fbpx

BREYTINGAR FRAMUNDAN

LÍFIÐ

Handboltinn hefur tekið óvænta stefnu hjá mínum manni og nú lítur út fyrir að 12 (!) árin okkar í útlöndum séu að líða undir lok (í bili allavega). Alban okkar blómstar á Íslandi og næsta skref er að elta hennar drauma. Gunni ætlar sér að takast á við nýja áskorun í Garðabænum sem verður spennandi að fylgjast með, flott næsta skref í þessu bolta ævintýri.

Eina sem við vitum er að við, fjögurra manna fjölsksyldan sem hefur síðasta misserið búið í þremur löndum á Covid tíma, ætlum okkur að búa til heimili saman á næsta tímabili. Mér fannst ljóð sem ég gaf Gunna með í jólapakkann í desember passa svo vel við mína líðan í gær þegar þessar fréttir voru tilkynntar í fjölmiðlum. Þó þetta lúkki auðvitað sem algjör draumur, sem þetta er að vissu leiti, þá eru breytingar líka áskorun og ég viðurkenni alveg að tilfinningar mínar er blendnar.

Það skiptir ekki máli hvar ég er með þér, þú ert allur heimurinn minn hvort sem er.
Tara Tjörva.

Ég tek mér þessi orð til fyrirmyndar og með mér inní helgina. Annars ætla ég ekkert að hafa þetta neitt lengra, varð bara að koma einhverju smá frá mér á blogginu, sem ég hef oft litið á sem mína nútíma dagbók.

Eigið góða helgi!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUMAR SNEAKERS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Anna Bergmann

  23. April 2021

  En spennandi! <3

 2. AndreA

  24. April 2021

  Æ VÁ hvað mér þykir frábært að fá ykkur heim…
  Elska setninguna hennar Töru

 3. Svart á Hvítu

  26. April 2021

  Ég er mjög mjög spennt að fá ykkur heim, það verður æði! Og svo vonandi eignastu bara fallegt sumarhús í svíþjóð hvernig væri það nú <3 <3