fbpx

FORELDRAFRÍ Á HÓTEL MARINA

LÍFIÐSAMSTARF

Þreyttir foreldrar í framkvæmdum þáðu boð um að fá frí frá heimili og börnum í eina nótt um helgina.  Það var kærkomið að fá að láni hreint heimili og við vorum sérstaklega dekruð með þetta dásamlega íslenska útsýni – bátar, blár himinn og fjöll. Ég er svo mikill útlendingur í mér að bara það að keyra Sæbrautina getur verið hættulegt  því ég verð alltaf svo heilluð af okkar  undursamlega fallega landi og einstöku orku. Það var því hápunktur hjá mér að liggja í hótelrúmi og bara vera til, leyfa mér að horfa úr um gluggann og anda að mér orkunni.

Room with a view

Hótel Marina er með Instagram gjafaleik í tilefni af 10 ára afmæli slippbarsins þessa dagana og þar gætuð þið freistað gæfunnar og unnið sömu upplifun, nánast engar kröfur í þessum leik aðrar en að fylgja hótelinu og Slippbarnum á Instagram  – takið þátt hér

Ég elska elska nýju buxurnar mínar sem ég var með í innkaupum á með Andreu á tískuvikunni. Var búin að bíða spennt eftir þeim til landsins og nú eru þær loksins komnar. Paraði þær við Vera Moda spari topp sem ég keypti mér fyrir jólin.

Vinnufatalúkk er nýtt trend sem við sjáum út um allt núna ..

Deilum ástinni  ..

Namaste .. og takk fyrir okkur Hótel Marina og Slippbarinn. Það má vel gera sér glaðan dag á hóteli í borginni. Við nutum okkar vel.

Til hamingju með 10 ára afmælið 20.apríl, þá kíkjum við aftur í partý.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

EINKALÍFIÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Arna Petra

    12. April 2022

    Hversu NÆS! elska baðherbergið þarna 😍