fbpx

Fegurðarráð fyrir brúðir

Ég Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Þar sem það eru mikið af brúðkaupum framundan þá langaði mig að koma með nokkur sniðug og einföld fegurðarráð fyrir brúðir.

Ég safnaði saman 10 ráðum héðan og þaðan, bæði frá mér og nokkur sem ég rak augun í á netinu:)

1. Hvort sem þið ætlið að sjá um förðunina ykkar sjálfar eða fá hjálp frá förðunarfræðingum þá getur verið sniðugt að fara til snyrtifræðings í smá húðráðgjöf fyrir stóra daginn. Til að ganga úr skugga um það að húðin þín verði í sem besta ástandi fyrir brúðkaupið.

2. Farið alltaf í prufuförðun hvort sem þið ætlið að sjá sjálfar um förðunina eða fá hjálp frá förðunarfræðingi. Í prufuförðuninni getur verið gott að koma með skoðanir á því hvernig förðun þú vilt – það getur hjálpað til og að sjálfsögðu viljum við förðunarfræðingarnir að brúðirnar séu ánægðar. Að prufuförðuninni lokinni er gott að skrifa niður vörurnar sem þið notuðuð svo allt sé til staðar á stóra daginn.

3. Ekki taka uppá því að gera eitthvað nýtt við húðina sirka viku fyrir brúðkaupið, fara í snyrtimeðferð eða þess háttar. Það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis. Með augabrúnir þá er einfalt að plokka örfá hár sem geta komið á einni viku daginn fyrir brúðkaupið en það er erfitt að laga t.d. of dökkar augabrúnir eða fá hár til að vaxa ef of mikið er tekið.

4. Varan sem ég sjálf myndi leggja mesta áherslu á að væri í bestu gæðunum er farðinn. Hann verður að endast vel á húðinni og vera fullkominn allan daginn. Endilega prófið ykkur áfram með farða og notið alltaf primer undir – Smashbox býður uppá mesta úrval af primerum hér.

5. Það er óskrifuð regla að velja annað hvort varir eða augu til að leggja áherslu á þegar kemur að förðunum. Ég hef nú alltaf verið þeirrar skoðunar að reglur eigi ekki við þegar kemur að förðunum en mér finnst þessi gott viðmið þegar kemur að brúðarförðunum. Bæði getur bara verið of mikið. Reynið að hafa brúðarförðunina ykkar í takt við ykkur. Ef þið eruð ekki vanar að mála ykkur mikið dags daglega gæti verið sniðugt að hafa brúðarförðunina náttúrulega – dökkt smoky væri kannski of mikið.

6. Þó svo þið munið allar að sjálfsögðu ljóma á brúðkaupsdaginn þá er ekkert að því að fá smá auka glóð. Ég er mikill aðdáandi kremaðs kinnalitar einfaldlega vegna þess að hann gefur húðinni svo fallegt fyrirbragð og ljómann sem fullkomnar lúkkið. Veljið tón af kinnalit sem hentar ykkar litarhafti – orange, bleikan, brúnan eða jafnvel rauðan. Ég er sérstaklega hrifin af kinnalitastiftum.

7. Ef þið tárist auðveldlega þá er vatnsheldur maskari nauðsynlegur!

8. Ef þið ætlið að vera með gerviaugnhár þá hafa mér alltaf fundist stök augnhár fallegri þegar kemur að brúðarförðunum. Þau haldast betur og þó svo að eitt losni og dettur af þá er það minna vesen en að vera alltaf að passa uppá að heil augnhár losni frá augunum.

9. Það er um að gera að forðast ljósabekkina og nýta sér frekar sjálfbrúnkukrem til að ná fallegum lit. Prófið að bera smá af kremunum á húðina áður en þið veljið hvaða krem þið ætlið að nota. Það gerið þið til að ganga úr skugga um það að liturinn sem kremið gefur frá sér fari ykkar litarhafti. Stigvaxandi sjálfbrúnka með raka er mjög sniðug að mínu mati og sérstaklega fyrir þær ykkar sem eruð með þurra húð. Aldrei bera sjálfbrúnkuna á ykkur daginn fyrir brúðkaupið – gerið það a.m.k. 2-3 dögum fyrir það.

10. Passið uppá að hafa plan fyrir varirnar ykkar. Ef þið ætlið að nota gloss setjið þá varalitablýant undir sem heldur þá vel í litinn og eitthvað af glansinum. Mörg merki bjóða líka uppá superstay glossa – en þá festa litapigmentin í glossunum sig í vörunum þó svo glansinn gæti dofnað yfir daginn. Ef þið ætlið að nota varalit setjið þá varablýant undir og setjið nokkrar umferðir af varalitnum á varirnar – þá setjið þið litalaust púður á milli umferða. Þetta eru einföld ráð til að passa uppá að varirnar ykkar verði fallegastar sem lengst og þið þurfið ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim :)

Að lokum ef ykkur vantar innblástur fyrir brúðarfarðanir þá er pinterest besti staðurinn til að finna hugmyndir:)

EH

Sumarfrí á Vestfjörðum

Skrifa Innlegg