fbpx

NÝ & SPENNANDI VEFVERSLUN! RAMBA

Fyrir heimilið

Það er ekki á hverjum degi sem vinkona manns opnar glæsilega vefverslun svo ég er sérstaklega spennt að segja ykkur frá Ramba sem er einstaklega falleg vefverslun fyrir heimilið. Það eru þau Guðný Stefánsdóttir æskuvinkona mín, maðurinn hennar Gestur Jónsson ásamt vinahjónum sínum sem standa á bakvið verslunina Ramba. Þar má finna sérvaldar og vandaðar vörur fyrir heimilið og úrvalið er svo sannarlega glæsilegt og á enn meira eftir að bætast við.

“Ramba er ný netverslun með sérvaldar, vandaðar, hágæða hönnunar- og heimilisvörur. Í Ramba má finna vörur fyrir alla anga heimilisins. Vörur fyrir eldhúsið, stofuna, baðherbergið, anddyrið og svefnherbergið. Við hjá Ramba reynum eftir fremsta megni að bjóða vörur sem eru lífrænar og hreinar sbr. kerti, ilmstrá og sápur frá Hing organics.
Eigendur Ramba sameinuðu krafta sína og reynslu þegar fyrirtækið var stofnað en öll hafa þau mismunandi menntun og bakgrunn sem reynist svo vel þegar stofnað er fyrirtæki. Hjá Ramba er lögð áhersla á vandaðar vörur og góða og persónulega þjónustu.”

Skoðum brot af úrvalinu frá merkjum eins og Kristina Dam Studio, Bloomingville, Aida, Hübsch og Hing Organics

Ég tók saman nokkra uppáhalds hluti sem heilla augað – og er ég mjög spennt að sjá hvaða vörur koma til með að bætast við úrvalið og mun óskalistinn án efa stækka hjá mér!

Hér sjáið þið m.a. gullfallega kökudiska, smart blaðagrind, uppáhalds ilminn minn – Lemongrass í kerti og handsápu, fallegar luktir sem eru fullkomnar fyrir sumarkvöld ásamt nokkrum öðrum smart hlutum fyrir heimilið.

Ég hvet ykkur til þess að líta við á úrvalið hjá Ramba en ef þið skráið ykkur á póstlistann þeirra þá fáið þið 15 % afsláttarkóða sem gildir á fyrstu pöntun.

Til hamingju elsku Guðný mín með fallegu vefverslunina ykkar. Hlakka mikið til að fylgjast með ykkur í framtíðinni ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : STÍLHREINT Á LAUGARNESVEGINUM

Skrifa Innlegg