SUNDBOLIR Í ÚRVALI

SHOP

Það hefur verið ansi grátt veðrið hér í sænska síðustu daga en nú er loks að birta til. Ég vaknaði við fuglasöng og sól í augu (og hjarta) í morgun og fannst eins vorið hefði komið á einni nóttu. Sú er kannski ekki alveg raunin en ég held í vonina að það sé rétt handan við hornið. Þetta er líka sá tími þar sem sumarvörurnar eru að detta í verslanir og því um að gera að vera skipulagður og hugsa fram í tímann. Hvað þarf ég fyrir næsta tímabil? Sundbolur og sólgleraugu eru tvennt af því sem ég kaupi mér alltaf á þessum tíma. Ég fékk reyndar nýjan (íslenskan) sundbol um jólin sem ég hef notað innanhús í vetur en mig langar alltaf að eiga til skiptanna og hef því tekið út úrvalið og deili að sjálfsögðu með ykkur í bloggi dagsins.

//

I woke up this morning with some nice spring feeling. I can’t wait for it after couple of grey weeks.
All the summer products are hitting the stores so it’s time to plan what we need for next season. Swimsuit and sunglasses are on the top of my list and something you always need. I got new swimsuit this winter from an Icelandic brand, but I want some backup. Below you can see some of the choices that could be mine.

Processed with VSCO with f2 presetswimsuitfrontswimsuitback

BAHNS – Helicopter

26007582_black_001_productlarge

y-a-s

 

 

VERO MODA

filippak

Filippa K – GK Reykjavik

s0000007549808_f_w40_20170223095521lindex LINDEX 

sg sg0

Stina Goya – GEYSIR

swimsl

swimslow swimslow_41_grande

 

Nýtt íslenskt frá Swimslow – þennan getum við keypt seinna í mánuðinum

 

hmprod

Þessi varð minn á dögunum. Frá: H&M

 p_552911501fm

Womens Secret – Smáralind

Er einhver sem er í meira uppáhaldi en annar? Það er eins gott að vanda valið. Nóg er úrvalið!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: LINDEX SHOWROOM

HEIMSÓKNSHOP

Heimsóknir í showroom eða til áhugaverðra fyrirtækja er liður sem þið lesendur mínir kunnið alltaf að meta. Heimsóknirnar færa okkur nær hönnuðum eða fyrirtækjum og búa til persónulegri nálgun á þeirra verk. Sú nálgun er að mínu mati mun betri en þegar línurnar eru sýndar á fyrirsætum í auglýsingum eða á tískupöllunum.
Ég finn að þið eruð sammála miðað við þau komment sem ég hef fengið.

Jæja …
Lindex lofar góðu miðað við það sem ég sá og snerti í heimsókn minni í sýningarherbergið í Stokkhólmi. Jess!! Þið fylgduð mér mjög mörg í beinni í gegnum Story á Trendnet og á mínu persónulega Instagram aðgangi. Það var skemmtileg upplifun fyrir alla því þannig gat ég sýnt ykkur það sem óskað var eftir og svarað spurningum fljótt og örugglega – skemmtilegt.

Ég “babblaði” eitthvað við myndavélina, sagði ykkur meðal annars frá frábærri nýjung sem féll vel í kramið já mörgum, þar á meðal mér. Lindex gefur gömlum flíkum nýtt líf með því að endurhanna úr efnum sem annars myndu fara í ruslið. Ég var til dæmis alveg sjúk í gallabuxurnar sem eru einfaldar en með línu á hliðinni sem setur punktinn yfir i-ið. Komnar á minn óskalista! Ég mátaði líka nokkrar flíkur og sýndi hvernig má nota þær á mismunandi vegu eftir tilefnum. Eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hugsa út í þegar ég fjárfesti í nýjum flíkum – notagildið. Annars drakk ég líka heitt kaffi og spjallaði við indælar stúlkur sem þarna unnu um hvað koma skal hjá Lindex.

Þetta fékk ég svo að sjá og snerta –

//

I went on a little road trip and visited the Lindex showroom in Stockholm. I had a nice time, tried out some selected items from the summer collection, drank a little coffee and had a chat with the friendly girls working there. A lot of my readers followed me on Story on the Trendnet Instagram (@trendnetis).

I was impressed by the collection and my favorite was the recycled clothes. They have made some items from the fabrics that would normally be thrown away. Great move by Lindex! Here you have pictures –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Blúnda og statement eyrnalokkar – sumarið er klárt!

Processed with VSCO with c1 preset

Stúlkurnar sem tóku á móti mér í sýningarherberginu voru voða ánægðar með hnútinn sem ég batt á þennan gegnsæa kjól. Þannig er hægt að poppa hann upp og niður eftir skapi –

 

Processed with VSCO with c1 preset

Litir og falleg print –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Ég var næstum búin að ræna þessari með mér heim … þunn og dásamleg fyrir góða veðrið í sumar en í dag myndi ég klæðast henni yfir rúllukragabol –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

 

img_2966

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Útskrift í vor? Boð í brúkaup í sumar? Ljósbleik blúnda frá toppi til táar fær mitt samþykki –

Processed with VSCO with f2 preset

Það er allt fallegra með smá glitri –

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þessi vakti mikla athygli. Þegar ég sá hann fyrst þá hugsaði ég sandalar og hvítur sandur. En svo mátaði ég hann og þá kom í ljós að hann myndi líka henta sem hinn fallegasti samkvæmiskjóll –

Processed with VSCO with f2 preset

Gyllta hálsmenið er líka frá Lindex og er væntanlegt í vor. Punkturinn yfir i-ið –

Processed with VSCO with g3 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Falleg þykk peysa með opnu baki. Hún mun koma í tveimur litum –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Pífur á allt í sumar. Þessi kjóll gæti glatt margar –

Processed with VSCO with c1 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta lúkk er mikið ég. Ég var svo heppin að fá þessar buxur með mér heim – eeelska smáatriðið á skálmunum –

Processed with VSCO with c1 preset

Einfalt leðurveski sem fangaði auga mitt þegar ég sá hringinn sem býr til handfangið. Ykkur líka? –

Processed with VSCO with g3 preset

Langar –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Hér  sjáið þið nærmynd af þessum dásamlega kjól sem ég veit að yrðu svo góð kaup –

Processed with VSCO with c1 preset

Veldu nú það sem að þér þykir best? –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Takk fyrir mig Lindex // Tack snälla Lindex showroom.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUMARIÐ MITT:

LÍFIÐ

Þetta sumar er búið að vera æðislegt & er búin að gera svo margt þetta sumarið. Eins og, ég útskrifaðist úr Fjölbraut Í Garðabæ, vann mikið, fór til Kaupmannahafnar, Vestmannaeyjar, fór á Vestfirði á Mýraboltann, prófaði margar náttúrulaugar, ferðaðist mikið, varð tvítug & margt margt fleira. Ég er virkilega ánægð með þetta sumar. Veðrið var æðislegt! Ég náði að gera margt & skoða margt með frábæru fólki. Ég er hrikilega spennt fyrir veturinum & hlakka til að vera með ykkur í vetur.

x

sigridurr

(sorry með myndaflóðið)

img_0368.jpg img_0404.jpg img_0470.jpg img_0683.jpg img_0527.jpg img_0502.jpg img_0520.jpg img_0494.jpg img_1225.jpg img_1270.jpg img_1206.jpg img_1332.jpg img_1560.jpg img_1436.jpg img_1819.jpg img_1693.jpg img_1866.jpg img_1582.jpg img_1913.jpg img_2153.jpg img_2331.jpg img_2371.jpg img_2349.jpg img_2691.jpg img_2736.jpg img_2909.jpg img_2929.jpg img_2978.jpg img_3584.jpg img_3477.jpg img_3306.jpg img_4101.jpg img_4132.jpg img_4487.jpg img_4452.jpg

 Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

Í sundtöskunni

HárHúðLífið MittSnyrtibuddan mínSS15

Ég hef bara sjaldan farið jafn mikið í sund og núna undanfarið. Mér líður bara svo vel í sundi og það hjálpar mér að slaka á í líkamanum sérstaklega þegar grindin mín er farin að öskra á mig af sársauka. Svo við fjölskyldan förum alveg sérstaklega mikið í sund þessa dagana sem er snild því Tinni Snær nýtur sín í botn í sundi og ég næ að vera svona talsvert liprari í sundi en ekki – svo ég næ að njóta mín betur. Það er eiginlega alveg magnað hvað það að hreyfa sig í vatni getur gert mikið fyrir mann og á meðan ég skrifa þessi orð þrái ég fátt meira en að slaka á í heita pottinum í Laugardalslauginni – úff hvað það væri ljúft!

En mig langaði að sýna ykkur hvað ég tek með mér í sundtöskuna, ykkur finnst þetta kannski alltof mikið en fyrir mér eru allar þessar vörur nauðsynlegar til að verja húðina í sundi, næra hana eftir sundið og að sjálfsögðu kroppinn líka að ógleymdu hárinu :)

sundtaskan7

Bikiníið fékk ég í Lindex, ég ákvað að vera ekki að fara að fjárfesta í sérstökum sundfatnaði fyrir meðgönguna því mér fannst hann eiginlega bara frekar dýr fyrir það hvað ég myndi kannski ekki nota hann lengi. En ég fann alveg æðislegar sundbuxur í Lindex undirfatabúðinni sem eru ekki með neinni harðri teygju heldur bara teygjanlegu efni sem bætist ofan á buxurnar svo þær skerast aldrei inní líkamann.

sundtaskan

Hér sjáið þið svo útbreiddar snyrtivörurnar sem koma með mér í sundið – hver annarri ómissandi!

sundtaskan2

Ég er nú þegar búin að lýsa ást minni á I Love… Mango & Papaya Bodybutter kreminu – ég elska ilminn af þessu og ég nota það alltaf á kúluna sérstaklega eftir sturtu og sund. Það hjálpar mér bara að slaka aðeins á húðinni sem er farið að strekkjast all verulega á enda líka farið að síga verulega á hana.

sundtaskan3

Sjampóið og nnæringin sem ég hef verið að nota undanfarið er frá John Frieda og eru vörurnar hugsaðar til að gefa hárinu strandarfíling. Það er ótrúlega góð myntu lykt af þessum vörum sem er alveg svakalega frískandi í sturtunni. Ég hreinsa hárið alltaf tvisvar í sturtu, eftir að ég fór að gera það þá hef ég getað sloppið með að þrífa hárið mitt miklu sjaldnar ég átti bara bágt með að trúa því fyr en ég komst uppá lagið með það. Nú þríf ég það sirka 2 í viku í staðin fyrir á tveggja daga fresti – þið getið ímyndað ykkur hvað ég er að spara í sjampó kostnaði þessa dagana! Eftir að ég er búin að hreinsa hárið tvisvar þá næri ég það með hárnæringu úr sömu línu.

sundtaskan4

Svo er það hárolían – þessa hef ég sýnt ykkur áður en hún er uppáhalds uppáhalds! Fæst reyndar ekki á Íslandi en í alvöru ef þið getið keypt þessa þá verðið þið að prófa. Hún er bara svo létt svo mér finnst hún ein af fáum olíum sem þyngja ekki hárið á mér. Ég úða henni bara yfir rakt hárið og hún ilmar svo svakalega vel!

Við hliðiná er svo nýtt rakakrem sem ég hef verið að prófa það er úr Regenerist Luminous línunni frá Olay en mér finnst þessi lína henta mínum þörfum mjög vel. Ég nota þetta krem yfir húðina á eftir seruminu mínu. Það er með breiða sólarvörn SPF20 svo það er virkilega flott í sumar, gefur einnig húðinni næringarríkan raka, meiri ljóma og jafnara litarhaft.

Þarna sjáið þið líka glitta í sólarvörnina sem ég nota þessa dagana frá Shiseido – þið sjáið hana betur á stóru hópmyndinni hér fyrir ofan. Þessi er alveg vatnsheld og ég set hana á mig áður en ég fer út í sundið. Mig langar alveg í fallegan ljóma og meiri freknur en ég vil þó alltaf gæta fyllsta öryggis og er því alltaf með góða sólarvörn sérstaklega í sundi – SPF30 eða SPF50 :)

sundtaskan5

Ég er ótrúlega spes með svitalyktareyða, mér finnst alls ekki margir henta mér. Ég var hrifin af þeim lífræna sem ég sagði ykkur frá um daginn en þegar ég fer í sund er gott að vera með einn sem tekur enga stund að bera á sig. Þessi græni frá Dove hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og eiginlega bara sá sem ég hef notað lengst af og finnst gefa mér góða vörn allan daginn.

Svo er það Stellan mín sem ég tek með mér útúm allt og er alltaf með á mér. Ef ykkur vantar góðan ilm fyrir sumarið þá verðið þið að skoða STELLA eau de Toilette – hann er æði!

sundtaskan6

Svo eru það serumin mín… þau eru tvö en bæði svo svakalega ólík! Ég nota þau eiginlega oftast bæði – annað er sjálfbrúnkuserum og hitt er rakaserum. Þetta frá Biotherm er sumsé með sjálfbrúnku í sér og virkar ótrúlega vel, það gefur einhvern vegin húðinni minni – minn lit sem er virkilega gaman. Svo örvar serumið líka húðina mína til að grípa í fallegan sólarlit og mér finnst húðin mín bara fá alveg ótrúlega fallegan og frísklegan lit með þessu. Ég nota það alls ekki á hverjum degi bara svona af og til til að fríska uppá húðina, en mér finnst eitthvað svo fullkomið að nota það eftir sun.

Svo er það Hydra Life serumið frá Dior, þetta er algjör rakabomba og ég dýrka það! Ég nota þetta 10 mínútum eftir að ég nota sjálfbrúnkuserumið ef ég nota það þá fyrst sem ég geri alls ekki alltaf. En þetta gefur húðinni samstundis raka og góða fyllingu sem mér finnst alls ekkert sjálfsagt. Fullkomið fyrir þær sem vilja bara rakamikið serum ekkert endilega einhverja virkni.

Þetta er samt ekkert kannski svo mikið… bara mátulegt hjá mér. Ég tek svo aldrei með mér neinar förðunarvörur enda finnst mér bara gott að leyfa húðinni að vera hreinni og frísklegri eftir góða sundferð – ég ber bara á mig góða vörn.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

NÝTT: SUPERGA

NÝTTSKÓR

Nýjir skór í safnið fyrir sumarið – ætli þetta skósafn mitt fari ekki að verða ágætt.

Í þetta skipti eru þeir hvítir platform strigaskór frá merkinu Superga. Ég byrjaði fyrst að fylgjast með Superga eftir að ein mín uppáhalds pía – The Man Repeller (Leandra Medine) gerði collab með merkinu árið 2013. Fyrst var ég ekki alveg viss en með tímanum er ég farin að fýla þá meira og meira og platform týpan er eitthvað er mjög mikið ég. Þeir eru mjög comfy og næs. Fullkomnir sumarskór.

image (17)

image (18)

image (23)

Ég fékk mitt par í GS Skóm í Kringlunni!

//Irena

 

Reykjavík Makeup Journal er komið út!

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistReykjavík Makeup Journal

Í gær var sannarlega góður dagur… ég fékk glænýtt tölublað af Reykjavík Makeup Journal í hendurnar, það verður aldrei neitt minna skemmtilegt. Þó netið sé framtíðin þá er prentið alveg klassískt og ótrúlega gaman að fá að halda svona í verkin sín.

Blaðið getið þið nálgast í næstu snyrtivörudeild Hagkaupa FRÍTT ekki seinna en núna ;)

rmjsumar13

Það er dáldið skemmtileg saga á bakvið forsíðuna en inní blaðinu eru 10 brúðarfarðanir frá hinum ýmsum merkjum og ég var búin að sjá fyrir mér að ein þeirra yrði á forsíðu blaðisins og sagði þeim sem förðuðu frá því auðvitað. Ég ákvað þó að ég ætlaði ekki að velja forsíðuna sem er kannski dáldið skrítið af ritstjóra að segja en mér fannst það smá óþægilegt að þurfa að gera uppá milli farðana sem vinkonur mínar væru að gera – þekki allar þessar dömur alltof vel nefninlega og margar fyrirsæturnar líka. Svo ég og hún Gunnur mín sem sér um uppsetninguna í blaðinu völdum myndir frá öllum sem kæmu til greina á forsíðu og ákváðum að leyfa þeim sem vinna með henni á skrifstofu Hagkaupa að velja myndina sem færi á forsíðuna. Þau tóku þetta skrefinu lengra og völdu mynd sem hvorug okkar hafði lagt til! En ég er sátt með útkomuna og gaman að heyra líka frá aðilum sem eru kannski ekki beint involveruð í blaðið hvað þeim fannst best – vonandi eruð þið sammála þeirra vali.

rmjsumar16

Forsíðuna gerði kær vinkona mín hún Kristjana Guðný Rúnarsdóttir með vörum frá Lancome en hún er Global Makeup Artist fyrir merkið og hún er sérstaklega fær þegar kemur að brúðarförðunum eins og þið sjáið vel bæði á forsíðunni og inní blaðinu. En Kristjana gerir ekki bara forsíðuna og brúðarförðunina heldur svarar hún einnig spurningum verðandi brúða sem eru allar inná brúðkaupsgrúppunni á Facebook en ég bað þær um spurningar sem þeim vantaði svör við, valdi svo 10 og þið finnið svörin við þeim í blaðinu. En það er ekki bara Kristjana sem kemur að skrifum fyrir blaðið heldur líka dætur hennar hinar yndislegu Ragnheiður Lilja og Rebekka Rut – mér finnst ég mjög heppin að fá svona flottar mæðgur til að hjálpa mér!

Mig langaði samt aðeins að gefa ykkur tilfinningu fyrir því hvað þið finnið í blaðinu en þemað er sumarið, allt um það sem er ómissandi fyrir sumarið og svo að sjálfsögðu allt fyrir brúðkaupið…

rmjsumar12

Beisik er best umfjöllunin er dáldið innblásin frá kærri vinkonu henni Elísabetu sem þið þekkið héðan af Trendnet. Þetta eru vörur sem að okkar mati eru algjörlega ómissandi að eiga í snyrtibuddunni og nýtast við öll tækifæri.

rmjsumar11

Mér finnst sjálfri voða gaman að taka mig í dekur heima fyrir – hér eru því góð ráð og vörur sem gera fæturna tilbúna fyrir sandalana í sumar.

rmjsumar10

Sagan á bakvið Miss Dior er í blaðinu – þessi er sérstaklega heillandi.

rmjsumar9

Ég tók viðtal við einn alveg einstakan og yndislegan sjálfbrúnkufræðing hjá St. Tropez. Hann Jules er alveg æðislega skemmtilegur karakter og hann er einn sá fremsti í sjálfbrúnkubransanum í Bretlandi. Hann gefur góð ráð fyrir notkun á sjálfbrúnkuvörum við öll tilefni.

rmjsumar8

Vissuð þið að Maybelline á 100 ára afmæli í ár – allt um merkið – söguna og vörurnar sem eru vinsælastar hér á Íslandi í blaðinu…

rmjsumar7

Það er að koma sumar svo þá verðum við aðeins að spjalla um sumarlínur merkjanna sem eru margar hverjar nú þegar fáanlegar nú eða rétt ókomnar :)

rmjsumar6

Hér sjáið þið þær vinkonur mínar og systurnar Ragnheiði Lilju og Rebekku Rut en þær völdu sér vörur til að gera flottar sumarfarðanir fyrir stelpur á sínum aldri.

rmjsumar5

Þið finnið 10 brúðarfarðanir í blaðinu allar hver annarri glæsilegri. Hér er það hún Eva Laufey sem situr fyrri sem Sensai brúðurin – svakalega klassísk og elegant förðun. Það er hins vegar smá villa í blaðinu en það er hún Guðný Hrefna Sverrisdóttir sem farðaði Evu, það var smá misskilningur þarna á milli. Yndisleg förðun frá einu vinsælasta snyrtivörumerkinu hér á Íslandi. Auk Sensai eru brúðarfarðanir frá Bobbi Brown, YSL, Lancome, L’Oreal, Guerlain, Dior, Max Factor, Shiseido og Smashbox í blaðinu.

rmjsumar4

Svo fannst mér dáldið gaman líka að gera bara eitthvað sem tengdist ekki einu sinni snyrtivörum og koma með hugmyndir að skemmtilegum hugmyndum til að skreyta fyrir brúðkaup – mér fannst sjálfri mjög gaman að setja þessar myndir saman.

rmjsumar3

Svo er ómissandi að segja frá nýjungum! En leiðinlegar fréttir því 5 mín eftir að blaðið var farið í prentun að Sculpting Settið kemur ólíklega til Íslands, það bara seldist upp áður en það náðist að klára pöntunina. En Sculpting burstinn hann kemur og Setting burstinn er nú þegar fáanlegur á Íslandi svo þetta er ekki svo hræðilegt ég lofa! En í staðin kemur Duo Fibre settið til landsins bara núna einu sinni og það eru gleðifréttir :)

rmjsumar2

Svo plataði ég eina af glæsilegri bloggurum landsins til að svara spurningum um fegurðarheiminn sinn, smá breyting á þessari öftustu síðu en ég fékk hugmyndina útfrá einu af mínum uppáhalds dönsku blöðum og aðlagaði hana smá að stíl blaðsins og ég er alveg svakalega ánægð með útkomuna. Þórunn Ívars er líka svo svakalega klár þegar kemur að því að taka fallegar myndir og myndirnar hennar gera síðuna alveg gullfallega – hún er bara snilli!

rmjsumar15

Mæli með – óháð tengslum við blaðið þá er þetta sjúklega flott blað og einhver algjör snillingur sem er greinilega þarna að skrifa það… ;)

Það er alltaf mitt markmið að toppa síðasta blað og mér finnst ég hafa gert það með þessu… ég vona að þið séuð sammála.

Munið að næla ykkur í eintak sem fyrst því síðasta blað kláraðist nánast á 10 dögum! Blaðið er FRÍTT og þið getið náð í það í öllum verslunum Hagkaupa sem eru með snyrtivörudeild. Ef þið hafið ekki tök á að ná í blaðið þá getið þið líka lesið það á netinu: REYKJAVÍK MAKEUP JOURNAL.

Njótið lestursins***

EH

Snyrtibuddan mín í apríl!

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistSnyrtibuddan mínSS15

Eins og ég sagði ykkur í færslunni sem birtist fyrr í dag hjá mér var planið að fara yfir vörurnar sem voru í áberandi mikilli notkun hjá mér núna í apríl. Ég tók mér smá pásu frá þessum færslum því mér fannst ansi leiðinlegt að vera alltaf að sýna ykkur kannski það sama aftur og aftur en nú hefur heldur betur orðið breyting á eins og þið sjáið.

Hér fyrir neðan fer ég svo aðeins yfir vörurnar…
uppáhaldsapríluppáhaldsapríl2

1. EGF Day Serum frá Bio Effect, 2. Tveggja þrepa hreinsun frá Sensai – Cleansing Oil og Milky Soap, 3. Belle de Teint sólarpúður frá Lancome, 4. Complexion Rescue frá bareMinerals, 5. Lash Sensational maskari frá Maybelline, 6. Magic Concealer frá Helena Rubinstein, 7. Mango & Papaya Body Butter frá I Love…, 8. Creme Puff Blush frá Max Factor, 9. Stella McCartney eau de Toilette ilmvatn, 10. Dream Wonder Nude farði frá Maybelline, 11. Color Sensational varalitur í litnum Plum Passion frá Maybelline, 12. Photo Finish Primer Water frá Smashbox, 13. Mint Candy Apple naglalakk frá Essie, 14. L.A. Lights Blendable Lip & Cheek Color í litnum Berry frá Smashbox, 15. Bikini so Teeny frá Essie, 16. Express Remover frá Maybelline. 17. Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store, 18. First Base grunnlakk frá Essie.

Mánuðurinn hefur ansi mikið einkennst af Essie ég viðurkenni það fúslega enda er ég búin að vera í gleðivímu í alltof langan tíma. Ég skipti nánast um lakk daglega bara því mig langar að nota alla þessa fallegu liti. En mest hef ég notað þá Mint Candy Apple og Bikini so Teeny. Undir nota ég alltaf First Base undirlakkið og það er must að eiga góðan naglalakkahreinsi til að hreinsa vel á milli og ég nota alltaf svampinn frá Maybelline mér finnst hann bara bestur.

Húðin hefur líka verið í rugli eins og þið vitið kannski núna. Hún var svo þur og viðkvæm að ég er lítið búin að geta notað Clarisonic burstann sem mér þykir mikið miður en ég næ að nota hann örfáum sinnum í viku. Ég kenni líka dáldið meðgögnuhormónunum um en þeir hafa verið að rugla aðeins í húðinni. En nú þegar húðin er komin í gott jafnvægi sé ég fyrir mér breytingu á þessu. En ég hef verið að nota tvöfalda hreinsun frá Sensai og ég hreinlega dýrka þessar vörur – hreinsiolíuna og mjólkina – fara langbest með mína húð. Svo er EGF Day Serumið aldrei langt undan það nota ég á hverjum degi eins og hefur áður komið fram. Primer Water spreyið frá Smashbox er svo æði að setja á húðina á undan grunnvörum eða yfir daginn til að fríska aðeins uppá áferð húðarinnar.

Grunnurinn einkennist af mjög náttúrulegum vörum. Nýja Complexion Rescue litaða dagkremið frá bareMinerals er hreint æði og ég mæli með því að varan fær betri færslu í vikunni. Svo er ég ástfangin af nýja Dream Wonder Nude farðanum frá Maybelline hann er sjúkur! Þétt áferð, ljómandi húð og fisléttur þessi er gjörsamlega fullkominn fyrir sumarið. Til að fullkomna svo grunninn finnst mér fáir jafn góðir og Magic Concealerinn frá Helenu Rubeinstein – hann hylur allt! Sólarpúðrið frá Lancome er ég búin að vera að nota í ábyggilega 2 mánuði núna en það er fyrst núna að koma í sölu hér, áferðin og liturinn er virkilega flottur og góður í mótun. Svo fer það algjörlega eftir skapi hvort það er þurr eða blautur kinnalitur en þessir tveir annar frá Max Factor og hinn Smashbox eru þeir sem er helst gripið til. Nýji highlighterinn frá Make Up Store er svo algjörlega ómissandi á fallegum sumardegi en hún Iðunn Jónasar benti á hann í bloggi hjá sér um daginn og ég fór beint og keypti hann.

Lash Sensational maskarinn – það var ást við fyrstu notkun. Þennan maskara elska ég hreint út sagt og hann hefur ýtt út Rocket í 2. sæti yfir Maybelline maskara hjá mér – Great Lash trónir enn á toppnum. Ég get ekki mælt nóg með þessum maskara sérstaklega núna fyrir sumarið þar sem hann smitast hvorki né hrynur. Á varirnar hefur svo þessi fíni og fallegi plómulitur orðið fyrir valinu í þau fáu skipti sem varirnar mínar eru ekki bara með varasalva.

Eins og hefur komið fram þá er ég sjúk í að nota bodybutter á líkamann. Ein af meðgöngufíknunum mínum er orðin þessi Mango og Papaya lykt frá I Love… ég dýrka að bera þetta á líkamann og ég set body butterið á magann á hverjum einasta degi. Það gerir það að verkum að mér líður mun betur í húðinni á magananum og ég finn alls ekki jafn mikið fyrir kláðanum sem fylgir því þegar teygjist á húðinni.

Að lokum er það svo Stella vinkona mín – ást við fyrsta þef. Þessi dama fær betri færslu í vikunni en það er farið að sjást all svakalega á glasinu hjá mér. Ég úða ilminum á mig í gríð og erg og oftast nokkrum sinnum á dag. Ég er að upplifa það að fólk er að grípa í hendina mína og þefa af henni því það finnur ilminn af Stella eau de Toilette og fær bara ekki nóg!

Svo sjáum við bara til hvort það komi maí færsla – hver veit kannski breytist bara ekkert ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Grillsumarið mikla 2015!

Lífið MittSS15

Eitt af því sem ég elska við sumarið er grillmatur. Ég fæ bókstaflega ekki nóg af grillmat helst vil ég svínakjöt og gott kartöflusalat, köld sósa og ferskt salat með – vá hvað ég fæ vatn í munninn við að skrifa þetta. Þetta er lúmkst áhugamál hjá okkur parinu – grillmatur og við söfnum alls kyns skemmtilegum grillbúnaði, já við erum komin í úthverfin og að verða vísitölufjölskylda… :)

Ég kíkti á lagersölu hjá heildsölunni Ásbirni Ólafs á milli funda í gær – ég varð bara að ganga úr skugga um hvort þar væri múmínbolla að fá þar sem heildsalan flytur þá inn fyrir verslanir hér á landi. En engir slíkir en nóg af flottum grillvörum svo ég keypti nokkrar sem glöddu Aðalstein svona svakalega – no joke.

lagersala2

Grilltangir, spaði og gafall, grillbakki, súkkulaði – á ingen ting eða 2000kr!

lagersala

 

Svo sá ég þessa krúttlegu krukku á 500 kr og ákvað að grípa hana með mér líka – sæt á snyrtiborðið fyrir eyrnapinna. 2000 kr fyrir þetta góss finnst mér svo lítið að ég varð að skella í eina færslu og hvetja ykkur til að kíkja við því það er hægt að gera mjög góð kaup. Ég var með myndavélina útí bíl og ákvað að grípa hana með mér inn og smella af nokkrum myndum til að gera færsluna enn skemmtilegri…

Ég fann lagersöluna bara á Facebook – þarna er hægt að gera góð kaup fyrir sumarið þarna eru meirað segja úti húsgögn! Svo ef þið eruð mikið útilegufólk eða eigið sumarbústað þá getið þið byrgt ykkur vel upp þarna. Kíkið endilega á eventinn HÉR – sjáið opnunartímana.

En nú er planið að koma sér útí þetta góða veður hér hefur bara verið legið uppí rúmi síðan 8 í morgun allir í letikasti. En nú er það bakarí og sund í ljúfa veðrinu – njótið dagsins!

EH

Langaði svo bara að koma því á framfæri að færslan er ekki skrifuð gegn neins konar greiðslu bara góðlátleg ábending til ykkar sem sjáið ef til vill eitthvað flott á myndunum og viljið gera góð kaup eins og ég :)

Annað dress: sumarsæla

Annað DressFylgihlutirLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS15Vero Moda

Ó vá hvað gærdagurinn var gjörsamlega fullkominn í alla staði! Veðrið var dásamlegt og ilmur af sumari er svo sannarlega í loftinu og ég vona að það verði bara betra á næstu vikum og mánuðum. Við áttum voða kósý morgun þar sem mamman fékk m.a. að sofa út og svo fórum við í bakarí og loksins fékk Tinni Snær draum sinn uppfylltan og fór á Línu Langsokk. Sýningin er alveg frábær skemmtun fyrir yngstu kynslóðina og Ágústa Eva er ekkert smá flott Lína! Tinni Snær fór grátandi útúr Borgarleikhúsinu miður sín yfir því að þurfa að fara frá Línu og það sama gilti um önnur börn – krúttskalinn var svo sannarlega sprengdur! En foreldrarnir náðu vonandi að bæta fyrir það með kaupum á Línu stuttermabol og buffi sem hann vill bara klæðast síðan þá og gengur um og segist heita Tinni Langsokkur – eru fleiri sem kannast við þetta ;)

Annars langaði mig að deila með ykkur dressi dagsins – sem var reyndar eitt af tveimur þennan daginn því ég fór aðeins fínni í leikhús – mér finnst nauðsynlegtað klæða sig upp fyrir leikhús sama hver sýningin er!

sólardress3

Kúlan fína er nú orðin 24 vikna og ég er bara að njóta hennar í botn. Mér líður miklu betur núna en á síðustu meðgöngu alla vega andlega og ég er loks að fá aðeins að njóta mín þó skrokkurinn sé alveg að fara að gefa sig en með góðri hjálp yndislegs sjúkraþjálfara sé ég fyrir mér að þetta verði nú aðeins bærilegra. En ég auðvitað varð svakalega slæm eftir fallið mitt í hálkunni þegar ég úlnliðsbrotnaði og sef nú einungis með hjálp hitateppis, snúningslaks og meðgöngukodda – það er varla pláss fyrir Aðalstein lengur mér finnst þetta ástand smá fyndið – en ég held hann sé ekki sammála mér ;)

sólardress5

Þetta verður æpti á sólgleraugu og það æpti líka á smá garðstörf. Við sópuðum stéttina fyrir utan hjá okkur, sópuðum líka gangstéttina – þessi sandur var alveg að fara með mig þetta var aðeins of mikið af hinu góða og minnti of mikið á erfiðan vetur svo sandurinn fékk að fjúka burt. Svo sáðum við kryddjurtum sem vonandi fá að blómstra inní eldhúsglugga og nú langar mig í hangandi blómapotta á krókana við útidyrahurðina.

sólardress6

Naglalakk: Bikini so Teeny frá Essie, þetta veður kallar ekki bara á léttari klæðnað og sólgleraugu það kallar líka á fallegt og bjart naglalakk. Þetta er það allra vinsælasta í heiminum í dag – akkurat þessi fallegi blái litur er mest seldi litur af naglalakki í heiminum í dag – hversu tryllt! Þetta lakk er ómissandi fyrir mig í sumar og þið munið sjá hann á fingrunum á mér á áberandi stað innan skamms… – sbr. verkefnið þar sem ég hætti mér enn lengra út fyrir þægindarammann. Lakkið fékk ég í DK fyrir þónokkru síðan.

sólardress9

Körfubolti: 50/50 minn og Aðalsteins <3

Skyrta: Noisy May úr Vero Moda, þessa fengum við núna fyrir helgi og skyrtuóði bloggarinn gat ekki látið hana frá sér fyr en hún varð mín! Verðið skemmdi engan vegin en hún er á 5990kr og er sjúklega góð. Ég er í stærð L ég vildi það einhvern vegin frekar, hafa hana stóra og góða og þá get ég notað hana lengur á meðgöngunni og ég vel svo sem alltaf að taka flíkur enn stærri en ég þarf. Mér finnst hún hrikalega skemmtileg og ég fýla kontrastinn í henni, sumarleg en samt virkar hún allan ársins hring.

sólardress10

Mér finnst ég eiginlega komin með körfubolta framan á mig. Kúlan tók alveg svakalegan vaxtakipp í vikunni og hefur verið svona útstæð síðan. Það eru rosa margir sem eru því búnir að segja við mig að hún hætti þá pottþétt að stækka á einhverjum tímapunkti – ég hef mjög gaman af því að fólk reyni svona að hjálpa mér að slaka á með orðum en reynsluboltinn ég veit að ég mun bara halda áfram að stækka sbr síðasta meðganga ;)

sólardress4

Sólgleraugu: Bianco, þessi eru staðalbúnaður hjá mér í þessu veðri elska þau gjörsamlega því þau passa við allt og sérstaklega sólina finnst ykkur ekki – verðið skemmir ekki heldur 3690kr ;). Meira um þessi HÉR.

sólardress2

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, þessir skór eru ofnotaðir en nú þarf ég einmitt að fara að bursta yfir þá með rússkinsbursta og gefa þeim smá yfirhalningu. Þessir eru svo þægilegir og ég elska þá alveg svakalega mikið og þeir eru svona mínir go to skór. Í kjölfarið af þessum flottu línum sem Camilla hefur verið að hanna fyrir Bianco er ég búin að vera fastagestur inná síðunni hennar Camillu og ég mæli eindregið með því að þið fylgið mínu fordæmi. Camilla virkar útá við alveg einstaklega ljúf og góð manneskja, bloggið hennar er svakalega fallegt, allar myndir eru vel unnar og hún svarar öllum. Ef ég merki mynd af mér í skóm frá henni á Instagram t.d. fæ ég alltaf kveðju frá henni – mér finnst voða ljúft að hún taki sér tíma til þess. Fylgist með henni hér – CAMILLA PIHL

sólardress

Dagurinn endaði svo með grillmat og ísbíltúr – fullkominn endir á fullkomnum degi!

Mikið vona ég að dagurinn í dag verði jafn góður og gærdagurinn ég ætla alla veg að eiga dag með Tinna Snæ, pabbinn ætlar smá að fá að rækta sjálfan sig sem er jú nauðsynlegt.

Seinna í dag ætla ég svo að setja af stað þriðja og síðasta sumargjafaleikinn og ég vona innilega að þið hafið haft gaman af þessu uppátæki og að þær sem unnu séu ánægðar með sitt!

Njótið***

EH