fbpx

PABBASPJALL

LÍFIÐ

Gleðilegan margra bolla mánudag með viðtal við hendina sem lét undiritaða bumbukonu fá kusk í augun. Gunni svarar þessu viðtali svo fallega og ég sakna hans svo mikið þegar ég les það hér hinu megin við hafið –

„Það sem kom kannski mest á óvart við föður­hlut­verkið var þessi nýja til­finn­ing sem skap­ast. Hjartað stækk­ar, þú færð ein­hverja ást og vænt­umþykju sem þú hef­ur ekki fundið fyr­ir áður, bæði til barn­anna og frá þeim. Síðan bæt­ast líka við ýms­ar áhyggj­ur sam­hliða sem ekki voru til áður,“ út­skýr­ir Gunn­ar.

„Þetta er svo magnað“

Í októ­ber mun Gunn­ar vera í þriðja sinn á hliðarlín­unni í fæðingu. „Ég hef alltaf sagt það við alla mína vini og liðsfé­laga sem eiga von á fyrsta barn­inu sínu að þetta sé ein svaka­leg­asta sem þeir muni upp­lifa. Þetta er svo magnað, maður er svo mik­il­væg­ur þarna en á sama tíma svo gagns­laus. Til­finn­ing­in þegar barnið er síðan komið í heim­inn er ólýs­an­leg,“ seg­ir Gunn­ar.

„Ég dá­ist að minni konu og öll­um kon­um sem ganga í gegn­um þetta, því­lík­ar hetj­ur. Þetta er nátt­úru­lega al­gjört krafta­verk. Ég get kannski deilt því að mér hef­ur oft fund­ist erfitt að átta mig al­menni­lega á stöðunni fyrr en ég sit bara á spít­al­an­um með barnið í hönd­un­um,“ seg­ir Gunn­ar. „Kon­urn­ar finna fyr­ir og tengj­ast barn­inu á meðgöng­unni á meðan við karl­arn­ir kannski átt­um okk­ur ekki al­menni­lega á stöðunni og fáum ekki þessa teng­inu.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ Í HEILD SINNI

Æ eru pabbar ekki bestir!?

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HEJ CPHFW

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    15. August 2022

    Andrea frænka fær líka kusk í augun… Flott viðtal við Gunna