Sumardagur í Reykjadal

LífiðNike

Það er ekki nógu oft sem við fáum sólríkan sumardag hér á Íslandi en ég reyni að nýta vel þá fáu daga þegar færi gefst.

Ég kom heim frá Ameríku snemma á þriðjudagsmorguninn og sá hvað veðrið var gott. Ég ætlaði aldeilis ekki að eyða sólardeginum sofandi og lagði mig því bara til hádegis. Okkur vinkonunum hefur lengi langað að labba Reykjadal og baða okkur í ánni þar og tókum við okkur því til, gerðum nesti og keyrðum af stað til Hveragerðis.

Veðrið var dásamlegt og gönguleiðin virkilega falleg. Gangan var aðeins lengri en við áttum von á svo ég mæli með að vera í þægilegum skóm. Áin var líka mun heitari en ég hafði ímyndað mér, ábyggilega 40°+, svo það var ótrúlega notalegt að liggja í henni, borða nesti og drekka frískandi drykki, njóta umhverfisins og eiga notalega stund með vinkonunum. Það er ekkert símasamband þarna uppi sem mér finnst mikill kostur.

xx

Ég læt myndirnar tala sínu máli en þessi ganga er klárlega eitthvað sem ég á eftir að gera aftur!

xx

Birgitta Líf
instagram/snapchat: birgittalif

SEINUSTU DAGAR: VESTFIRÐIR

FERÐALÖGLÍFIÐ

Seinustu dagar eru búnir að vera mjög rólegir hjá mér – en ég & Gummi erum í sumarfríi fyrir vestan að heimsækja foreldra hans! Nú eru Dýrafjarðardagar hafnir á Þingeyri & verða þeir til sunnudags! Njótið helgarinnar kæru lesendur..

x
Það var auðvitað farið á Simbahöllina á Þingeyri en þar fást guðdómlegar belgískar vöfflur –

Kirkjan á Þingeyri –

Það var bökuð pizzu & auðvitað opnað eina Stellu með pizzunni –Erum búin að fara örugglega svona 5x í sundlaugina á Þingeyri en hún er krúttlegt & notarleg –

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

NJÓTUM!

Persónulegt

Njótum góða veðursins og njótum þess að leggja frá okkur tölvuna og símann og njótum augnabliksins. Ég er að njóta helgarinnar á fallegu Vestfjörðunum nánar tiltekið Costa del Bíldudal í bongó blíðu með strákunum mínum og vá hvað lífið er ljúft.

d6a132fac584fa433cb2b873b7d89f19SONY DSC d4db954bcf68552b45f36a661e577b7a-1 748fc0c80c81767b75eb7382c8b43496-1

 Myndir via

Eigið góða helgi, x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HIÐ FULLKOMNA SUMARFRÍ ?

BrúðkaupFerðalögInstagramVerona

Nú þegar enn er talsvert í sumarið og hægt að fá flugin á góðu verði má ég til með að deila með ykkur einni hugmynd. Þar sem ég mónitora öll flug frá Íslandi til Ítalíu hoppaði ég hæð mína þegar ég sá að WOW-air mun fljúga beint til Rómar í júlí og ágúst. Ég hugsaði þá með mér að vonandi myndi einhverjir nýta sér þetta tækifæri, kíkja í hámenningarlega borgarferð til Rómar og fljúga svo yfir til Sardiníu, baða sig í kristaltærum sjónum og flatmaga á ómótstæðilegu ströndunum sem þar eru að finna. Það tekur um 50 mínútur (kostar um 60-100€ síðast þegar ég gáði ) að fljúga á milli Rómar og Sardiníu og því er þetta nokkuð þægilegt ferðalag á þessar fallegustu strendur Evrópu.. og þó víðar væri leitað.

 

Þið munuð kannski eftir færslunni sem ég skrifaði um bestu strendur Ítalíu. Þar sagði ég að mig langaði að fara til Sardiníu, hoppa upp í bíl með strákunum mínum, henda handklæði, góðri bók, nesti og sundbolta í skottið og bruna af stað. Og það var ákkúrat það sem við gerðum í ágúst sl. Við gistum þó aðeins í tvær nætur (þrír dagar) en þrátt fyrir skamman tíma náðum við að sjá fimm mismunandi strendur og þær voru hver annarri fallegri. Bidderosa, Cala Mariolu, Cala Luna, Cala Biriola og Cala Fuili en allt eru þetta einstakar náttúruperlur sem fá hjartað til að taka kipp og hökuna til að síga niður í sandinn! Það sem einkennir strendurnar sem við fórum á er að þær eru sem ósnortin náttúra, mjög hreinar, sjórinn svo kriiiiiistal tær og alveg ólýsanlega fagur. Margar strendurnar er þó einungis hægt að nálgast sjóleiðis en það er mjög auðvelt að finna skipulagðar “strætóferðir” á þær. Einnig er hægt að leigja sér litla báta og flakka á milli með þeim hætti og ég held að strandarstemningin gerist bara ekki betri en það ;-)

 

sardegna_07_2012

 

Það eru þrír flugvellir á Sardiníu og það sem ég gerði var að googla eyjuna fram og til baka og valdi þannig þær strendur sem mig langaði til að sjá –  og svo þann flugvöll sem var næstur þeim. Við flugum því til Olbia ( uppi hægra megin ) og keyrðum í lítinn bæ sem heitir Cala Gonone og gistum þar. Þaðan var stutt í strendurnar og þannig nýttist hver dagur mjög vel. Einnig er flugvöllur í Cagliari ( niðri fyrir miðju ) og í Alghero ( uppi vinstra megin ). Best væri náttúrulega að keyra allan hringinn, byrja í Olbia og enda í Alghero ;-)

Hvað segið þið ? Er þetta ekki ágætis hugmynd ? Vonandi slá einhverjir til og skella sér í sólina til Sardiníu í sumar – og til Rómar, einnar fegurstu borgar heims. En eins og svo oft áður að þá ná þessar aumu símamyndir engan veginn að fanga fegurðina og því er sjón svo sannarlega sögu ríkari :-)

A R R I V E D E R C I !

Sumarfrí

Lífið MittVarir

Mig langaði að láta ykkur elsku lesendur vita af því að það verður aðeins minna um færslur frá mér núna í júlí. Ástæðurnar eru nokkrar og allar jafngildar:)

Það er svo gott veður úti þessa dagana sem vonandi heldur áfram og ég ætla mér ekki að missa af því ferkar en þið;)

Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum mínum áður en við hverfum aftur til vinnu eftir dásamlegt fæðingarorlof og molinn minn er á leiðinni til dagmömmu í ágúst…:/

Ég er aftur farin að vinna og taka að mér verkefni. Þessa dagana er ég meða annars að vinna í ótrúlega spennandi verkefni sem ég hlakka svo til að fá að deila með ykkur:D

Ef þið saknið mín alltof mikið þá minni ég á Instagramið mitt @ernahrund

Þetta þýðir alls ekki að ég ætli mér ekkert að blogga allan júlí – ég birti bara kannski ekki 3 færslur á dag eins og undanfarið;) Einnig hef ég ákveðið að gera smá hlé á bloggáskoruninni minni og halda áfram með hana eftir verslunarmannahelgina í ágúst. Ég er reyndar með fullt af hugmyndum í kollinum og svo elska ég þegar þið sendið inn beiðnir á ernahrund@trendnet.is – endilega ekki hætta því.

Njótið sólarinnar með æpandi fallegum varalitum – fyrir mig!

EH