Helgin mín

Lífið

Eins og ég talaði um í blogginu hér á undan fór ég á Secret Solstice um helgina og átti virkilega skemmtilega helgi. Á laugardeginum gerðum við okkur glaðan dag og hittumst nokkrir vinir áður en við héldum á hátíðina. Við fengum okkur nokkra svalandi drykki og dásamlega humarsúpu sem strákarnir í Kjöt & Fiskur matreiddu fyrir okkur. Það voru allir sammála um að hún væri ein sú besta sem við höfum smakkað – mæli með! Með súpunni kom súrdeigsbrauð frá Brauð og co. og allskonar gómsætt meðlæti frá Kjöt & Fisk.

xx

Nokkrar myndir frá helginni:

xx

Birgitta Líf

instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

66° á Solstice

LífiðTíska

Þá er Solstice helgin yfirstaðin og skemmti ég mér konunglega! Veðrið var alveg ekta íslenskt sumar með sól og rigningu til skiptis. Það þurfti því að huga að fjölbreyttri veðráttu þegar outfit helgarinnar voru ákveðin.

Matching 

Ég fór í 66° Norður í síðustu viku og fékk að velja mér nokkrar flíkur fyrir helgina. Ég valdi mér Logn hettupeysuna í svörtu og Arnarhól fóðraða regnjakkann í gráu. Flíkurnar eru báðar í karlasniði en ég tók þær í Small og fannst þær koma ótrúlega vel út en regnjakkann er hægt að draga saman í mittið. Ég átti engan regnjakka fyrir en hann kom sér sérstaklega vel þegar demban rigndi yfir tónleikagesti og mun ég klárlega nota hann mikið en hann er fóðraður að innan og því hlýrri en venjulegir regnjakkar.

xx

Takk fyrir mig 66°

xx

Birgitta Líf

instagram: birgittalif
snapchat: birgittalif

SECRET SOLSTICE: FESTIVAL VIBES

HUGMYNDIRINNBLÁSTURLOOKTÍSKA

Nú fer að styttast í Secret Solstice og ákvað ég því að henda í smá innblástur fyrir hátíðina en á hátíðum líkt & þessari er alltaf gaman að klæða sig upp  í takt við hátíðina. Ég hef alltaf verið hrifin af gypsy & boohoo stílnum & þá sérstakelga á tónlistarhátíðum líkt & Secret Solstice.

Sumarið 2015 fór ég á Rock Werchter – það var ekkert smá skemmtileg & þar fannst mér akkurat skemmtilegt að klæða mig upp í stíl við hátíðina.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga