fbpx

REALLY RED

BEAUTYLÍFIÐSAMSTARF

Really Red, alltaf minn uppáhalds rauði litur frá Essie ❤️

Aðrir uppáhalds, þeir sem ég hef notað mest upp á síðkastið eru BLANC, Blooming Friendships og Pearly White ..

Þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í naglalakka sumargleði sem Essie stóð fyrir fyrr í sumar. Um er að ræða íslenska herferð þar sem vinkonur merkisins sátu fyrir með sinn uppáhalds Essie lit. Það var viðeigandi að undirrituð hafi valið rauðar neglur en það er sá litur sem ég nota lang mest úr naglalakka skúffunni hér heima, allt árið um kring. Við munum sjá rauðan áberandi sem trendlit á árinu og undirrituð fagnar því – í fatnaði og förðun.

 

Aldís Páls, Förðun: Tinna María

Sjáið þessar flottu konur –  VÁ! Pressið á nafnið á litnum fyrir neðan myndir til að detta inn í netverslun. Essie fæst víða, td í Hagkaups verslunum, hjá Beautybox og í betri apótekum.

Eva Ruza með Romper Room

Kolbrún Pálína með Off Tropic

 

Íris Tanja með Meet Me at Sunset

LESIÐ LÍKA: ESSIE JÓL – MÍNIR UPPÁHALDS VETRARLITIR

Eva Dögg með Salt Water Happy

Andrea Magnúsdóttir með BLANC

Erna Bergmann með Lapiz of Luxury

Veljum að bera litaðar neglur í ferðalögum sumarsins –  ég vel Essie sem er vegan, cruelty free og með eituefna lausri formúlu í öllum sínum lökkum.

LESIÐ LÍKA: GLEÐILEGAN NAGLALAKKADAG

Ein sturluð staðreynd í lokin –

Essie hefur verið í sölu á Íslandi frá því árið 2015 og það var gaman að fletta upp gamalli færslu hér á Trendnet þar sem Erna Hrund, sem einu sinni hélt hér úti virku bloggi en er í dag vörumerkjastjóri ESSIE á Íslandi, líklega draumastarfið hennar miðað við hvað hún var rosalega spennt að deila fréttunum á sínum tíma. Gaman að netið passar vel upp á dýrmætt efni eins og þetta: ESSIE LÖKKIN – LOKSINS Á ÍSLANDI …

 

Fylgið Ernu Hrund á Instagram hér, hún er enn virk og með góðar umfjallanir á sínu svæði þar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

NEW YORK MEÐ PLAY - STÓRBORGARLÍF, SVEITASÆLA OG SKEMMTIGARÐAR

Skrifa Innlegg