fbpx

Bond

Ég bý yfir ýmsum leyndarmálum sem ég er reyndar mjög dugleg að segja ykkur frá. Eitt af þeim er að ég er algjör sökker fyrir kvikmyndaseríum – eins og Harry Potter, Star Wars, Lord of the Rings og ég get varla beðið efti næstu mynd af Hobbitanum. Þetta er eitthvað sem ég kenni föður mínum um en honum var mikið í mun að við systkinin kynnum góðar myndir/sögur að meta og það tókst svo sannarlega vel upp hjá honum.

Það sem vantar þó á þennan lista er James Bond. Ég hef séð allar myndirnar (nokkrum sinnum) – meirað segja upprunalegu Casino Royale og Never Say Never Again (sem er ekki viðurkennd JB mynd). Hver og einn leikari sem hefur leikið James Bond hefur gert karakterinn að sínum og hann hefur breyst mikið í gegnum árin. Það sem þessir leikarar hafa allir þó lagt áherslu á er að leggja áherslu á karlmannleg eðli karakterins (þó allir á ólíkann hátt). Mér finnst þó enginn leika hann jafn vel og Sean Connery þó svo Daniel Craig komist næst því – Pierce Brosnan fór með það þegar hann tók þátt í Mamma Mia. Ég sá bara fyrir mér James Bond að syngja ABBA – sem passaði ekki alveg…

En svo ég komi mér að efninu þá er þessi færsla ætluð til að kynna fyrir ykkur nýja James Bond ilminn – sem er eins og karakterinn mjög karlmannlegur!

Ilmurinn er Eau de Toilette sem og heitir Quantum og er þriðji ilmurinn sem er gefinn út undir nafni James Bond. Ilminum er ætlað að hressa líkama og sál og efla skilningarvitin og viðbragðsflýtina sem þarf til að geta leyst öll verkefni…. svona eins og Bond gerir;)

james-bond670SConnery_JamesBond_GQ_2jun11_rex_bjames-bond-daniel-craig-movie-skyfall

Ilmurinn er samansettur af einiberjum sem fer svo yfir í peruappelsínur sem gefa sítruskeim – dýpsti tónn þessa ilms er svo sandelviður sem einmitt einkennir marga herrailmi og gefur þeim þetta karlmannlega element. Það sem kom mér þó helst á óvart var einn tónn ilmsins sem ég áttaði mig ekki fyllilega á fyr en ég var búin að lesa mér betur til um ilminn og það er ilmur af leðri. Með leðrinu kemur tenging við dýru sportbílana sem James Bond ekur um á. Saman við þessa tóna blandast svo fjólublöð sem gefa ilminum og karlmanninum sem notar hann yfirvegun. Fjólublöðin finnst mér ná að tengja alla þessa ólíku tóna saman í mjög góðan herrailm.Hér sjáið þið flöskuna – en uppáhalds hjá mér við hana er tappinn sem er samt eiginlega ekki til staðar því þetta er snúningstappi. Ég nefninlega á það til að týna stundum töppum af ilmvatnsglösum – hvernig það veit ég ekki. Svo þetta er kostur finnst mér svona fyrir þá karlmenn sem eru utan við sig.

Ilmurinn er fáanlegur í 30ml og 50 ml umbúðum – einnig er til After Shave Lotion, Sturtugel og Deo stick.

EH

Teikning eftir Rakel Tómasar

Skrifa Innlegg