fbpx

CALI WEEKEND

Lífið

Ég skellti mér í síðustu viku “langa helgi” til Los Angeles til að sjá vinkonu mína Beyoncé koma fram ásamt Jay-Z í Rose Bowl og sé aldeilis ekki eftir að hafa skroppið með vinkonum mínum enda átti ég meiriháttar helgi.

Ég myndi venjulega ekki skreppa í 9 tíma flug fyrir svona stuttan tíma en þar sem ég hef verið mikið í LA áður, fór þangað nokkrum sinnum í dansskóla á unglingsárunum, þá vissi ég nákvæmlega hvað mig langaði að gera og hvert ég vildi fara yfir helgina og þurfti ekki að eyða tíma í túristahluti svo að tíminn nýttist vel. Góður matur, góður félagsskapur og góð skemmtun í uppáhalds borginni minni – gerist ekki betra!

Við byrjuðum á að fara á In-n-out Burger nánast um leið og við lentum enda “must” þegar maður er í Cali – ég mæli með að googla secret menu og panta af honum.

Við eyddum næsta degi í að rölta Melrose Avenue sem er eitthvað sem ég mæli klárlega með að gera. Þar eru fullt af skemmtilegum og flottum búðum með allri flórunni og mikið um high end vintage búðir þar sem er mjög gaman að gramsa – ég nældi mér til dæmis í nánast ónotaða neon yeezy season 7 skó í einni þeirra. Svo er Sorella búð sem Heather Sanders á, vinkona Kylie Jenner, algjör skvísubúð og mjög gaman að koma í hana fyrir þá sem fylgjast með þeim vinkonum. Á Melrose er líka fullt af veitingastöðum og kaffihúsum og mæli ég sérstaklega með Urth Cafe. Um kvöldið fórum við síðan á Katsuya sem að mínu mati er með eitt besta sushi í Hollywood og kíktum svo aðeins út á LA-lífið.

Á sunnudeginum fórum við í brunch á The Ivy í Beverly Hills sem er líka eitt af “must do” í LA. Ótrúlega sætur veitingastaður þar sem manni er alltaf boðið upp á kampavín við komu, mjög góður matur og eftirréttir og þú getur alltaf verið viss um þarna sé einhver frægur úti að borða. Það er líka mjög gaman að fylgjast með bílunum sem koma þarna að.
(Mikilvægt að vera búinn að panta borð)

Um kvöldið fórum við svo á On The Run II tónleikana með Beyoncé & Jay-Z í Rose Bowl stadium og vá – þvílík upplifun! Ég hef farið á Beyoncé tónleika tvisvar áður en þetta var á allt öðru leveli. Ég veit ekki hvort það hafi verið af því að þau voru bæði, stadium-ið eða það að þetta var í LA en það hefur líklega allt spilað saman. Það að Kim Kardashian og co hafi síðan gengið framhjá okkur og vinkað voru klárlega hápunktur tónleikanna fyrir einlægan aðdáanda einsog mig – að öllu gríni slepptu haha!

Daginn eftir tónleikana fórum við og hike-uðum Runyon Canyon sem er frekar auðveld og skemmtileg leið sem ég mæli með að fara en það er smá svona touristy þar sem maður sér Hollywood skiltið á leiðinni upp. Um kvöldið fórum við svo á rooftop barinn á Standard hótelinu í downtown og síðan að borða á Catch sem er ekkert smá flottur veitingastaður á Melrose með sturluðum mat.

Síðasta daginn fórum við síðan í lunch á Mondrian hótelinu á Hollywood Blvd en þar er meiriháttar útsýni af skybarnum yfir alla borgina. Við eyddum svo restinni af deginum í að liggja við laugina í rólegheitum áður en ég hélt för minni aftur heim.

Ps. þið getið séð fleiri myndir og allt story-ið úr ferðinni í highlights á instagraminu mínu undir “CALI” en þar taggaði ég oftast staðina sem við vorum á.

Það eru fullt af fleiri skemmtilegum hlutum sem ég hefði viljað gera en fyrir fjóra daga í LA var þetta það helsta sem ég vildi ná að gera og staðirnir sem okkur langaði á. Virkilega vel heppnuð ferð og ég kom alveg endurnærð heim og tilbúin í verkefni vetrarins enda nóg að gera. Fyrir utan vinnu og þau verkefni sem ég er í er næst á dagskrá Kína eftir viku! Þangað til næst…

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Back to gym giveaway

Skrifa Innlegg