fbpx

Rainy Festival Weekend

66° NORTHLífiðNikeTíska

GLEÐILEGAN FÖSTUDAG

xx

Fyrir utan brúðkaup ársins þá fór síðustu helgi fram Secret Solstice tónlistarhátíðin í Laugardalnum – einsog hefur líklega ekki farið framhjá mörgum.

Undirrituð var búin að hlakka mikið til og ég var með nokkur outfit tilbúin fyrir þessa helgi. Veðrið lék þó aldeilis ekki við okkur Íslendinga frekar en fyrri daginn og þurftu kjólarnir og strigaskórnir sem ég hafði í huga að fjúka fyrir aðeins vatnsheldari og hlýrri outfitum.

Ég hélt í vonina um að það myndi rætast úr veðrinu en gafst síðan upp og skellti mér á síðustu stundu bæði í 66° Norður og Nike (sem ég er bæði í samstarfi með) og dressaði mig upp! Það síðasta sem mig langaði var að verða blaut eða kalt og ég fór þessvegna all in í að vera klædd í takt við veðrið.


DAY ONE

Við vinkonurnar ákváðum að vera matching fyrsta kvöldið!

Anorakkar: Nike
Peysur: Bylur 66° Norður
Sokkar: Nike
Sneakers: Nike AirForce 1
Bumbags: Nike og 66° Norður

DAY TWO

Jakki: Hvannadalshnjúkur 66° Norður
Taska: Chanel Boy Bag
Buxur: Svartar Bankastræti 66° Norður
Sneakers: Nike AirMax 97

DAY THREE

Síðasta kvöldið rigndi einsog enginn væri morgundagurinn!

Húfa: 66° Norður
Buff: HAD
Jakki: 66° Norður
Buxur: Grænar Bankastræti 66° Norður
Skór: Dr. Martens Chelsea Boot


Þrátt fyrir rigninguna skemmti ég mér konunglega!

Ég hef verið í smá pásu frá Trendnet vegna anna í nýrri vinnu og námi en auk samfélagsmiðlanna fyrir World Class er ég núna að sjá um tvær stöðvar, Seltjarnarnesið og Hafnarfjörð. Síðan var ég að klára einkaþjálfaranám og við tekur útskrift um helgina. Það er því búið að vera nóg að gera, einsog alltaf!

Þangað til næst.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif 

Nýja heima: Innflutningspartý

Skrifa Innlegg