fbpx

HJÓNABANDSSÆLA MEÐ VÍNBERJASULTU

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hjónabandssæla er bæði einföld og afar ljúffeng kaka sem gott er að eiga til bjóða með kaffinu. Hér kemur mín útgáfa sem ég gerði í samstarfi við ÍSAM. Það tekur enga stund að útbúa hana en hún inniheldur m.a. haframjöl, kókosmjöl og pekanhnetur sem ásamt vínberjasultunni gera hana alveg ómótstæðilega. Mér finnst síðan nauðsynlegt að bera kökuna fram með þeyttum rjóma. Nammi! Mæli með í sunnudagskaffinu.

200 g brætt smjör
150 g púðursykur
150 g fínt spelt (eða hveiti)
150 g haframjöl
1½ dl kókosmjöl
1 dl saxaðar pekanhnetur
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
⅔ krukka vínberjasulta frá St. Dalfour

Aðferð

  1. Hrærið öllum hráefnunum (fyrir utan sultuna) saman í hrærivél (einnig hægt að hræra með sleif).
  2. Dreifið ⅔ af deiginu í eldfast form og þrýstið deiginu í formið.
  3. Smyrjið sultunni ofan á og dreifið restinni af deiginu ofan á.
  4. Bakið í ofni við 180°C í 20-25 mínútur eða þar til kakan er fullbökuð. Berið fram með þeyttum rjóma og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

HELGARKOKTEILLINN: STOKKRÓSAR MARGARITA

Skrifa Innlegg