Gjafaleikur: Bitz Living

HeilsaHeimilið

Það er komið að virkilega fallegum gjafaleik hjá mér sem ég er búin að vera mjög spennt fyrir að deila með ykkur!

Í haust opnaði BAST – ný lífsstílsverslun á 1. hæð í Kringlunni. BAST er með fjölbreytt úrval af fallegri heimilis- og gjafavöru þar sem skandinavísk hönnun er áberandi. Sjálf hef ég mikinn áhuga á fallegum hlutum fyrir heimilið og er dugleg að safna mér í búið. BAST er strax orðin ein af mínum uppáhaldslífsstílsverslunum og er það einna helst vegna þess að þar fást vörurnar frá Bitz Living. Í samstarfi við BAST langar okkur að gefa einum heppnum lesanda veglegan pakka frá Bitz xx

Ég fór í BAST í vikunni og valdi vörur í gjafaleikinn. Ég hugsaði pakkann þannig að hann henti þeim sem eru að byrja að búa eða safna í búið og því er tvennt af hverjum hlut í stell – þó svo að allir geti að sjálfsögðu tekið þátt sem hafa áhuga á að eignast þessa fallegu hluti! Bitz er hönnun danska næringafræðingsins Christian Bitz og það er skemmtileg hugsun á bakvið alla hlutina í línunni, t.a.m. stærð diska út frá ráðlögðum skammti o.þ.h.


Gjöfin samanstendur af:

  • 2x Bitz diskum
  • 2x Bitz skálum
  • 1x Bitz eldfast mót
  • 2x Bitz göfflum
  • 2x Bitz hnífum
  • 2x Bitz skeiðum
  • Servíettupakka
  • Súkkulaði

Til að taka þátt:

1. Fylgið @bast.kringlan á instagram

2. Deilið þessari færslu

3. Skiljið eftir komment hér að neðan með fullu nafni 

Svo einfalt er það! (Ath. að það þarf að uppfylla öll skilyrðin til að komast í pottinn)


Dregið verður miðvikudaginn 20. desember

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

FALLEG VERSLUN: MAÍ

INNBLÁSTURÓSKALISTISNYRTIVÖRURTÍSKA
*Færslan er ekki kostuð

Er eðlilegt að ég sé strax komin með prófabugun? Ég er byrjuð í lokaprófum og geri því lítið annað þessa dagana en að læra.. en ég tek mér pásur inn á milli og finnst þá gaman að skrifa um eitthvað fallegt og skemmtilegt.

Ein af mínum uppáhalds verslunum er að stækka við sig en það er verslunin Maí í Garðabænum. Ég fer reglulega þangað til þess að kaupa gjafir og annað en þessi verslun er með ótrúlega flott úrval af allskonar vörum. Ég varð því mjög glöð og spennt þegar að ég frétti fyrr í vetur að þau væru að fara stækka verslunina. Það verður því ennþá meira úrval hjá þeim og voru þau til dæmis að bæta við sig gullfallegum flíkum. Ég er mjög spennt að fara og skoða!

 

Ég er ástfangin af þessu dressi xx 

Maí ætlar að fagna nýrri og betrumbætri verslun næstkomandi föstudag (1.des) milli 17:00-19:00, á Garðatorgi 6. Ég mæli svo sannarlega með að fara og kíkja á þessa flottu verslun! Ég ætla allavega að reyna að líta uppúr bókunum og kíkja xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

INTERIOR INNBLÁSTUR FYRIR HEIMILIÐ:

HUGMYNDIRINNBLÁSTURINTERIOR

Það er soldið síðan ég póstaði innblástri fyrir heimilið en mér finnst alltaf jafn gaman að skoða interior innblástur á Pinterest – það er allt svo fallegt þar.. Allavega ég ákvað að deila með ykkur nokkrum fallegum myndum sem ég fann á Pinterest.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

HEIMILISINNBLÁSTUR

Fyrir heimilið

dixonlampnejlikorshoes 2_mia linnman linnmangallery1DSC_0277 chest2

Fínn innblástur fyrir heimilið á þessum rólega en góða mánudegi… Svona dagar eiga að fara í fátt annað en stúss heimafyrir og góðan mat, jú sum ykkar eru kannski þunn en það er ég aldeilis ekki. Myndir via Solid Frog.

Vonandi var helgin ykkar alveg frábær! Mikið verður gott að komast aftur í smá rútínu á morgun og það er nóg af skemmtilegum færslum á planinu:)

Draumahúsið okkar

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt að láta sig dreyma því óafvitandi þá vinnur maður í því að láta drauma sína rætast. Ég er ekki ein af þeim sem dreymir um að eiga risastórt einbýlishús, mig langar einfaldlega að eiga heima þar sem fer vel um mig og mína. Við fjölskyldan búin nánast útí sveit, uppvið fallegt stöðuvatn sem er á höfuðborgarsvæðinu. Hér elskum við að vera, það er friðsælt og nánast engin umferð af frátöldum sunnudagsbíltúrs fólkinu sem keyrir mest framhjá um helgar, hestafólkinu og hundaeigendunum. Við njótum okkar í botn og það er dásamlegt að vera á svona friðsælum stað.

Aðeins fyrir neðan húsið okkar er auður reitur. Líklega hefur verið þar áður sumarbústaður sem var fjarlægður en undirstöðurnar urðu eftir. Þetta er fullkomin staðsetning fallegur gróður umlykur reitinn og útsýnið er beint yfir stöðuvatnið. Þarna langar mig að eiga heima, í fullkomnu litlu timburhúsi sem rúmar mig og mína fjölskyldu.

Við erum komin mjög langt í hausnum með þessi plön okkar og eru heilluð af „Tiny House“ sem innanhúshönnuðurinn Jessica Helgerson býr í ásamt fjölskyldunni sinni. Mig langar að leyfa myndunum af húsinu þeirra að fljóta með hér svo þið sjáið hvað ég er að tala um….

Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart LivingTiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart LivingÓ mér finnst þetta alveg fullkomið og mig langar í það – íslensku útgáfuna þar sem einangrunin er mögulega aðeins meiri. En hér hafa Jessica og fjölskylda notað alls konar hugmyndir til að nýta rýmið sem best, undir sófunum er geymsla fyrir ýmist dót sem rúmast ekki í hillum eða skápum. Mér finnst svefnloftið alveg fullkomið og pallurinn er dásamlegur.

Þarna langar mig að eiga heima. Það yrði þó mjög krefjandi þar sem ég er mikill safnari og á alltof mikið af dóti. Ég þarf að reyna að slaka á söfnunaráráttunni minni og líklega losa mig við nokkuð af dóti áður en ég flyt þangað inn.

Ég rak svo augun í könnuna/blómavasann sem Sigga Heimis hannaði fyrir Ikea í glugganum á svefnloftinu sem ég á einmitt sjálf og er nýlega komin aftur í sölu í IKEA – sjá HÉR.

EH

Kristjana S Williams

Mig dreymir um að eiga einn af fallegu púðunum eftir hana Kristjönu. Mágkona mín á einn sem er sannkallað listaverk og ég tók eftir því að þeir eru fáanlegir í Kiosk þessa stundina og prýða einn af gluggunum þar.

Ég er farin að safna alls konar hlutum á óskalista hjá mér – 24 ára afmælisdagurinn nálgast óðfluga og þessir púðar eru ofarlega á listanum.

d7058a_2b2f180034d61dd6ab9e5c8669812ac1.png_srz_389_400_75_22_0.50_1.20_0 d7058a_7d4627ccbbbc328010949784b6bd8204.png_srz_400_386_75_22_0.50_1.20_0 d7058a_23bac1567e6b908986ceed4e6d2abda8.jpg_srz_400_395_75_22_0.50_1.20_0 d7058a_3211feb53ecc1a521a9f2357bc610798.jpg_srz_400_369_75_22_0.50_1.20_0 d7058a_15850f2752487b4ccac26513f46232c1.png_srz_388_400_75_22_0.50_1.20_0 d7058a_efd3ab452a6052f234c0c4495adb01a1.jpg_srz_400_384_75_22_0.50_1.20_0Ég á þó í miklum erfiðleikum með að velja hvaða púða ég ætti að fá mér – eða fá gefins – mér finnst fiðrildið ofboðslega flott en líka fuglarnir en mágkona mín á þannig svo ég ætti kannski að velja einhvern aðeins öðruvísi:)

Inná heimasíðu Kristjönu sem þið finnið HÉR eru svo ýmsar aðrar vörur í boði – og fleiri púðar líka. Þar eru t.d. teikningar og þessar hér heilla mig mest.

d7058a_38f58f39405511e09a261d3983ac9ef7.png_srz_308_400_75_22_0.50_1.20_0 d7058a_e7557f8238418a94b9b35843415dd729.png_srz_302_400_75_22_0.50_1.20_0Mig dauðlangar í púða eða teikningu – get eiginlega ekki líst því nógu sterkt!

Hvað finnst ykkur?

EH

Lifandi Blóm

FallegtLífið Mitt

Unnusti og yndisleg vinkona færðu mér falleg blóm í síðustu viku. Það er svo gaman að hafa lifandi blóm á heimilinu mig langar að reyna að gera það að smá vana að splæsa vikulega í fallegan blómvönd:)Bókin sem fylgdi túlípönunum er svo smá húmor frá unnustanum;)

EH

Ný Mubla

FallegtFyrir HeimiliðLífið MittTinni & Tumi

Fallegur ruggustóll var að bætast í innbúið okkar Aðalsteins – ég á hann samt eins og ég hef lagt mikla áherslu á. Ruggustóllinn var áður inná heimili ömmu og afa en henni fannst alveg upplagt að ég fengi hann því ég talaði svo mikið um hvað mér fyndist þæginlegt að rugga mér í lazyboy stólunum þeirra á meðan ég var að gefa Tinna að drekka.

Mér finnst gaman að heimilið mitt innihaldi bæði ný húsgögn og eldri með sögu. Svo þarf ég bara að krossleggja fingur og vona að notknot púðarnir fari að mæta í Aurum svo ég geti fengið mér einn fyrir inneignarnótu sem ég á í versluninni. Hefur dreymt svo lengi um svona púða að ég get ekki hugsað mér að fá mér neitt annað úr versluninni. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða litur passar í nýja ruggustólinn.

Heimilinu var alveg snúið á hvolf til að koma stólnum fyrir en ég er ánægð með að hafa hann þarna uppvið gluggann. Hann er í einum enda íbúðarinnar svo þegar ég sit í honum sé ég yfir alla íbúðina – og get skipað öðrum íbúum hennar fyrir á meðan sonurinn drekkur.

EH