fbpx

HEJ CPHFW

FASHION WEEK

Hæ danska tískuvika. Ég er mætt til að svelgja tískuþorstanum að vana en í þetta sinn og í fyrsta sinn ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi og bætti börnunum mínum við flugmiðann á síðustu mínútu. Danski drengurinn minn þráði svo að koma til danska landsins og ég svosem líka að hann fengi tíma á leikvöllum borgarinnar til að halda tungumálinu við  – það er því plan helgarinnar – róló! Bara að vera til, og njóta þess að hafa ekkert plan. EN plan dagsins í dag og á morgun er tískuvinna og þar er ég heppin að eiga Ölbu, unglinginn minn sem passar fyrir mömmu sína á meðan. Við látum hlutina ganga upp – það er á hreinu. Þegar þessi færsla er skrifuð er klukkan miklu meira en miðnætti svo löngu kominn tími á svefn hjá óléttri hamingjusamri  konu.

Meira síðar, sjáumst –


 

Vi ses – 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FERÐAVINNINGUR FYRIR ÞIG

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    12. August 2022

    gegggjuððð! xxx