fbpx

FALLEG VERSLUN: MAÍ

INNBLÁSTURÓSKALISTISNYRTIVÖRURTÍSKA
*Færslan er ekki kostuð

Er eðlilegt að ég sé strax komin með prófabugun? Ég er byrjuð í lokaprófum og geri því lítið annað þessa dagana en að læra.. en ég tek mér pásur inn á milli og finnst þá gaman að skrifa um eitthvað fallegt og skemmtilegt.

Ein af mínum uppáhalds verslunum er að stækka við sig en það er verslunin Maí í Garðabænum. Ég fer reglulega þangað til þess að kaupa gjafir og annað en þessi verslun er með ótrúlega flott úrval af allskonar vörum. Ég varð því mjög glöð og spennt þegar að ég frétti fyrr í vetur að þau væru að fara stækka verslunina. Það verður því ennþá meira úrval hjá þeim og voru þau til dæmis að bæta við sig gullfallegum flíkum. Ég er mjög spennt að fara og skoða!

 

Ég er ástfangin af þessu dressi xx 

Maí ætlar að fagna nýrri og betrumbætri verslun næstkomandi föstudag (1.des) milli 17:00-19:00, á Garðatorgi 6. Ég mæli svo sannarlega með að fara og kíkja á þessa flottu verslun! Ég ætla allavega að reyna að líta uppúr bókunum og kíkja xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: DEKUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hlín

    30. November 2017

    ómæ þessi græni hringur!!!