fbpx

SAMEINUÐ Á SÍÐASTA LEIKNUM

LÍFIÐ

4 manna fjölskylda í þremur löndum á tímum Covid .. ekkert endilega draumastaða að vera í.

Eins og flestir af mínum fylgjendum hafa orðið vitni af þá höfum við, fjögurra manna fjölskyldan, verið í furðulegri stöðu síðustu mánuðina. Þegar við héldum að lífið gæti ekki orðið skrítnara með Ölbuna á Íslandi þá stakk Gunni af til Þýskalands og við Gunnar Manuel því orðin ein eftir í danska heima. Þetta er svona stutta útgáfan af sögulegu tímabili sem tók svo sannarlega á alla en við hefðum samt aldrei tekið aðrar ákvarðanir þegar ég hugsa til baka – ég er svo stolt af okkur að hafa klárað þetta verkefni með stæl. Það sem við komumst að í þessu öllu er að við viljum vera saman og þessvegna var brugðið á það ráð að flytja til Íslands (!) eftir 12 ár í útlöndum. Meira um það síðar.

Sameinuð í Þýskalandi hjá pabbanum er mikil hamingjustund og nú er Gunni loksins kominn í sumarfrí frá boltaleik í bili og því ætlum við að anda inn orku í vikutíma áður en við höldum heim á klakann. Þó ekki hér í Þýskalandi því þessi færsla er skrifuð í lest á leiðinni til Ítalíu. Æ hvað ég hlakka til.

 

Family is Everything. Svo stolt af þér elsku uppáhalds boltakall.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FRÚ Í ÞRJÚ ÁR, NAMASTE

Skrifa Innlegg