fbpx

DRESS: FRIYAY

DRESSLÍFIÐ

Friyay á kannski ekki endilega við eftir að við heyrðum af hertari reglum vegna Covid ástandsins enn á ný. Þetta móment segir samt hamingja því Gunni var að mæta aftur norður eftir að hafa verið í Reykjavík alla vikuna að vinna. Hlökkum svo til að hitta skemmtilega fólkið okkar á fjölskyldumóti í Hauganesi um helgina. En fyrst, smá namaste eftir keyrsluna hjá karlinum.

Sturluð staðreynd:  Gunni er í fyrsta sinn að stela flík af mér!! Ég hló af honum þegar hann mætti í nýlegri gallaskyrtu sem ég fékk að gjöf í sýningarherbergi H&M í Kaupmannahöfn. Skyrtan er úr samstarfslínu H&M og Brock Collection. Sú lína kom þó ekki til Íslands.

Njótið helgarinnar, og farið vel með ykkur.

Hún Derhúfa: Peace&Quiet, Skyrta: Arket/herradeilt(lán frá Gunna), Sokkar: Cobra, Skór: Vagabond
Hann Derhúfa: Acne, Skyrta: H&M og Brock Collection, Pungur: Prada

Kveðjur frá Kaffi Kú

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HALLÓ AKUREYRI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1