fbpx

Essie lökkin – loksins á Íslandi!

EssieLífið MittneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15

Ég er gjörsamlega búin að vera að springa af spenningi í alltof langan tíma með að birta þessa færslu. Þegar maður fær að heyra það að eftir alltof langa bið að uppáhalds merkið er loksins að koma til landsins í öllu sínu veldi þá er ekki annað hægt að fara smá á taugum af spenning…

Já dömur mínar Essie naglalökkin eru mætt til Íslands í öllu sínu veldi. Í þessum töluðu orðum eru naglalökkin að týnast inní standa um verslanir höfuðborgarsvæðisins og ég er að tapa mér í gleðinni og búin að skarta Essie naglalökkum á nöglunum síðustu vikur til að hita upp.

Merkið er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég er búin að bíða eftir þessum degi með mikilli eftirvæntingu. Ég hef alltaf fyllt reglulega á byrgðirnar mínar af lökkunum og hef vanið mig á að kaupa öll lökk í tískulínunum ég get bara aldrei valið á milli. Með hjálp ebay og annarra vefverslana hafa þau orðið mín en nú þarf ég ekki eð leita langt til að næla mér í nýtt lakk í safnið sem er reyndar frekar svakalega stórt!

trendessie2

Það vantar þó heilmarga liti inná myndina og ég á ekki von á öðru en að skúffan muni verða troðfull af Essie fyrir árslok ef ég þekki sjálfa mig rétt.

Ég týndi líka saman nokkra af mínum uppáhalds litum fyrir sumarið til að sýna ykkur – allir þessir litir verða fáanlegir hér á Íslandi.

essietrend

 Frá vinstri:

Mint Candy Apple, Resort Fling, Bikini so Teeny, Cute as a Button, Sand Tropez, Lapiz of Luxury, Tart Deco, Ballet Slippers og Lilacism.

Ég er hrifin af lökkunum fyrst og fremst vegna formúlunnar sem ég sé varla sólina fyrir. Formúlan er svo þétt og flott að litirnir fá að njóta sín vel. Ég þarf aldrei meira en tvær umferðir og mér finnst þau endast virkilega vel. Essie er vinsælasta naglalakka merkið í heiminum í dag og því er það sannkölluð snilld að fá það til okkar á Íslandi og ég efast ekki um að við munum sjá fullt af flottum og björtum Essie nöglum í sumar.

Það er sko margt spennandi framundan þegar kemur að samstarfi á milli mín og Essie og ég er með fullt af spennandi færslum í bígerð fyrir ykkur til að kynna ykkur sem þekkið kannski ekki merkið og sögu þess en hér er um að ræða fyrsta naglalakkamerkið sem sérhæfir sig í því að bjóða konum uppá breytt litaúrval naglalakka. Sagan merkisins er mjög skemmtileg og á meðal lakkanna sem verða í sölu hér á Íslandi er liturinn Ballet Slippers sem Elísabet Englandsdrottning lét alltaf senda sér sérstaklega áður en merkið komst í sölu í Bretlandi því það var eina lakkið sem hún vildi nota.

Ef þið viljið fylgjast með Essie á Íslandi og öllu fjörinu sem er framundan þá verðið þið að fylgjast með merkinu á Facebook og Instagram það verður þess virði.

Essie lökkin eru komin upp í verslunum Hagkaupa (komið t.d. í Smáralind, Kringlu, Garðabæ og Skeifu), Lyf og Heilsu (komið t.d. í Kringlu, JL húsið og Austurver) og Kjólum og Konfekt í dag og verða fáanleg á fleiri stöðum á næstu dögum og vikum. Á morgun mætir Essie í Lyfju Lágmúla og inná heimkaup.is.

Essie Iceland á Facebook

@essieiceland á Instagram

Gleðilegt Essie sumar!

EH

Þú ert einstök - fagnaðu því <3

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Oddný

  29. April 2015

  Veistu cirka hvað þau kosta út í búð :) ?

 2. Linnea

  29. April 2015

  Yesss!! :D

 3. Hildur

  30. April 2015

  Veistu hvort þau verði seld í búðum fyrir norðan?