fbpx

Gamlársgleðin

HeimiliðLífiðSamstarf

2 0 1 9

Gleðilegt nýtt ár! Aðeins í seinna lagi frá mér þar sem fyrstu tvær vikur ársins hafa flogið áfram og ég hef haft nóg fyrir stafni.

Síðustu áramót voru þau fyrstu eftir að ég flutti að heiman og ákvað ég því að skella í eitt stykki áramótapartý. Mér finnst ótrúlega gaman að halda boð og  fannst því tilvalið tækifæri að bjóða til mín um áramótin. Ég var heima hjá mömmu og pabba með fjölskyldunni fram yfir miðnætti en var búin að undirbúa allt heima hjá mér fyrr um daginn.

Gleðin stóð langt fram eftir morgni og það heppnaðist allt ótrúlega vel. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fagna í góðra vina hópi og vona að þetta verði árlegur fögnuður hjá mér! xx

Allar skreytingar fékk ég frá Partývörum – www.partyvorur.is 

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Heima: Elli og Erró

Skrifa Innlegg