður tekur allar æfingarnar í röð í lokin. Settin eru því í heildina 10 en hvert sett er með einni fleiri æfingu en settið á undan. Ég vona að ég sé að ná að útskíra þetta nógu vel.

Það vinnur hver og einn á sínum hraða en það er í raun engin pása á æfingunni. Á námskeiðinu gáfum við hópnum 25 mínútur í þessa æfingu (eftir góða upphitun) og náðu einungis nokkrar að klára allann listann í gegn. Það er því annaðhvort hægt að taka æfinguna svoleiðis og setja sér markmið um að komast lengra næst þegar maður tekur hana (ef maður nær ekki að klára á 25 mín) – eða ef þið eruð ekki í tímaþröng að klára þá bara alla æfinguna í gegn og taka tímann og reyna þá að bæta hann næst. Ég lét samt alla taka síðustu æfinguna, mínútu keyrslu á assault hjólinu eða róðravélinni, þrátt fyrir að hafa ekki náð að klára hinar æfingarnar í gegn. Virkilega góður finisher!


10 to 1
workout by Birgitta Líf

  • 10 hnébeygjur m/stöng

  • jumping jacks

  • wall balls

  • lemon squeezers (https://www.youtube.com/watch?v=jvo97VVmjQg)

  • afturstig m/plötu overhead

  • burpees

  • strict press m/stöng (axlapressa)

  • box jumps

  • armbeygja + T plank (hliðarplanki)

  • mín á assault bike eða róðrarvél

Ég mæli með að setja plötur/þyngd á stöngina fyrir hnébeygjurnar og axlapressurnar og frekar létta hana eftir því sem líður á æfinguna.


Mig langar að plögga smá þar sem ég get innilega mælt með Söndru sem þjálfara og benda á að það eru að hefjast ný námskeið hjá henni í næstu viku en allar upplýsingar fáið þið hjá henni sjálfri á instagram xx

Endilega taggið mig eða sendið mér ef þið takið æfinguna – hef virkilega gaman af því að fá að fylgjast með!

“Njótið” vel … eða njótið svitabaðsins sem þessi æfing er haha!

xx

Birgitta Líf
socialmedia: @birgittalif

Birthday Brunch

Skrifa Innlegg