Mig dreymir um að eiga einn af fallegu púðunum eftir hana Kristjönu. Mágkona mín á einn sem er sannkallað listaverk og ég tók eftir því að þeir eru fáanlegir í Kiosk þessa stundina og prýða einn af gluggunum þar.
Ég er farin að safna alls konar hlutum á óskalista hjá mér – 24 ára afmælisdagurinn nálgast óðfluga og þessir púðar eru ofarlega á listanum.
Ég á þó í miklum erfiðleikum með að velja hvaða púða ég ætti að fá mér – eða fá gefins – mér finnst fiðrildið ofboðslega flott en líka fuglarnir en mágkona mín á þannig svo ég ætti kannski að velja einhvern aðeins öðruvísi:)
Inná heimasíðu Kristjönu sem þið finnið HÉR eru svo ýmsar aðrar vörur í boði – og fleiri púðar líka. Þar eru t.d. teikningar og þessar hér heilla mig mest.
Mig dauðlangar í púða eða teikningu – get eiginlega ekki líst því nógu sterkt!
Hvað finnst ykkur?
EH
Skrifa Innlegg