GÓÐA HELGI

LÍFIÐ

Þessi helgi verður betri en aðrar helgar í haust því ég er á leið til Parísar að njóta lífsins. Tilefni ferðarinnar er handboltaleikur í Meistaradeildinni þar sem minn maður og IFK Kristianstad spila við Nantes þar sem Gunni spilaði og við bjuggum áður. Miðað við spána ætla veðurguðirnir að vera góðir við okkur og því pakkaði undirituð léttklæðnaði í handfarangurstöskuna – skrítið í oktober.

//

Hi from Kastrup Copenhagen. This is the office view at the moment ;)
I will be spending the weekend in Paris and Nantes (old home). See you in France!

Kveðjur frá Kastrup – sjáumst næst í beinni frá París.

View ..

Todays office view …

Tired selfie ..

Klútur: Hildur Yeoman
Buxur: AndreA
Leðurjakki: Moss by Elísabet Gunnars (gamli góði)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YSTAD SALTSJÖBAD

LÍFIÐ

English Version Below

Ég er svo þakklát fyrir sólahringinn sem ég fékk í sænsku sælunni hér í suður Svíþjóð á dögunum. Fyrsta sinn án barna yfir nótt frá því að G.Manuel fæddist og mikið sem ég valdi réttan stað og stund. Blíðviðrið og dásamlegheitin voru með ólíkindum á spa hóteli sem ég bloggaði frá í beinni (hér). Það hafa nokkrir sent mér póst og viljað vita meira um þennan stað og það er skemmtilegt að margir af þeim póstum komu frá fólki sem býr líka í Svíþjóð eða Danmörku.

Hótelið liggur í um klukkutíma fjarlægð frá heimili mínu og einmitt líka í um klukkutíma fjarlægð frá Kaupmannahöfn.

Þegar tilefni gefst til reyni ég að hafa myndavélina með í för og þarna var kjörið tækifæri fyrir slíkt. Einnig gerði hótelið sérstaklega vel við mig og því er bara frábært að ég geti gefið tilbaka hér á blogginu.

Takk fyrir mig Ystad Saltsjöbad.

I am so thankful for the wonderful “one day off” I had earlier this month. The Swedish summer in the south is so nice on days like this. We had our first night without the youngest son Manuel and I could not think of a better place to spend it.

We were really in for a treat on a spa hotel which is located one hour from our home and I have already had some requests from readers that want to know more, most of them living in Sweden or Denmark. The hotel is actually one hour away from Copenhagen also.

I had the camera with me for this special occasion and tried to capture the memory. Hope you enjoy it – Ystad Saltsjöbad gets my greatest recommendations.

My program this weekend was like this:
Coffee time by the pool
Spa time
Dip in the ocean
Three course dinner with good wine
Hot tub
Sleep
Morning yoga
Walk on the beach
Breakfast
More spa time and enjoying the sun

Merci Ystad Saltsjöbad

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

LÍFIÐ

English Version Below

Þið sem fylgið mér á Instagram eruð mögulega komin með nóg af handboltaspami frá mér … ég er samt ekki alveg hætt því ég verð að koma því að á blogginu líka. Það þarf að halda utan um stóra atburði í lífinu og bloggið er tilvalið til að passa uppá að svona minningar varðveitist.

Maðurinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, og liðið hans IFK Kristianstad urðu sænskir meistarar á laugardaginn þegar liðið vann úrslitaleik í brjálaðri stemningu í Malmö Arena. Í lok leiks var undirituð næstum því jafn sveitt og leikmenn liðsins. Það getur tekið á að vera með 10 (+) kílóa barn á hendinni og metnað fyir því að hvetja sitt lið áfram í svona mikilvægum leik ;)Sænska handboltalífið er því komið í frí að sinni en við tekur landsliðsverkefni og svo langþráð sumarfrí hjá okkur fjölskyldunni. Það getur verið erfitt að finna gott jafnvægi í þessu faraldslífi sem við lifum á meðan ferill íþróttafólks stendur yfir. Við höfum hoppað á mismunandi tækifæri og forréttindi að prufa að upplifa mismunandi menningu og lifnaðarhætti. Ég hef öll árin reynt að vera virk í mínu og fundið mér vettvang þar sem ég get unnið óháð staðsetningu.

Það hafur verið mikið álag á betri helmingnum í ár og aldrei verið eins fáir frídagar og því bjóðum við þetta sumarfrí innilega velkomið.

Malmö Arena takk fyrir okkur. Sjáumst að ári!

//

The blog is the best place to collect good memories so I need to tell you about the weekend. As a handball wife the sport is a big part of my life and has “controlled” it for some years. We have jumped on different opportunities and learned to know different parts of the world and different cultures, its a privilege. I have found a career which I can work on, no matter where I am in the world.

My husbands team, IFK Kristianstad, won the Swedish Championship in the finals in Malmö Arena on Saturday. The atmosphere was amazing and I think the game was as hard for me as the players with +10kg Manuel on the arm.

I hope you enjoy the photos below!

     

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Á FLUGI

INSPIRATIONLÍFIÐ

English Version Below

Góðan daginn … ég er að reyna að koma mér niður á jörðina eftir vægast sagt skemmtilegt stefnumót við minn mann. Gunni fékk þyrluflug frá mér í einum af jólapökkunum en það er Norðurflugi að þakka sem höfðu samband við mig fyrir jólin og kynntu þeirra magnaða starf. Ég hef aldrei flogið í þyrlu og viðurkenni að ég fékk smá í magann við tilhugsunina að ætla mér það, músin sem ég er með svona hluti. Sú ferð sem við fórum í tekur ekki nema um tæpa klukkustund og er flogið yfir Reykjavíkursvæðið. Ég er alveg heilluð eftir daginn. Afhverju gerir maður ekki mikið oftar óhefðbundna hluti? Fallega landið okkar er alveg magnað – engu öðru líkt.

 

img_1270 img_1308img_0658 img_0656 img_1329 img_1279 img_1281 img_1261 img_1240 img_1246 img_1336 img_1273 img_1300 img_1349 img_1256 img_1257 img_1293 img_1299 img_1345 img_1243

Að ná að stela upptekna landsliðsmanninum á deit á milli æfinga dagsins er eitt en að ná honum í svona upplifun er eiginlega alveg ótrúlegt … svona á að byrja nýtt ár! 

Áhugasamir geta lesið meira um málið: HÉR
Það sem kom mér á óvart er að flugferð sem þessi er ekki jafn dýr og ég hafði haldið. Kostaði um 20.000 á manninn sem er svipað og að leigja fjórhjól sem dæmi.

//

Perfect hour with my better half. Iceland is the most beautiful place if you ask me … also if you look at these photos from yeasterdays helicopter ride.
If you visit Iceland, I recommend it 100% !!
More info: HERE

xx,-EG-.

BOB ER MÆTTUR Í HÚRRA

English version below

Bob, besti vinur minn, er lentur á Íslandi og fer í sölu í Húrra Reykjavík seinna í dag – 16. desember. Fatamerki sem maðurinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, vinnur að af ástríðu ásamt Róberti Gunnarssyni. Ég er svo heppin að fá að taka smá þátt frá upphafi til enda og get fullyrt að þetta er flottasta línan þeirra Bob bræðra hingað til. Þið hafið eflaust séð mikið af merkinu á samskiptamiðlum okkar hjúa uppá síðkastið?

b_ bob b bo
@elgunnars og @steinnjonsson á Instagram

Ég tók saman mínar uppáhalds flíkur úr línunni en restina getið þið séð á heimasíðu þeirra, þar sem einnig er hægt að panta vörurnar – bobreykjavik.com.

bob2016_p7a6448_web bob2016_p7a7104_web bob2016_p7a6876_web bob2016_p7a6675_web bob2016_p7a6599_web bob2016_p7a6353_web bob2016_p7a6231_web bob2016_p7a7170_web bob2016_p7a6717_web

Myndir: Baldur Kristjáns

 

Jólagjöfin fyrir HANN? Þá er það allavega 2fyrir1 þar sem að við konurnar græðum flík í leiðinni … ég tala af reynslu ;)

Bob er rosalega góður gæi því hann vinnur með UNICEF á Íslandi og með hverri seldri vöru fær barn í neyð hlýtt teppi sem er nauðsynlegt fyrir þau í flóttamannabúðum þar sem næturnar eru kaldar – fallegt. Því miður hafa það ekki allir jafn gott yfir hátíðarnar.

//

Check out the new collection from Bob Reykjavik, which just landed in Hurra Reykjavik and online on bobreykjavik.com.
Bob is a nice guy and with every sold product he donates a warm blanket to UNICEF. The blankets keep children warm in refugee camps – so sad that some people have to spend the holidays in that way :(

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ÉG ER KOMIN HEIM


LÍFIÐ

English Version Below

God morgon Sverige ! Þó að síðustu dagar hafi verið ansi skrautlegir þá er ég í smá hamingjukasti þegar þetta er skrifað.
Ný vika – nýtt land – nýtt upphaf… enn á ný. Gunni skrifaði undir samning við meistaradeildarliðið IFK Kristianstad og við fjölskyldan fylgjum að sjálfsögðu með.

Hér sit ég á pallinum á nýju heimili okkar fjölskyldunnar í uppáhalds landinu mínu. Mér líður smá eins og ég sé komin heim …

Svona verður morgunútsýnið mitt næstu árin – draumur í dós.

egna

 

Þið sem hafið fylgt mér lengst vitið að ég byrjaði einmitt að blogga þegar ég bjó í Svíþjóð, þá í Halmstad. Það er frábært að fá svona góða tilfinningu strax á nýjum stað. Það fer okkur ágætlega þetta “sígaunalíf” sem við höfum valið okkur.

//

New week with a new start in new country. I feel like I am moving “home” to Sweden. My husband signed a contract with IFK Kristianstad where we will be living the next years.
My usual morning view will be something like this the next years – coffee and children playing in the garden …. LOVE IT.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DESEMBER Á INSTAGRAM

INSTAGRAMLÍFIÐ

English version below

Ég var bara nokkuð virk síðasta mánuðinn á árinu á Instagram. Mánuður sem einkenndist af mjög mikilli vinnu fram að 24.desember og notalegum hátíðarstundum eftir það.
Það sem stóð uppúr í persónulega lífinu var að sjá herra Jónsson inná vellinum aftur eftir nokkurra vikna pásu vegna meiðsla. Það er ótrúlegt hvað handboltinn skiptir mig miklu máli – það er auðvitað ástæða þess að við fjölskyldan búum erlendis og því partur af lífinu sem maður vill hafa í lagi. Jólin voru líka hin ljúfustu eins og ég hef áður tekið fram. Hér deili ég lífinu í myndum –

IMG_0779 IMG_0780 IMG_078110655258_10153691584416253_7545558533390981374_o IMG_0782 IMG_0783 IMG_07841915428_10153679994546253_8082218511417717154_n IMG_0785 IMG_0786 IMG_0787 IMG_0788 IMG_0790 IMG_0791 IMG_0792 IMG_0793 IMG_0796 IMG_0797 IMG_0798 IMG_0799 IMG_0800 10409368_10153667202166253_2948581794376498237_n FullSizeRender 2 FullSizeRender

@elgunnars

// December was a busy month on Instagram. Lot of work until the 24th and nice family moments after that. The best part for me was to see my man, Hr. Jonsson, back on track after some weeks of injuries. Christmas was great, as I told you before, here.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

JÓLALÍFIÐ

LÍFIÐ

Ef það er einhvern tíma stund til að staldra við og njóta, þá er það á jólunum. Ég hef svo sannarlega leyft mér það síðustu daga. Við fjölskyldan eyddum Aðfangadegi þrjú í kotinu en Jónsson spilar leik milli jóla og nýárs og því ekkert annað í stöðunni. Þó það kunni að hljóma einmannalega fyrir einhvern þá er þetta hin dásamlegasta leið til að halda uppá jólin að mínu mati – rólegheit og allt á okkar hraða. Jólin eru auðvitað hátíð barnanna og því ekkert skemmtilegra en að upplifa þau með heimasætunni sem sá um lestur á pökkunum þetta árið. Í síðasta sinn er hún eina barnið í okkar litlu fjölskyldu og því möguleiki á að það verði (enn meira) stuð að ári með einn tæplega eins árs skæruliða ..

IMG_0379
Þessi kjóll var keyptur á þorláksmessu en ég féll fyrir fallegu gulu blúndunni.
Frá Zöru –

IMG_0421
Það var íslenskur hamborgarhryggur á borðum. Það sést á útlitinu enn þann daginn í dag en var vel þess virði.
Góður matur til að borða (bara!) einu sinni á ári –

IMG_0383 IMG_0384 IMG_0420

Þú og ég og jól .. Maður þarf ekki meira en hvort annað til að eiga gleðilegustu jól.

1915428_10153679994546253_8082218511417717154_n (1)
“Þrír sætir kallar” .. Tveir keyptir í Habitat á útsölu fyrir jólin (sjást í fjarlægð). Já, hér eru útsölurnar byrjaðar um miðjan desember í mörgum verslunum.
Móment hjá húsbóndanum þegar við setjumst við kertaljós, lesum jólakort og huggum okkur eftir miðnætti. Hans uppáhalds tími dagsins.

___

Dásamleg kvöldstund og jóladagar ..
Gleðilega hátíð kæru lesendur.

Hlýjar kveðjur yfir hafið xxx

//Elísabet Gunnars.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

JÓLA BOB

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Góðvinur minn Bob kom með nýja boli fyrir jólin og í dag klæðist ég einum þeirra –

photo 1 Processed with VSCOcam with f2 preset

Hirðljósmyndari BOB, Baldur Kristjáns, skaut nýtt lookbook fyrir merkið á dögunum og ég varð hrifnari af nýju bolunum í þessari bleiku birtu. Slippurinn er greinilega frábært umhverfi fyrir tískutökur. Módelið er rakarinn Ævar Østerby sem er einn af svalari rökurum landsins. Það sjáið þið sjálf hér að neðan.

BobReykjavik02_BaldurKristjans copy

BobReykjavik2015_P7A7036

BobReykjavik2015_P7A7046

BobReykjavik2015_P7A7058

BobReykjavik2015_P7A7064

Bob vinnur með UNICEF á Íslandi og með því að kaupa Bob vöru gefur þú eitt UNICEF-teppi sem er nauðsynlegt fyrir lítil börn í flóttamannabúðum þar sem kalt er í tjöldum um nætur. Höfum það bakvið eyrað þegar við kaupum BOB fyrir jólin – gjöfin verður svo miklu fallegri en bara fjárfesting í flottri flík.
Bolirnir eru til sölu í Húrra Reykjavik og á bobreykjavik.com og ég mæli auðvitað með því að sem flestir kaupi mjúkan pakka á sinn mann þar næstu daga.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: LAUGARDAGSLÚKK

DRESSLÍFIÐ

Ég hef verið beðin um frekari útskýringu á þessari mynd sem þið sjáið hér að neðan, en hún var tekin um helgina á jólahlaðborði VFL Gummersbach og birtist á Instagram hjá mér sama kvöld. Málið er að ég er komin 36 vikur á leið með dreng í maganum og hingað til hefur ekki verið möguleiki á að fela það ástand. Sú varð óvart raunin þegar myndin var tekin í beinni línu við bumbuna og það ruglaði í mínu nánasta fólki.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Sem betur fer tók ég líka sjálfsmynd af okkur fjölskyldunni – en á þeirri mynd má greinilega sjá bumbuna áberandi út í loftið, girta ofan í buxurnar eins og það væri jólasveinaþema , sem var ekki raunin ;)

Kápa: Malmain fyrir H&M
Blazer: Lindex
Bolur: Acne
Buxur: Mango
Skór: Won Hundred/GK Reykjavik

Processed with VSCOcam with x1 preset

Hóhóhó og gleðileg jól.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR