Lakkrísbomban

Uppskriftir

Í tilefni þess að ég varð 25 ára þann 19. október s.l. bauð ég nánustu vinkonunum í smá brunch um helgina (en ég ætla svo að halda betur uppá það þegar tími gefst). Þegar kemur að bakstri og kökum get ég alveg gleymt mér í gleðinni en ég elska að baka og er alltaf að prófa mig áfram í eldhúsinu! Þar er ég líka ekkert að spá í hollustunni heldur er ég á því að ef maður er að baka eða leyfa sér á annað borð þá verður maður að njóta þess – svo lengi sem maður gætir almennt hófs á móti.

Fyrir ári síðan bauð ég í svipaðan afmælisbrunch og prófaði þá að gera piparlakkrískrem á venjulega súkkulaðiköku sem vægast sagt sló í gegn. Eftir það hef ég gert kökuna nokkrum sinnum og alltaf breytt örlítið til og prófað mig áfram og um helgina held ég að kakan hafi verið fullkomnuð. Ég sýndi örlítið frá bakstrinum á snapchat og instagram og fékk fjölmargar beiðnir um uppskrift sem ég ætla að sjálfsögðu að deila með ykkur hér – þessa verða allir lakkrísunnendur að prófa :)

Ég bý öll mín krem alltaf til frá grunni en skammast mín ekkert fyrir það að segja að ég nota langoftast Betty Crocker kökumix í botninn nema með smá “leynihráefni” útí, en fyrir utan það að með því að nota tilbúið mix einfaldar maður og flýtir mikið fyrir sér í bakstrinum  þá finnst mér kökurnar líka betri. Ég fæ allavega alltaf að heyra hvað botnarnir mínir séu mjúkir og góðir. Leynihráefnið er búðingur (t.d. Royal) en þetta er trix sem ég lærði af Berglindi á Gotterí & gersemar fyrir mörgum árum og ég hef notað síðan. Þá bætir maður einfaldlega búðing (bara duftinu, býrð ekki til “búðing”) útí kökumixið áður en blautefnunum er blandað við. Þetta gefur kökunni meiri “moisture” og “fluffy” áferð.

Nói Síríus var að koma með piparlakkrískurl í baksturinn sem ég notaði um helgina og það var ekkert smá gott. Það er að sjálfsögðu hægt að nota venjulegt lakkrískurl líka en þetta gefur smá “extra”. Ég mæli þó alltaf með að nota Nóa lakkrís í bakstur þar sem hann harðnar ekki í ofninum! Ég hef síðan keypt Dracula piparduft sem ég rakst á í Hagkaup sem er mjög bragðgott útí en það er örugglega hægt að nota hvaða piparduft sem er.

xx

Lakkrísbomba Birgittu Líf

 

Botninn

1 pk Betty Crocker súkkulaðikökumix
1 pk súkkulaðibúðingur 
1 pk Nóa piparlakkrískurl
1 dolla piparduft 
3 egg
Olía skv. leiðbeiningum á BC
Vatn skv. leiðbeiningum á BC

Kökumixið og búðingurinn sett í skál og eggjum, olíu og vatni hrært við skv. leiðbeiningum á Betty Crocker pakkanum. Þegar deigið er tilbúið er pipardufti og piparlakkrískurli blandað varlega saman við. Hellt í tvö smurð form og bakað í u.þ.b. 20 mín.

Kremið

250 g mjúkt smjör
2 egg
4 tsk vanilludropar
4 msk þykkt sýróp
700-900 g flórsykur
1-1,5 dolla piparduft

Smjör, egg, vanilludropar og sýróp hrært létt saman. Hér er lykilatriði að smjörið sé vel mjúkt – það er oft gott að byrja á að hræra það sér til að mýkja upp. Flórsykrinum er svo blandað smátt og smátt rólega saman við þangað til kremið fær þá áferð og þykkt sem þið viljið. Piparduftinu er að lokum bætt útí eftir smekk.

Lakkrískaramellan

1 poki Nóa lakkrís rjómaperlur
4 msk rjómi

Lakkrísperlurnar eru bræddar saman í potti á lágum hita ásamt rjóma. Blöndunni er hellt í litla skál og látin kólna áður en hún fer yfir kremið. Kreminu er smurt á milli botnanna og yfir alla kökuna. Piparlakkrískurli er dreift yfir kremið og lakkrískaramellunni svo slett yfir.

Þegar kemur að kreminu skiptir að mínu mati mestu máli að vera þolinmóður og “dúlla” sér við að blanda það. Blanda fyrstu blönduna vel en rólega saman og setja flórsykurinn í litlum pörtum útí. Ég var örugglega í næstum hálftíma að blanda kremið þar til það náði þeirri áferð sem ég vildi en ég stillti hrærivélina aldrei á meiri hraða en 4-6. Ég nota “hrærarann” á KitchenAid vélina þegar ég blanda kremið.

xx

Ég vona að njótið vel og ykkur er alltaf velkomið að senda mér skilaboð á instagram ef þið hafið spurningar. Það væri gaman að fá að fylgjast með ef þið prófið!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Vatnsmelónukrap fyrir börnin

Lífið MittSS14Tinni & Tumi

Alltof lengi er ég búin að ætla að gera melónukarp fyrir Tinna Snæ. Ég ákvað að skella því í gang í gær í þessu dásamlega veðri. Ég átti hálfa melónu inní ískáp sem ég tók utan af, týndi steinana úr henni, skar hana í nokkra bita og setti inní fyrsti. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því að Tinna fyndist þetta ekki gott þar sem ég er handviss um að hann geti klárað heila Vatnsmelónu án þess blikka.

Vatnsmelónubitarnir voru í nokkra tíma inní fyrsti og svo skellti ég þeim bara í matvinnsluvélina og lét hana mauka klakana niður. Það verður samt að setja smá vatn með bitunum svo krapið þiðni aðeins:)

Tinna fannst þetta svakalega gott og bað bara um meira og meira – ég ætla að reyna að eiga svona bita inní frysti í allt sumar. Ég sé fyrir mér að það sé líka kannski gott að prófa að setja fleiri ávexti útí sem maukast vel með. Ein vinkona mín var svo að mæla með því að ég maukaði banana bætti útí 1 dl af mjólk og smá vanilludropum og setti í frysti – sagði að þetta bragðaðist eins og rjómaís. Því miður er ég sjálf með banana ofnæmi en mig langar að prófa að gefa Tinna Snæ svona við fyrsta tækifæri.

Myndarskapurinn var í hámarki en ég skellti líka í mína uppáhalds köku en uppskriftina finnið þið hjá henni Evu Laufey – Syndsamlega góð rice krispies kaka. Ég breytti uppsrkriftinni lítillega en ég setti jarðaber saman við rjómann og aðeins ofan á hann og í staðin fyrir Góu karmellukúlur eru þetta Bingókúlur – mæli með að þið prófið það sérstaklega ef þið eruð lakkrísaðdáendur eins og ég :)

IMG_2879 IMG_2887

Helgin mín var ein sú besta sem ég hef átt í langan tíma en ég eyddi henni eins mikið og ég gat með strákunum mínum – svoleiðis á það að vera ég  vona að ég muni eiga fleiri svona helgar á næstunni:)

EH

 

SUNNUDAGSBAKSTUR

EldhúsHitt og þettaHugmyndir

Ef sunnudagar eru ekki til baksturs þá veit ég ekki hvaða dagur er það. Þið hafið öll eflaust tekið eftir rósaköku æðinu sem margir eru haldnir, en ég er búin að finna nýja áskorun handa öllum rósaköku snillingunum þarna úti. Það eru þessar kökukremrósir…

SAMSUNG CSC SAMSUNG CSCSAMSUNG CSCSAMSUNG CSC

Einstaklega fallegar rósakökur, en eflaust mikil nákvæmnisvinna:)

Hver ætlar að prófa?

Frekari leiðbeiningar má finna á bloggsíðunni Twigg studios.