fbpx

Sumarfrí

Lífið MittVarir

Mig langaði að láta ykkur elsku lesendur vita af því að það verður aðeins minna um færslur frá mér núna í júlí. Ástæðurnar eru nokkrar og allar jafngildar:)

Það er svo gott veður úti þessa dagana sem vonandi heldur áfram og ég ætla mér ekki að missa af því ferkar en þið;)

Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum mínum áður en við hverfum aftur til vinnu eftir dásamlegt fæðingarorlof og molinn minn er á leiðinni til dagmömmu í ágúst…:/

Ég er aftur farin að vinna og taka að mér verkefni. Þessa dagana er ég meða annars að vinna í ótrúlega spennandi verkefni sem ég hlakka svo til að fá að deila með ykkur:D

Ef þið saknið mín alltof mikið þá minni ég á Instagramið mitt @ernahrund

Þetta þýðir alls ekki að ég ætli mér ekkert að blogga allan júlí – ég birti bara kannski ekki 3 færslur á dag eins og undanfarið;) Einnig hef ég ákveðið að gera smá hlé á bloggáskoruninni minni og halda áfram með hana eftir verslunarmannahelgina í ágúst. Ég er reyndar með fullt af hugmyndum í kollinum og svo elska ég þegar þið sendið inn beiðnir á ernahrund@trendnet.is – endilega ekki hætta því.

Njótið sólarinnar með æpandi fallegum varalitum – fyrir mig!

EH

Fegurðarráð fyrir brúðir

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1