NEGLURNAR MÍNAR

Neglur

Gleðilegan mánudag xx

Mig langaði að taka smá naglaspjall með ykkur en ég fæ oft spurningar hvaða naglakk ég sé með eða hver gerir neglurnar mínar. Hún sem sér um neglurnar mínar og er búin að gera það núna í næstum tvö ár heitir Anna og er algjör snillingur í nöglum. Ég mæli svo sannarlega með henni en hún er ótrúlega vandvirk og neglurnar haldast lengi flottar en þið finnið hana hér.

 

Síðan langaði mig að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds naglalökkum frá Essie en ég fæ svo oft spurningar hvað ég sé með á nöglunum. Mér finnst ótrúlega gaman að naglalakka mig og breyta til en þetta er bara smá hluti af mínum uppáhalds naglalökkum..

1.Ladylike 

2. Licorice

3. Sand Tropez

4. Bikini so teeny 

5. Truth or bare

6. Speed setter

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Langar þig í mína uppáhalds Essie?

Ég Mæli MeðLífið MittneglurSS15

Það má svona nánast segja að ég sé enn í spennufalli eftir síðustu viku. Uppáhalds Essie lökkin mín eru nú loksins fáanleg hér á Íslandi – íslenskum konum til mikillar gleði miðað við hvað nú þegar margar eru greinilega búnar að tryggja sér flotta liti.

Lökkin hafa verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég prófaði þau fyrst og það er helst þessi æðislega formúla sem er ekki lík neinni annarri sem ég hef prófað sem heillar mig. Æðislegt litaúrvalið er svo ekki til að skemma fyrir og pensillinn sjálfur er æði en hann er með breiður með kúptum enda sem gerir það að verkum að hann þekur nöglina alla með einni stroku.

Í samstarfi við Essie á Íslandi langar mig að gleðja 3 heppna lesendur með fjórum af mínum uppáhalds lökkum fyrir sumarið.

essieleikur5

Ég átti svakalega bágt með mig þegar ég þurfti að gera uppá milli allra fallegu litanna hjá Essie en ég ákvað að velja liti sem myndu höfða til sem flestar og lita sem yrðu fullkomnir fyrir sumarið!

essieleikur

Sand Tropez

Þessum lit kynntist ég fyrst fyrir einu og hálfu ári síðan á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Hann var notaður á sýningu Wood Wood og ég kolféll fyrir honum. Þetta er hinn fullkomni nude litur sem passar við allt saman. Þessi er skyldueign í mínu safni og ætti að vera það líka í ykkar!

essieleikur3

Mint Candy Apple

Mér finnst þessi litur svo krúttlegur! Einn af þeim sem ég fékk mér síðasta sumar. Virkilega bjartur og fallegur mintugrænn litur sem er fullkominn fyrir sumarið. Hugsið ykkur þegar maður er komin með smá lit hvað hann á eftr að tóna vel við sólkyssta húð – perfekt!

essieleikur2

Bikini so Teeny

Þessi verður auðvitað að vera á listanum en ekki hvað – vissuð þið að þetta er mest seldi naglalakkalitur í heimi? Ekki það að það komi á óvart þessi ætti að vera í öllum snyrtibuddum fyrir sumarið – hann er að hverfa hratt úr hillunum hér á Íslandi svo það er um að gera að tryggja sér hann sem allra fyrst.

essieleikur4

Cute as a Button

Þetta er einn af nýjustu litunum í safninu mínu og ég heillaðist strax af honum. Það er algjört must að eiga fallega kóralbleikt naglalakk í safninu og ég veit nú um eina vinkonu mína sem þarf að eignast þennan lit (hvernig líst þér á Sirra!;)) – Hrikalega sumarlegur og flottur litur!

Það sem ég elska mest við Essie er formúlan – hún er svo áferðafalleg, létt en samt þétt og liturinn þekur svo svakalega vel. Endingin er líka toppurinn og það er alltaf hægt að auka hana enn meira með flottu undir og yfirlökkunum hjá merkinu.

En ég í samstarfi við Essie á Íslandi ætlum að starta smá fjöri saman og gefa þremur lesendum þessa fjóra liti. Það er lítið sem þarf að gera nokkrir smellir hér og þar…

1. Deilið þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.

2. Smellið á like takkann á síðu lakkanna á Íslandi – ESSIE ICELAND.

3. Skrifið athugasemd við þessa færslu undir fullu nafni og segið mér hver ykkar uppáhalds Essie litur er!

Ég dreg svo úr öllum athugasemdum eftir helgi***

Hlakka til að sjá hver ykkar uppáhalds Essie litur er!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Leikurinn er unninn í samstarfi við Essie á Íslandi og engin greiðsla var þegin fyrir hann.

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Essie lökkin – loksins á Íslandi!

EssieLífið MittneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15

Ég er gjörsamlega búin að vera að springa af spenningi í alltof langan tíma með að birta þessa færslu. Þegar maður fær að heyra það að eftir alltof langa bið að uppáhalds merkið er loksins að koma til landsins í öllu sínu veldi þá er ekki annað hægt að fara smá á taugum af spenning…

Já dömur mínar Essie naglalökkin eru mætt til Íslands í öllu sínu veldi. Í þessum töluðu orðum eru naglalökkin að týnast inní standa um verslanir höfuðborgarsvæðisins og ég er að tapa mér í gleðinni og búin að skarta Essie naglalökkum á nöglunum síðustu vikur til að hita upp.

Merkið er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég er búin að bíða eftir þessum degi með mikilli eftirvæntingu. Ég hef alltaf fyllt reglulega á byrgðirnar mínar af lökkunum og hef vanið mig á að kaupa öll lökk í tískulínunum ég get bara aldrei valið á milli. Með hjálp ebay og annarra vefverslana hafa þau orðið mín en nú þarf ég ekki eð leita langt til að næla mér í nýtt lakk í safnið sem er reyndar frekar svakalega stórt!

trendessie2

Það vantar þó heilmarga liti inná myndina og ég á ekki von á öðru en að skúffan muni verða troðfull af Essie fyrir árslok ef ég þekki sjálfa mig rétt.

Ég týndi líka saman nokkra af mínum uppáhalds litum fyrir sumarið til að sýna ykkur – allir þessir litir verða fáanlegir hér á Íslandi.

essietrend

 Frá vinstri:

Mint Candy Apple, Resort Fling, Bikini so Teeny, Cute as a Button, Sand Tropez, Lapiz of Luxury, Tart Deco, Ballet Slippers og Lilacism.

Ég er hrifin af lökkunum fyrst og fremst vegna formúlunnar sem ég sé varla sólina fyrir. Formúlan er svo þétt og flott að litirnir fá að njóta sín vel. Ég þarf aldrei meira en tvær umferðir og mér finnst þau endast virkilega vel. Essie er vinsælasta naglalakka merkið í heiminum í dag og því er það sannkölluð snilld að fá það til okkar á Íslandi og ég efast ekki um að við munum sjá fullt af flottum og björtum Essie nöglum í sumar.

Það er sko margt spennandi framundan þegar kemur að samstarfi á milli mín og Essie og ég er með fullt af spennandi færslum í bígerð fyrir ykkur til að kynna ykkur sem þekkið kannski ekki merkið og sögu þess en hér er um að ræða fyrsta naglalakkamerkið sem sérhæfir sig í því að bjóða konum uppá breytt litaúrval naglalakka. Sagan merkisins er mjög skemmtileg og á meðal lakkanna sem verða í sölu hér á Íslandi er liturinn Ballet Slippers sem Elísabet Englandsdrottning lét alltaf senda sér sérstaklega áður en merkið komst í sölu í Bretlandi því það var eina lakkið sem hún vildi nota.

Ef þið viljið fylgjast með Essie á Íslandi og öllu fjörinu sem er framundan þá verðið þið að fylgjast með merkinu á Facebook og Instagram það verður þess virði.

Essie lökkin eru komin upp í verslunum Hagkaupa (komið t.d. í Smáralind, Kringlu, Garðabæ og Skeifu), Lyf og Heilsu (komið t.d. í Kringlu, JL húsið og Austurver) og Kjólum og Konfekt í dag og verða fáanleg á fleiri stöðum á næstu dögum og vikum. Á morgun mætir Essie í Lyfju Lágmúla og inná heimkaup.is.

Essie Iceland á Facebook

@essieiceland á Instagram

Gleðilegt Essie sumar!

EH