SUMMER VIBES VOL2:

HUGMYNDIRINNBLÁSTURTÍSKA

Soldið stutt síðan ég henti í Summer Vibes færslu – eeeen er bara alltof spennt fyrir sumrinu! Og get ekki hætt að láta mig dreyma um sól & sumar! Falleg skyrta, gallapils & fallegt skart við er fullkomin blanda! Er einhver annar jafn spenntur & ég fyrir sumrinu?

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

HEIMSÓKN: GANNI

HEIMSÓKNSHOP

English Version Below

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur! Ekki voru fötin síðri, á slánum héngu klæði frá sumar og haustlínu. Þó ég hafi skoðað báðar línurnar þá ákvað ég að einblína eingöngu á sumarið í þessari heimsókn, það eru þær flíkur sem hægt er að nálgast í verslunum þessa dagana. GEYSIR er söluaðili Ganni á Íslandi og þau voru að fá í hús stóra sendingu núna á dögunum þar sem finna má eitthvað af þessum flíkum sem birtast á myndunum hér að neðan.

Ganni er merki sem hefur vaxið ótrúlega hratt síðustu árin og gaman hefur verið að fylgjast með þeirri þróun. Ég er mikill aðdáandi þó ég eigi ekki margar flíkur frá þeim. Nú finnst mér ég persónulegri vinur eftir að hafa fengið svona góðar móttökur í heimsókn minni. Því þarf ég að bæta upp fyrir Ganni leysið í mínum fataskáp, hið allra fyrsta.

Pressið á myndirnar til að fá þær stærri á skjánum.

Mig langar að nota þennan við háar buxur og hárið upp í hnút.

Nafnið mitt er skrifað á þetta dress. Efnið er dásamlegt en yfirhönnuður Ganni á heiðurinn af blóma teikningunum ásamt öllum öðrum munstrum sem koma fyrir á flíkum merkisins.

Innblástur sumarlínunnar var fengin frá kúrekum en þessi silki skyrta endurspeglar það.

Ganni hannar eingöngu fatnað á kvenfólk en Helgi (Ómars) var alveg sjúkur í þessa hestapeysu sem er í unisex sniði og því vel við hæfi fyrir karlmenn eins og konur.

Dásamleg details. Flower power!!

Broderuð fegurð ..

Leðurjakki sem hægt er að dressa upp og niður. Ég er alveg sjúk í hann!

Merktir bolir hafa aldrei verið eins áberandi og um þessar mundir. Ljósblái liturinn er einnig vinsæll í sumar.

Dökkbláu buxurnar eru best seller í Danmörku í vor ..

Þessi kemur í svörtu og ljósu ..

Peysa drauma minna. Kolféll fyrir prjónaskapnum og þessum eldrauða lit. Sumarlína sem inniheldur ullarpeysu er eitthvað fyrir okkur á Íslandi.

Það var tekið sérstaklega vel á móti mér í heimsókninni. Hlýjustu þakkir til Alexöndru sem sér um showroomið – sinnir sínu starfi með sóma. Svoleiðis móttaka gefur enn betri upplifun – takk.

.. svo hefði ég auðvitað aldrei getað klárað þessa heimsókn nema með hjálp besta ljósmyndarans og snillingsins mikla, Helga Ómars.

//

Couple of weeks ago I visited the Ganni showroom in Copenhagen. The brand has been growing fast the last years, they seem to be doing something right and I agree to that. Scandinavian style with class.
The showroom was in a beautiful old house with a view over the center of Copenhagen. Alexandra, who welcomed us in the showroom was really lovely and made the visit even more intressant – so important to get the right impression for the brand. Aboe you can see some of my favorites from the summer collection which should be in stores now. In Reykjavik you can find Ganni in the Geysir shop.

 

 

Takk fyrir mig Geysir og Ganni // Thanx Ganni !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUMMER VIBES:

Ég er alltof spennt fyrir sumrinu & get eiginlega varla beðið.. Enda styttist í það! Í sumar fer ég með fjölskyldunni til Sitges sem er á Spáni. Ég er strax byrjuð að plana ferðina & í hverju ég ætla að klæðast en það hjálpar mér mjög mikið að skoða innblástur á Pinterest. Allavega, ég tel niður dagana enda er sumrið handan við hornið.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

SUNDBOLIR Í ÚRVALI

SHOP

Það hefur verið ansi grátt veðrið hér í sænska síðustu daga en nú er loks að birta til. Ég vaknaði við fuglasöng og sól í augu (og hjarta) í morgun og fannst eins vorið hefði komið á einni nóttu. Sú er kannski ekki alveg raunin en ég held í vonina að það sé rétt handan við hornið. Þetta er líka sá tími þar sem sumarvörurnar eru að detta í verslanir og því um að gera að vera skipulagður og hugsa fram í tímann. Hvað þarf ég fyrir næsta tímabil? Sundbolur og sólgleraugu eru tvennt af því sem ég kaupi mér alltaf á þessum tíma. Ég fékk reyndar nýjan (íslenskan) sundbol um jólin sem ég hef notað innanhús í vetur en mig langar alltaf að eiga til skiptanna og hef því tekið út úrvalið og deili að sjálfsögðu með ykkur í bloggi dagsins.

//

I woke up this morning with some nice spring feeling. I can’t wait for it after couple of grey weeks.
All the summer products are hitting the stores so it’s time to plan what we need for next season. Swimsuit and sunglasses are on the top of my list and something you always need. I got new swimsuit this winter from an Icelandic brand, but I want some backup. Below you can see some of the choices that could be mine.

Processed with VSCO with f2 presetswimsuitfrontswimsuitback

BAHNS – Helicopter

26007582_black_001_productlarge

y-a-s

 

 

VERO MODA

filippak

Filippa K – GK Reykjavik

s0000007549808_f_w40_20170223095521lindex LINDEX 

sg sg0

Stina Goya – GEYSIR

swimsl

swimslow swimslow_41_grande

 

Nýtt íslenskt frá Swimslow – þennan getum við keypt seinna í mánuðinum

 

hmprod

Þessi varð minn á dögunum. Frá: H&M

 p_552911501fm

Womens Secret – Smáralind

Er einhver sem er í meira uppáhaldi en annar? Það er eins gott að vanda valið. Nóg er úrvalið!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: LINDEX SHOWROOM

HEIMSÓKNSHOP

Heimsóknir í showroom eða til áhugaverðra fyrirtækja er liður sem þið lesendur mínir kunnið alltaf að meta. Heimsóknirnar færa okkur nær hönnuðum eða fyrirtækjum og búa til persónulegri nálgun á þeirra verk. Sú nálgun er að mínu mati mun betri en þegar línurnar eru sýndar á fyrirsætum í auglýsingum eða á tískupöllunum.
Ég finn að þið eruð sammála miðað við þau komment sem ég hef fengið.

Jæja …
Lindex lofar góðu miðað við það sem ég sá og snerti í heimsókn minni í sýningarherbergið í Stokkhólmi. Jess!! Þið fylgduð mér mjög mörg í beinni í gegnum Story á Trendnet og á mínu persónulega Instagram aðgangi. Það var skemmtileg upplifun fyrir alla því þannig gat ég sýnt ykkur það sem óskað var eftir og svarað spurningum fljótt og örugglega – skemmtilegt.

Ég “babblaði” eitthvað við myndavélina, sagði ykkur meðal annars frá frábærri nýjung sem féll vel í kramið já mörgum, þar á meðal mér. Lindex gefur gömlum flíkum nýtt líf með því að endurhanna úr efnum sem annars myndu fara í ruslið. Ég var til dæmis alveg sjúk í gallabuxurnar sem eru einfaldar en með línu á hliðinni sem setur punktinn yfir i-ið. Komnar á minn óskalista! Ég mátaði líka nokkrar flíkur og sýndi hvernig má nota þær á mismunandi vegu eftir tilefnum. Eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hugsa út í þegar ég fjárfesti í nýjum flíkum – notagildið. Annars drakk ég líka heitt kaffi og spjallaði við indælar stúlkur sem þarna unnu um hvað koma skal hjá Lindex.

Þetta fékk ég svo að sjá og snerta –

//

I went on a little road trip and visited the Lindex showroom in Stockholm. I had a nice time, tried out some selected items from the summer collection, drank a little coffee and had a chat with the friendly girls working there. A lot of my readers followed me on Story on the Trendnet Instagram (@trendnetis).

I was impressed by the collection and my favorite was the recycled clothes. They have made some items from the fabrics that would normally be thrown away. Great move by Lindex! Here you have pictures –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Blúnda og statement eyrnalokkar – sumarið er klárt!

Processed with VSCO with c1 preset

Stúlkurnar sem tóku á móti mér í sýningarherberginu voru voða ánægðar með hnútinn sem ég batt á þennan gegnsæa kjól. Þannig er hægt að poppa hann upp og niður eftir skapi –

 

Processed with VSCO with c1 preset

Litir og falleg print –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Ég var næstum búin að ræna þessari með mér heim … þunn og dásamleg fyrir góða veðrið í sumar en í dag myndi ég klæðast henni yfir rúllukragabol –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

 

img_2966

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Útskrift í vor? Boð í brúkaup í sumar? Ljósbleik blúnda frá toppi til táar fær mitt samþykki –

Processed with VSCO with f2 preset

Það er allt fallegra með smá glitri –

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þessi vakti mikla athygli. Þegar ég sá hann fyrst þá hugsaði ég sandalar og hvítur sandur. En svo mátaði ég hann og þá kom í ljós að hann myndi líka henta sem hinn fallegasti samkvæmiskjóll –

Processed with VSCO with f2 preset

Gyllta hálsmenið er líka frá Lindex og er væntanlegt í vor. Punkturinn yfir i-ið –

Processed with VSCO with g3 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Falleg þykk peysa með opnu baki. Hún mun koma í tveimur litum –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Pífur á allt í sumar. Þessi kjóll gæti glatt margar –

Processed with VSCO with c1 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta lúkk er mikið ég. Ég var svo heppin að fá þessar buxur með mér heim – eeelska smáatriðið á skálmunum –

Processed with VSCO with c1 preset

Einfalt leðurveski sem fangaði auga mitt þegar ég sá hringinn sem býr til handfangið. Ykkur líka? –

Processed with VSCO with g3 preset

Langar –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Hér  sjáið þið nærmynd af þessum dásamlega kjól sem ég veit að yrðu svo góð kaup –

Processed with VSCO with c1 preset

Veldu nú það sem að þér þykir best? –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Takk fyrir mig Lindex // Tack snälla Lindex showroom.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUMARIÐ MITT:

LÍFIÐ

Þetta sumar er búið að vera æðislegt & er búin að gera svo margt þetta sumarið. Eins og, ég útskrifaðist úr Fjölbraut Í Garðabæ, vann mikið, fór til Kaupmannahafnar, Vestmannaeyjar, fór á Vestfirði á Mýraboltann, prófaði margar náttúrulaugar, ferðaðist mikið, varð tvítug & margt margt fleira. Ég er virkilega ánægð með þetta sumar. Veðrið var æðislegt! Ég náði að gera margt & skoða margt með frábæru fólki. Ég er hrikilega spennt fyrir veturinum & hlakka til að vera með ykkur í vetur.

x

sigridurr

(sorry með myndaflóðið)

img_0368.jpg img_0404.jpg img_0470.jpg img_0683.jpg img_0527.jpg img_0502.jpg img_0520.jpg img_0494.jpg img_1225.jpg img_1270.jpg img_1206.jpg img_1332.jpg img_1560.jpg img_1436.jpg img_1819.jpg img_1693.jpg img_1866.jpg img_1582.jpg img_1913.jpg img_2153.jpg img_2331.jpg img_2371.jpg img_2349.jpg img_2691.jpg img_2736.jpg img_2909.jpg img_2929.jpg img_2978.jpg img_3584.jpg img_3477.jpg img_3306.jpg img_4101.jpg img_4132.jpg img_4487.jpg img_4452.jpg

 Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

Í sundtöskunni

HárHúðLífið MittSnyrtibuddan mínSS15

Ég hef bara sjaldan farið jafn mikið í sund og núna undanfarið. Mér líður bara svo vel í sundi og það hjálpar mér að slaka á í líkamanum sérstaklega þegar grindin mín er farin að öskra á mig af sársauka. Svo við fjölskyldan förum alveg sérstaklega mikið í sund þessa dagana sem er snild því Tinni Snær nýtur sín í botn í sundi og ég næ að vera svona talsvert liprari í sundi en ekki – svo ég næ að njóta mín betur. Það er eiginlega alveg magnað hvað það að hreyfa sig í vatni getur gert mikið fyrir mann og á meðan ég skrifa þessi orð þrái ég fátt meira en að slaka á í heita pottinum í Laugardalslauginni – úff hvað það væri ljúft!

En mig langaði að sýna ykkur hvað ég tek með mér í sundtöskuna, ykkur finnst þetta kannski alltof mikið en fyrir mér eru allar þessar vörur nauðsynlegar til að verja húðina í sundi, næra hana eftir sundið og að sjálfsögðu kroppinn líka að ógleymdu hárinu :)

sundtaskan7

Bikiníið fékk ég í Lindex, ég ákvað að vera ekki að fara að fjárfesta í sérstökum sundfatnaði fyrir meðgönguna því mér fannst hann eiginlega bara frekar dýr fyrir það hvað ég myndi kannski ekki nota hann lengi. En ég fann alveg æðislegar sundbuxur í Lindex undirfatabúðinni sem eru ekki með neinni harðri teygju heldur bara teygjanlegu efni sem bætist ofan á buxurnar svo þær skerast aldrei inní líkamann.

sundtaskan

Hér sjáið þið svo útbreiddar snyrtivörurnar sem koma með mér í sundið – hver annarri ómissandi!

sundtaskan2

Ég er nú þegar búin að lýsa ást minni á I Love… Mango & Papaya Bodybutter kreminu – ég elska ilminn af þessu og ég nota það alltaf á kúluna sérstaklega eftir sturtu og sund. Það hjálpar mér bara að slaka aðeins á húðinni sem er farið að strekkjast all verulega á enda líka farið að síga verulega á hana.

sundtaskan3

Sjampóið og nnæringin sem ég hef verið að nota undanfarið er frá John Frieda og eru vörurnar hugsaðar til að gefa hárinu strandarfíling. Það er ótrúlega góð myntu lykt af þessum vörum sem er alveg svakalega frískandi í sturtunni. Ég hreinsa hárið alltaf tvisvar í sturtu, eftir að ég fór að gera það þá hef ég getað sloppið með að þrífa hárið mitt miklu sjaldnar ég átti bara bágt með að trúa því fyr en ég komst uppá lagið með það. Nú þríf ég það sirka 2 í viku í staðin fyrir á tveggja daga fresti – þið getið ímyndað ykkur hvað ég er að spara í sjampó kostnaði þessa dagana! Eftir að ég er búin að hreinsa hárið tvisvar þá næri ég það með hárnæringu úr sömu línu.

sundtaskan4

Svo er það hárolían – þessa hef ég sýnt ykkur áður en hún er uppáhalds uppáhalds! Fæst reyndar ekki á Íslandi en í alvöru ef þið getið keypt þessa þá verðið þið að prófa. Hún er bara svo létt svo mér finnst hún ein af fáum olíum sem þyngja ekki hárið á mér. Ég úða henni bara yfir rakt hárið og hún ilmar svo svakalega vel!

Við hliðiná er svo nýtt rakakrem sem ég hef verið að prófa það er úr Regenerist Luminous línunni frá Olay en mér finnst þessi lína henta mínum þörfum mjög vel. Ég nota þetta krem yfir húðina á eftir seruminu mínu. Það er með breiða sólarvörn SPF20 svo það er virkilega flott í sumar, gefur einnig húðinni næringarríkan raka, meiri ljóma og jafnara litarhaft.

Þarna sjáið þið líka glitta í sólarvörnina sem ég nota þessa dagana frá Shiseido – þið sjáið hana betur á stóru hópmyndinni hér fyrir ofan. Þessi er alveg vatnsheld og ég set hana á mig áður en ég fer út í sundið. Mig langar alveg í fallegan ljóma og meiri freknur en ég vil þó alltaf gæta fyllsta öryggis og er því alltaf með góða sólarvörn sérstaklega í sundi – SPF30 eða SPF50 :)

sundtaskan5

Ég er ótrúlega spes með svitalyktareyða, mér finnst alls ekki margir henta mér. Ég var hrifin af þeim lífræna sem ég sagði ykkur frá um daginn en þegar ég fer í sund er gott að vera með einn sem tekur enga stund að bera á sig. Þessi græni frá Dove hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og eiginlega bara sá sem ég hef notað lengst af og finnst gefa mér góða vörn allan daginn.

Svo er það Stellan mín sem ég tek með mér útúm allt og er alltaf með á mér. Ef ykkur vantar góðan ilm fyrir sumarið þá verðið þið að skoða STELLA eau de Toilette – hann er æði!

sundtaskan6

Svo eru það serumin mín… þau eru tvö en bæði svo svakalega ólík! Ég nota þau eiginlega oftast bæði – annað er sjálfbrúnkuserum og hitt er rakaserum. Þetta frá Biotherm er sumsé með sjálfbrúnku í sér og virkar ótrúlega vel, það gefur einhvern vegin húðinni minni – minn lit sem er virkilega gaman. Svo örvar serumið líka húðina mína til að grípa í fallegan sólarlit og mér finnst húðin mín bara fá alveg ótrúlega fallegan og frísklegan lit með þessu. Ég nota það alls ekki á hverjum degi bara svona af og til til að fríska uppá húðina, en mér finnst eitthvað svo fullkomið að nota það eftir sun.

Svo er það Hydra Life serumið frá Dior, þetta er algjör rakabomba og ég dýrka það! Ég nota þetta 10 mínútum eftir að ég nota sjálfbrúnkuserumið ef ég nota það þá fyrst sem ég geri alls ekki alltaf. En þetta gefur húðinni samstundis raka og góða fyllingu sem mér finnst alls ekkert sjálfsagt. Fullkomið fyrir þær sem vilja bara rakamikið serum ekkert endilega einhverja virkni.

Þetta er samt ekkert kannski svo mikið… bara mátulegt hjá mér. Ég tek svo aldrei með mér neinar förðunarvörur enda finnst mér bara gott að leyfa húðinni að vera hreinni og frísklegri eftir góða sundferð – ég ber bara á mig góða vörn.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

NÝTT: SUPERGA

NÝTTSKÓR

Nýjir skór í safnið fyrir sumarið – ætli þetta skósafn mitt fari ekki að verða ágætt.

Í þetta skipti eru þeir hvítir platform strigaskór frá merkinu Superga. Ég byrjaði fyrst að fylgjast með Superga eftir að ein mín uppáhalds pía – The Man Repeller (Leandra Medine) gerði collab með merkinu árið 2013. Fyrst var ég ekki alveg viss en með tímanum er ég farin að fýla þá meira og meira og platform týpan er eitthvað er mjög mikið ég. Þeir eru mjög comfy og næs. Fullkomnir sumarskór.

image (17)

image (18)

image (23)

Ég fékk mitt par í GS Skóm í Kringlunni!

//Irena