fbpx

Heima: Elli og Erró

Heimilið

Það er alltaf að verða heimilislegra og heimilislegra hérna hjá mér í Skuggahverfinu en ég hefði aldrei trúað því að mér myndi líða svona ótrúlega vel hérna. Ég eeeelska heimilið mitt og það er fátt skemmtilegra en að halda áfram að gera það fínt.

Þrátt fyrir að vera búin að koma mér mjög vel fyrir þá er alltaf eitthvað sem mig langar að bæta við eða gera og kemur það smám saman. Ég var loksins að fá pabba til að koma og hengja upp tvær myndir hjá mér eftir að ég hafði farið með þær í innrömmun og ég er í skýjunum með útkomuna.

Verkin eru bæði eftirprent sem ég keypti; annað þeirra er eftir hinn eina sanna Erró. Litirnir og myndin sjálf kallaði á mig þegar ég sá hana en mér finnst hún passa virkilega vel hér inn hjá mér.

Hitt er verkið Sugar Hill eftir Ella Egilsson sem smellpassar hér inn. Ég er ótrúlega hrifin af verkunum hans Ella og mæli með að fylgjast með honum á instagram: @elliegilsson

Smá gamlárspartý-undirbúningur í bakgrunn…

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Verkin keypti ég bæði sjálf.

Mín uppáhalds Moët

Skrifa Innlegg